„Þessi leikur fyrir okkur var úrslitaleikur“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 21. júlí 2024 18:45 Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, á hliðarlínunni í dag Vísir/HAG „Góð tilfinning að fá loksins sigurleik,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir fyrsta sigurleik liðsins síðan 2. maí, en liðið vann stórsigur á Tindastóli 4-1 í dag á Würth vellinum. „Við lögðum upp úr þessum grunngildum í dag að fara tilbúnar inn í leikinn og sýna það á vellinum að við værum að berjast fyrir sæti okkar í deildinni og líka það á móti liði eins og Tindastól sem er líkamlega sterkt og beinskeytt lið. Mér fannst stelpurnar gera þetta virkilega vel í dag,“ sagði Gunnar Magnús um frammistöðu síns liðs í dag. Liðið lenti þó snemma undir í leiknum í dag, en á 10. mínútu skoraði Jordyn Rhodes fyrir gestina. Aðspurður hvort það hafi ekki verið skellur fyrir liðið á þeim tímapunkti, þá játaði Gunnar Magnússon það. „Vissulega og við höfum kannski ekki verið að höndla það eins vel og í fyrra, þar sem við vorum mjög oft að lenda undir og þá var bara karakter sem bjó í liðinu og liðsheild og við höfðuðum dálítið til þess í dag. Hvort sem við myndum lenda í einhverju mótlæti eða lenda undir, þá ætluðum við bara alltaf að halda áfram. Mér fannst við sýna í dag þann karakter sem við sýndum oft á tíðum í fyrra.“ Staðan var jöfn í hálfleik en Fylkiskonur skoruðu snemma í síðari hálfleik og bættu svo við þá forystu tveimur mörkum á lokakaflanum. En hvað sagði Gunnar Magnús við sína leikmenn í hálfleik? „Við bara skerptum aðeins á hlutunum og reyndum að halda áfram og vera duglegar áfram. Það var bara númer eitt tvö og þrjú hjá okkur í dag, vinnusemin, dugnaðurinn og viljinn og mér fannst þær gera það hrikalega vel. Annars skerptum við líka aðeins á sóknarhlutum í hálfleik, en annars var það bara að halda áfram og hafa trú á hlutunum. Þær gerðu það og það með stæl.“ Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Fylki, en liðið hefur nú jafnað Keflavík að stigum á botni deildarinnar og er aðeins tveimur stigum frá Tindastóli. „Við erum búin að koma okkur nær hinum liðunum. Þessi leikur fyrir okkur var úrslitaleikur, algjör. Með tapi hérna í dag þá hefðum við bara verið í mjög slæmri stöðu, en núna getum við byggt á þessu og fengið sjálfstraust. Þegar gengur illa hrynur sjálfstraustið en við gerðum þetta vel í dag og gerðum fjögur mörk. Í fyrra og á undirbúningstímabilinu vorum við að skora mikið, en það hefur hikstað verulega í sumar og það að gera fjögur mörk í dag er frábært,“ sagði Gunnar Magnús að lokum. Fótbolti Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira
„Við lögðum upp úr þessum grunngildum í dag að fara tilbúnar inn í leikinn og sýna það á vellinum að við værum að berjast fyrir sæti okkar í deildinni og líka það á móti liði eins og Tindastól sem er líkamlega sterkt og beinskeytt lið. Mér fannst stelpurnar gera þetta virkilega vel í dag,“ sagði Gunnar Magnús um frammistöðu síns liðs í dag. Liðið lenti þó snemma undir í leiknum í dag, en á 10. mínútu skoraði Jordyn Rhodes fyrir gestina. Aðspurður hvort það hafi ekki verið skellur fyrir liðið á þeim tímapunkti, þá játaði Gunnar Magnússon það. „Vissulega og við höfum kannski ekki verið að höndla það eins vel og í fyrra, þar sem við vorum mjög oft að lenda undir og þá var bara karakter sem bjó í liðinu og liðsheild og við höfðuðum dálítið til þess í dag. Hvort sem við myndum lenda í einhverju mótlæti eða lenda undir, þá ætluðum við bara alltaf að halda áfram. Mér fannst við sýna í dag þann karakter sem við sýndum oft á tíðum í fyrra.“ Staðan var jöfn í hálfleik en Fylkiskonur skoruðu snemma í síðari hálfleik og bættu svo við þá forystu tveimur mörkum á lokakaflanum. En hvað sagði Gunnar Magnús við sína leikmenn í hálfleik? „Við bara skerptum aðeins á hlutunum og reyndum að halda áfram og vera duglegar áfram. Það var bara númer eitt tvö og þrjú hjá okkur í dag, vinnusemin, dugnaðurinn og viljinn og mér fannst þær gera það hrikalega vel. Annars skerptum við líka aðeins á sóknarhlutum í hálfleik, en annars var það bara að halda áfram og hafa trú á hlutunum. Þær gerðu það og það með stæl.“ Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Fylki, en liðið hefur nú jafnað Keflavík að stigum á botni deildarinnar og er aðeins tveimur stigum frá Tindastóli. „Við erum búin að koma okkur nær hinum liðunum. Þessi leikur fyrir okkur var úrslitaleikur, algjör. Með tapi hérna í dag þá hefðum við bara verið í mjög slæmri stöðu, en núna getum við byggt á þessu og fengið sjálfstraust. Þegar gengur illa hrynur sjálfstraustið en við gerðum þetta vel í dag og gerðum fjögur mörk. Í fyrra og á undirbúningstímabilinu vorum við að skora mikið, en það hefur hikstað verulega í sumar og það að gera fjögur mörk í dag er frábært,“ sagði Gunnar Magnús að lokum.
Fótbolti Besta deild kvenna Fylkir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira