Ómar Ingi: Spurning hvort hann standi við það sem hann lofaði vini sínum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 20. júlí 2024 17:01 Ómar Ingi Guðmundsson hefur eflaust um margt að hugsa eftir leik dgsins. vísir/Diego HK gerði 1-1 jafntefli í dag gegn Vestra inn í Kórnum, en jöfnunarmark Vestra kom eftir agaleg mistök fyrirliða heimamanna, Leifs Andra Leifssonar. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, átti erfitt með að sætta sig við úrslit leiksins aðspurður hvort þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða. „Miðað við hvernig mark þeir skora þá er erfitt að sætta sig við það allavegana,“ sagði Ómar Ingi. HK hafði þó allan síðari hálfleikinn til þess að bæta við, en ekkert varð úr því að annað mark liti dagsins ljós inn í gluggalausum Kórnum. „Það gekk ágætlega að skapa nokkur færi þarna. Birnir fær besta færi leiksins held ég á fjær svæðinu í seinni hálfleik. Það er alveg rétt að það gekk erfiðlega að skora annað mark. Er þetta samt ekki bara alltaf sanngjarnt á endanum, þeir skora eitt og við eitt þá verðum við bara að deila stigunum. Við ætluðum bara að vinna. Við vildum að það myndi endurspeglast í leik liðsins okkar í dag að við ætluðum okkur að vinna. Mér fannst svo sem þegar fór að líða á seinni hálfleikinn að við vorum að banka ágætlega fast á það að koma inn marki, en það gekk ekki. En það var klárlega ekki uppleggið að tapa ekki. Við ætluðum okkur að vinna.“ HK varð fyrir miklu áfalli í síðari hálfleik þar sem Arnar Freyr Ólafsson, markvörður liðsins meiddist alvarlega og var borinn af velli á börum. Aðspurður út í meiðslin hafði Ómar Ingi þetta að segja. „Ég held að hann hafi slitið hásin. Hann er bara á leiðinni upp á sjúkrahús núna. Mér heyrðist það á flest öllum að það er það sem gerðist.“ En hvað gera HK-ingar þá? Stefán Stefánsson, óreyndur markvörður HK, kom inn á í stað Arnars Freys. Miðað við ummæli Ómars Inga eftir leik er ólíklegt að hann spili marga leiki það sem eftir er af tímabilinu. „Við þurfum allavegana að bæta við okkur, held ég. Við tókum Beiti Ólafsson yfir rétt áður enn glugginn lokaði í vor, þannig að ég þarf bara að heyra í honum á eftir og gá hvort að hann sé allavegana klár í að koma á æfingar í vikunni. Annars þurfum við bara að sjá til hvað við gerum. Við eigum hann allavegana inni og nú er spurning hvort hann standi við það sem hann lofaði vini sínum.“ Beitir er skráður í HK.Vísir/Hulda Margrét En er HK að leita að styrkingum annars staðar á vellinum? „Við erum alveg að skoða. Það er ekki stór markaður hér á Íslandi, þannig að við erum að reyna að vanda okkur að skoða hvort það sé eitthvað erlendis, en ekkert sem er komið eitthvað á veg,“ sagði Ómar Ingi að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
„Miðað við hvernig mark þeir skora þá er erfitt að sætta sig við það allavegana,“ sagði Ómar Ingi. HK hafði þó allan síðari hálfleikinn til þess að bæta við, en ekkert varð úr því að annað mark liti dagsins ljós inn í gluggalausum Kórnum. „Það gekk ágætlega að skapa nokkur færi þarna. Birnir fær besta færi leiksins held ég á fjær svæðinu í seinni hálfleik. Það er alveg rétt að það gekk erfiðlega að skora annað mark. Er þetta samt ekki bara alltaf sanngjarnt á endanum, þeir skora eitt og við eitt þá verðum við bara að deila stigunum. Við ætluðum bara að vinna. Við vildum að það myndi endurspeglast í leik liðsins okkar í dag að við ætluðum okkur að vinna. Mér fannst svo sem þegar fór að líða á seinni hálfleikinn að við vorum að banka ágætlega fast á það að koma inn marki, en það gekk ekki. En það var klárlega ekki uppleggið að tapa ekki. Við ætluðum okkur að vinna.“ HK varð fyrir miklu áfalli í síðari hálfleik þar sem Arnar Freyr Ólafsson, markvörður liðsins meiddist alvarlega og var borinn af velli á börum. Aðspurður út í meiðslin hafði Ómar Ingi þetta að segja. „Ég held að hann hafi slitið hásin. Hann er bara á leiðinni upp á sjúkrahús núna. Mér heyrðist það á flest öllum að það er það sem gerðist.“ En hvað gera HK-ingar þá? Stefán Stefánsson, óreyndur markvörður HK, kom inn á í stað Arnars Freys. Miðað við ummæli Ómars Inga eftir leik er ólíklegt að hann spili marga leiki það sem eftir er af tímabilinu. „Við þurfum allavegana að bæta við okkur, held ég. Við tókum Beiti Ólafsson yfir rétt áður enn glugginn lokaði í vor, þannig að ég þarf bara að heyra í honum á eftir og gá hvort að hann sé allavegana klár í að koma á æfingar í vikunni. Annars þurfum við bara að sjá til hvað við gerum. Við eigum hann allavegana inni og nú er spurning hvort hann standi við það sem hann lofaði vini sínum.“ Beitir er skráður í HK.Vísir/Hulda Margrét En er HK að leita að styrkingum annars staðar á vellinum? „Við erum alveg að skoða. Það er ekki stór markaður hér á Íslandi, þannig að við erum að reyna að vanda okkur að skoða hvort það sé eitthvað erlendis, en ekkert sem er komið eitthvað á veg,“ sagði Ómar Ingi að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla HK Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti