Landsliðskokkur kaupir hverfisstaðinn: „Þetta gerðist í rauninni bara mjög hratt“ Máni Snær Þorláksson skrifar 21. júlí 2024 17:37 Bjarki Snær Þorsteinsson og Stefanía Marta Jónasdóttir vilja bjóða upp á góðan mat á góðu verði. Aðsend Landsliðskokkurinn Bjarki Snær Þorsteinsson hefur, ásamt eiginkonu sinni og bróður, fest kaup á hverfisstaðnum Dæinn sem staðsettur er í Urriðaholti. Hann segir mikilvægt að halda hverfisstöðum sem þessum gangandi. „Þetta gerðist í rauninni bara mjög hratt. Sáum að þetta væri auglýst til sölu og fórum og kíktum á þetta,“ segir Bjarki í samtali við fréttamann. „Það var bara á mánudeginum í síðustu viku og síðan hugsuðum við að við vildum halda þessum stað gangandi og létum vaða.“ Bjarki festi kaup á Dæinn - Kaffihús og Vínbar ásamt Stefaníu Mörtu Jónasdóttur, eiginkonu sinni, en hjónin búa í Urriðaholti og hafa verið þar í rúmlega ár. Andri Snær Þorsteinsson, bróðir Bjarka, er einnig í eigandahópnum. Langt og dýrt að fara í bæinn Breytingar eru á dagskránni en Bjarki segir að þau vilji vinna með fólkinu í hverfinu og öðrum gestum þegar kemur að þeim. „Það skiptir mestu máli að vinna þetta með þeim og fá að vita hvað fólkið vill. Þetta er ákveðin félagsmiðstöð fyrir hverfið, frekar en einhver rekstur,“ segir hann. „Við hlökkum gríðarlega til að taka þetta að okkur, það náttúrulega tekur smá tíma að koma öllu eins og við viljum hafa það því þetta gerðist svo hratt. Við vinnum í þessu bara hægt og rólega.“ Mikilvægt sé að halda stöðum sem þessum gangandi til að þjónusta íbúa í hverfinu. „Það er alltaf gott að vera með góða hverfisstaði, það er langt að fara í bæinn og dýrt þegar maður er að taka leigubíl.“ Ætla að gefa í Opnunartíminn er á meðal þess sem ákveðið hefur verið að breyta. „Við erum að auka opnunartímann töluvert. Erum að skoða það að opna svo enn meira ef það er áhugi fyrir því,“ segir Bjarki. Þá segir hann að þau ætli að auka þjónustuna, í mat, drykkum og viðburðum. „Við ætlum klárlega að bæta helling við viðburðina, erum nú þegar búnir að bóka nokkra sem verða tilkynntir síðar. Síðan ætlum við að bæta vel í matinn, bjóða upp á heitar máltíðir bæði í hádeginu og kvöldin.“ Þá sé í myndinni að bjóða upp á svokallaðan „mömmumat“ í hádeginu sem gleður eflaust fólkið sem vinnur í hverfinu. Hugmyndin sé að vera með „góðan mat á góðu verði.“ Matur Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
„Þetta gerðist í rauninni bara mjög hratt. Sáum að þetta væri auglýst til sölu og fórum og kíktum á þetta,“ segir Bjarki í samtali við fréttamann. „Það var bara á mánudeginum í síðustu viku og síðan hugsuðum við að við vildum halda þessum stað gangandi og létum vaða.“ Bjarki festi kaup á Dæinn - Kaffihús og Vínbar ásamt Stefaníu Mörtu Jónasdóttur, eiginkonu sinni, en hjónin búa í Urriðaholti og hafa verið þar í rúmlega ár. Andri Snær Þorsteinsson, bróðir Bjarka, er einnig í eigandahópnum. Langt og dýrt að fara í bæinn Breytingar eru á dagskránni en Bjarki segir að þau vilji vinna með fólkinu í hverfinu og öðrum gestum þegar kemur að þeim. „Það skiptir mestu máli að vinna þetta með þeim og fá að vita hvað fólkið vill. Þetta er ákveðin félagsmiðstöð fyrir hverfið, frekar en einhver rekstur,“ segir hann. „Við hlökkum gríðarlega til að taka þetta að okkur, það náttúrulega tekur smá tíma að koma öllu eins og við viljum hafa það því þetta gerðist svo hratt. Við vinnum í þessu bara hægt og rólega.“ Mikilvægt sé að halda stöðum sem þessum gangandi til að þjónusta íbúa í hverfinu. „Það er alltaf gott að vera með góða hverfisstaði, það er langt að fara í bæinn og dýrt þegar maður er að taka leigubíl.“ Ætla að gefa í Opnunartíminn er á meðal þess sem ákveðið hefur verið að breyta. „Við erum að auka opnunartímann töluvert. Erum að skoða það að opna svo enn meira ef það er áhugi fyrir því,“ segir Bjarki. Þá segir hann að þau ætli að auka þjónustuna, í mat, drykkum og viðburðum. „Við ætlum klárlega að bæta helling við viðburðina, erum nú þegar búnir að bóka nokkra sem verða tilkynntir síðar. Síðan ætlum við að bæta vel í matinn, bjóða upp á heitar máltíðir bæði í hádeginu og kvöldin.“ Þá sé í myndinni að bjóða upp á svokallaðan „mömmumat“ í hádeginu sem gleður eflaust fólkið sem vinnur í hverfinu. Hugmyndin sé að vera með „góðan mat á góðu verði.“
Matur Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira