Fær ekki að sjá sjálfsvígsbréf sonar síns Jón Þór Stefánsson skrifar 19. júlí 2024 13:48 Tómas Ingvason er faðir manns sem lést á Litla-Hrauni í maí. Aðsend Tómas Ingvason fær ekki afhent sjálfsvígsbréf sonar síns sem lést á Litla-Hrauni í maí á þessu ári. Lögreglunni á Suðurlandi er gert að útskýra ákvörðun sína að sýna honum ekki bréfið. „Þetta er búið að vera erfitt. Þetta er stjórnsýsluofbeldi finnst manni. Maður er að syrgja og svo stendur maður í þessu líka. Þetta á ekki að vera svona,“ segir Tómas í samtali við fréttastofu. Málið er Tómasi mjög erfitt, en sonur hans lést vegna sjálfsvígs á dánardegi bróður síns sem lést nokkrum árum fyrr. „Það er ekki auðvelt að standa í þessu og þurfa að ströggla við yfirvöld líka.“ Mannlíf greindi frá því í morgun að umboðsmaður Alþingis hefði sent lögreglunni á Suðurlandi bréf þar sem hann óskar eftir upplýsingum um á hvaða grundvelli lögreglan hafi hafnað beiðni Tómasar um að fá bréfið afhent. Umboðsmaður vill fá gögn málsins afhent í síðasta lagi 12. ágúst næstkomandi. Tómas upplifir þessa beiðni umboðsmanns sem sigur. „Ég var mjög ánægður að fá þetta sent í gær. Það er einhver hreyfing á málinu.“ Ástæðan sem lögreglan hefur gefið Tómasi fyrir því að halda aftur af bréfinu eru rannsóknarhagsmunir. „Málið er hið furðulegasta, að það sé hægt að breiða yfir bréf og halda eftir bréfum út af rannsóknarhagsmunum. Ég veit ekki hvaða rannsóknarhagsmunir það eru. Þetta er í hött því hann er ekki talinn hafa látist með saknæmum hætti. Hvað er þá verið að rannsaka?“ segir Tómas sem bætir við að hann fái ekki svör við því hvaða rannsóknarhagsmuni um ræðir. Tómas hefur fengið að sjá hluta bréfs sonar síns, en þar er hluti bréfsins yfirstikaður. „Það er bara blátt yfir þeim texta sem ég má ekki sjá,“ segir hann og bætir við að honum hafi verið sagt að hlutinn sem hann fær ekki að sjá eigi að vera stílaður á annan einstakling. Nokkuð var fjallað um andlát sonar Tómasar í maí. Þá kom meðal annars fram að sonurinn, sem var á Litla-Hrauni, hafði óskað eftir aðstoð vegna andlegra veikinda um helgi en verið sagt að bíða til mánudags. Hann lést á sunnudegi. Tómas gagnrýnir vinnubrögð lögreglunnar og stjórnvalda. Honum finnst hann illa upplýstur um mál sonar síns og segir lítið um svör þegar eftir þeim sé óskað. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
„Þetta er búið að vera erfitt. Þetta er stjórnsýsluofbeldi finnst manni. Maður er að syrgja og svo stendur maður í þessu líka. Þetta á ekki að vera svona,“ segir Tómas í samtali við fréttastofu. Málið er Tómasi mjög erfitt, en sonur hans lést vegna sjálfsvígs á dánardegi bróður síns sem lést nokkrum árum fyrr. „Það er ekki auðvelt að standa í þessu og þurfa að ströggla við yfirvöld líka.“ Mannlíf greindi frá því í morgun að umboðsmaður Alþingis hefði sent lögreglunni á Suðurlandi bréf þar sem hann óskar eftir upplýsingum um á hvaða grundvelli lögreglan hafi hafnað beiðni Tómasar um að fá bréfið afhent. Umboðsmaður vill fá gögn málsins afhent í síðasta lagi 12. ágúst næstkomandi. Tómas upplifir þessa beiðni umboðsmanns sem sigur. „Ég var mjög ánægður að fá þetta sent í gær. Það er einhver hreyfing á málinu.“ Ástæðan sem lögreglan hefur gefið Tómasi fyrir því að halda aftur af bréfinu eru rannsóknarhagsmunir. „Málið er hið furðulegasta, að það sé hægt að breiða yfir bréf og halda eftir bréfum út af rannsóknarhagsmunum. Ég veit ekki hvaða rannsóknarhagsmunir það eru. Þetta er í hött því hann er ekki talinn hafa látist með saknæmum hætti. Hvað er þá verið að rannsaka?“ segir Tómas sem bætir við að hann fái ekki svör við því hvaða rannsóknarhagsmuni um ræðir. Tómas hefur fengið að sjá hluta bréfs sonar síns, en þar er hluti bréfsins yfirstikaður. „Það er bara blátt yfir þeim texta sem ég má ekki sjá,“ segir hann og bætir við að honum hafi verið sagt að hlutinn sem hann fær ekki að sjá eigi að vera stílaður á annan einstakling. Nokkuð var fjallað um andlát sonar Tómasar í maí. Þá kom meðal annars fram að sonurinn, sem var á Litla-Hrauni, hafði óskað eftir aðstoð vegna andlegra veikinda um helgi en verið sagt að bíða til mánudags. Hann lést á sunnudegi. Tómas gagnrýnir vinnubrögð lögreglunnar og stjórnvalda. Honum finnst hann illa upplýstur um mál sonar síns og segir lítið um svör þegar eftir þeim sé óskað. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fangelsismál Geðheilbrigði Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira