Mikilvægt að tilkynna alvarleg atvik Árni Sæberg skrifar 19. júlí 2024 13:51 Fjarskiptastofa brýnir fyrir þeim sem reka mikilvæga innviði að tilkynna öll atvik sem tengjast tölvuvandræðum dagsins. Vísir/Vilhelm Fjarskiptastofa, sem samhæfingarstjórnvald á grundvelli netöryggislaga, og CERT-IS, minna á mikilvægi þess að mikilvægar innviðir tilkynni um öll alvarleg atvik og áhættu sem tengjast þjónustuútföllum hjá Microsoft. Þetta segir í tilkynningu á vef Fjarskiptastofu. Þar segir að undanfarin tilvik hafi sýnt fram á nauðsyn þess að bregðast skjótt við til að tryggja öryggi og stöðugleika þjónustu sem getur haft efnahagsleg og samfélag áhrif. Stofnunin áréttar að lagaskylda hvílir á öllum mikilvægum innviðum sem falla undir gildissvið netöryggislaga og fjarskiptalaga. Auk fjarskiptafyrirtækja sé um að ræða rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu samkvæmt skrá ráðherra. Þá nái tilkynningarskylda til alla rekstraraðila skýjavinnsluþjónustu, netmarkaða og leitarvéla á netinu, sem eru stærri en örfélög í skilningi laga um ársreikninga. Eigi síðar en sex klukkustundum eftir að áhættu verður vart Tilkynna skuli til CERT-IS, sem skuli miðla umræddum skyldutilkynningum til viðeigandi eftirlitsstjórnvalda, sem geti verið Fjarskiptastofa, Embætti landlæknis, Orkustofnun, Samgöngustofa, Umhverfisstofnun og Seðlabanki Íslands. Tilkynning skuli berast eins fljótt og verða má og eigi síðar en sex klukkustundum eftir að borin hafa verið kennsl á atvik eða áhættu í kerfum rekstraraðila. Í tilkynningu skuli meðal annars veita eftirfarandi upplýsingar: hvenær atviks eða áhættu varð fyrst vart í net- og upplýsingakerfum; frummat á eðli og/eða tegund atviks eða áhættu í net- og upplýsingakerfum; frummat á umfangi atviks eða áhættu; frummat á mögulegum smitáhrifum; hver sé rekstraraðili umræddra net- og upplýsingakerfa, t.a.m. ef rekstri þeirra er útvistað. Liggi ekki allar upplýsingar fyrir við framangreind tímamörk skuli fylgja upprunalegri tilkynningu um atvik eða áhættu eftir með frekari samskiptum við netöryggissveit, eins fljótt og verða má. Tilkynna skuli ef líklegt þyki að atvik hafi áhrif Við mat á tilkynningarskyldu skuli meðal annars horft til hvort áhætta eða atvik: hefur eða líklegt þykir að muni valda þjónusturofi eða ósamfellu í veitingu nauðsynlegrar þjónustu; raskar eða líklegt þykir að muni raska öryggi og/eða virkni net- og upplýsingakerfa sem eru grundvöllur fyrir veitingu nauðsynlegrar þjónustu; hefur eða líklegt þykir að muni hafa áhrif yfir landamæri; hefur eða líklegt þykir að muni hafa áhrif á veitingu þjónustu annarra mikilvægra innviða, þar á meðal vegna viðhalds. Tækni Netöryggi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Fjarskiptastofu. Þar segir að undanfarin tilvik hafi sýnt fram á nauðsyn þess að bregðast skjótt við til að tryggja öryggi og stöðugleika þjónustu sem getur haft efnahagsleg og samfélag áhrif. Stofnunin áréttar að lagaskylda hvílir á öllum mikilvægum innviðum sem falla undir gildissvið netöryggislaga og fjarskiptalaga. Auk fjarskiptafyrirtækja sé um að ræða rekstraraðila nauðsynlegrar þjónustu samkvæmt skrá ráðherra. Þá nái tilkynningarskylda til alla rekstraraðila skýjavinnsluþjónustu, netmarkaða og leitarvéla á netinu, sem eru stærri en örfélög í skilningi laga um ársreikninga. Eigi síðar en sex klukkustundum eftir að áhættu verður vart Tilkynna skuli til CERT-IS, sem skuli miðla umræddum skyldutilkynningum til viðeigandi eftirlitsstjórnvalda, sem geti verið Fjarskiptastofa, Embætti landlæknis, Orkustofnun, Samgöngustofa, Umhverfisstofnun og Seðlabanki Íslands. Tilkynning skuli berast eins fljótt og verða má og eigi síðar en sex klukkustundum eftir að borin hafa verið kennsl á atvik eða áhættu í kerfum rekstraraðila. Í tilkynningu skuli meðal annars veita eftirfarandi upplýsingar: hvenær atviks eða áhættu varð fyrst vart í net- og upplýsingakerfum; frummat á eðli og/eða tegund atviks eða áhættu í net- og upplýsingakerfum; frummat á umfangi atviks eða áhættu; frummat á mögulegum smitáhrifum; hver sé rekstraraðili umræddra net- og upplýsingakerfa, t.a.m. ef rekstri þeirra er útvistað. Liggi ekki allar upplýsingar fyrir við framangreind tímamörk skuli fylgja upprunalegri tilkynningu um atvik eða áhættu eftir með frekari samskiptum við netöryggissveit, eins fljótt og verða má. Tilkynna skuli ef líklegt þyki að atvik hafi áhrif Við mat á tilkynningarskyldu skuli meðal annars horft til hvort áhætta eða atvik: hefur eða líklegt þykir að muni valda þjónusturofi eða ósamfellu í veitingu nauðsynlegrar þjónustu; raskar eða líklegt þykir að muni raska öryggi og/eða virkni net- og upplýsingakerfa sem eru grundvöllur fyrir veitingu nauðsynlegrar þjónustu; hefur eða líklegt þykir að muni hafa áhrif yfir landamæri; hefur eða líklegt þykir að muni hafa áhrif á veitingu þjónustu annarra mikilvægra innviða, þar á meðal vegna viðhalds.
Tækni Netöryggi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira