Fótbolti

Blásið til Evrópuveislu á Ís­landi

Valur Páll Eiríksson skrifar
Blikar eru meðal fjögurra liða sem spila heimaleik í Sambandsdeildinni næstkomandi fimmtudag.
Blikar eru meðal fjögurra liða sem spila heimaleik í Sambandsdeildinni næstkomandi fimmtudag. Vísir/Anton

Öll þrjú íslensku félögin sem kepptu í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld fóru áfram í næstu umferð forkeppninnar. Nú stefnir í heljarinnar Evrópuveislu hér á landi í næstu viku.

Breiðablik, Stjarnan og Valur komust öll áfram í gærkvöld og munu því spila í næstu umferð forkeppninnar á fimmtudaginn næsta, 25. júlí. Víkingur fell úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í vikunni og færist því yfir í Sambandsdeildina og verður einnig í eldlínunni sama dag.

Það drógst hins vegar þannig í þriðju umferð Sambandsdeildarinnar að öll fjögur byrja einvígi sín á heimavelli.

Það munu því fjórir Evrópuleikir fara fram sama daginn hér á landi, eitthvað sem hefur ekki komið fyrir áður.

Allir fjórir leikirnir verða sýndir beint á rásum Stöð 2 Sport.

  • Leikir íslenskra liða í Sambandsdeild Evrópu fimmtudaginn 25. júlí
  • 18:00 Stjarnan - Paide (Stöð 2 Besta deildin 1)
  • 18:45 Víkingur - Egnatia (Stöð 2 Sport 5)
  • 18:45 Valur - St. Mirren (Stöð 2 Sport)
  • 19:15 Breiðablik - Drita (Stöð 2 Besta deildin 2)

Breiðablik lagði Tikves frá N-Makedóníu í gær og mætir Drita frá Kósóvó næsta fimmtudag á Kópavogsvelli.

Stjarnan hafði betur gegn Linfield frá N-Írlandi og mætir Paide Linnameeskond frá Eistlandi í Garðabæ.

Valur vann Vllaznia frá Albaníu og fær St. Mirren frá Skotlandi í heimsókn á Hlíðarenda.

Loks tapaði Víkingur fyrir írska liðinu Shamrock Rovers og þeirra bíða albönsku meistararnir Egnatia í Víkinni.

Fyrri leikir liðanna fara sem áður segir fram 25. júlí næst komandi og síðari leikirnir, sem verða útileikir fyrir íslensku liðin, sléttri viku síðar, þann 1. ágúst.

Lesa má um Evrópuleiki vikunnar að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×