Fótbolti

Móðir Mbappé hótar að fara með PSG fyrir dóm­stóla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kylian Mbappé með föður sínum Wilfried Mbappé og móður sinni Fayza Lamari þegar Mbappé var kynntur sem leikmaður Real Madrid á Estadio Santiago Bernabeu í vikunni.
Kylian Mbappé með föður sínum Wilfried Mbappé og móður sinni Fayza Lamari þegar Mbappé var kynntur sem leikmaður Real Madrid á Estadio Santiago Bernabeu í vikunni. Getty/David Ramos

Kylian Mbappé er ekki lengur leikmaður Paris Saint Germain en franska félagið er sagt skulda honum enn mikinn pening. Svo gæti farið að Mbappé fari í hart til að fá launin sín borguð.

Samkvæmt heimildum ESPN þá skuldar franska félagið stórstjörnunni áttatíu milljónir evra í laun eða næstum því tólf milljarða króna.

PSG hætti nefnilega að borga Mbappé laun eftir að hann tilkynnti það formlega að hann yrði ekki áfram hjá félaginu. Hann var kynntur sem leikmaður Real Madrid í vikunni.

PSG er sagt skulda honum tveggja mánaða laun auk bónusgreiðslna.

Móðir Mbappé var spurð um það í viðtali í franska blaðinu Le Parisien hvort að þau myndu fara í mál við félagið. „Ef við höfum engin önnur úrræði, já auðvitað,“ svaraði Fayza Lamari, sem er umboðsmaður sonar síns.

Mbappé varð franskur meistari með PSG á síðustu leiktíð og varð einnig markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar sem og kosinn besti leikmaður hennar.

Þetta var í sjötta sinn sem hann verður franskur meistari, í sjötta sinn sem hann verður markakóngur og í fimmta sinn sem hann er kosinn besti leikmaðurinn.

Mbappé yfirgaf Paris Saint Germain um leið og samningur hann rann út í sumar og franska félagið fékk því ekki krónu fyrir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×