Innlent

Upp­götvuðu nýja köngu­lóar­tegund og nefndu eftir Vig­dísi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Svona lítur kvenkynsköngulóin út. Köngulóin er agnarsmá.
Svona lítur kvenkynsköngulóin út. Köngulóin er agnarsmá. Aðsend

Vísindamenn hafa uppgötvað nýja ættkvísl og tegund af könguló frá Madagaskar, sem nefnd var til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur. Þetta kemur fram í nýbirtri vísindagrein, sem unnin var meðal annars af Inga Agnarssyni, prófessor í dýrafræði við Háskóla Íslands.

Ættkvíslin fékk nafnið Vigdisia, og er nafnið útskýrt svo. „Nafnið sem er kvenkyns, heiðrar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands og fyrstu konuna sem var lýðræðislega kjörinn þjóðarleiðtogi. Vigdís er fáguð og snjöll eins og köngulóinn.“

Nýja tegundin sjálf fékk svo nafnið Vigdisia praesidens sem vísar auðvitað í forsetahlutverk Vigdísar.

Köngulóin, sem er agnarsmá, sést hér ráðast á termíta, sem hún leggur sér oft til munns. Tveir aðrir termítar sjást að neðan.Aðsend
Köngulóin Vigdisia praesidens er í hægra megin á þessari mynd. Hún er búin að kála termíta sem er þarna vinstra megin umvafinn köngulóarvef hennar.Aðsend
KarlkyniðAðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×