Ratcliffe og vinir á fjórum einkaþotum á Egilsstöðum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júlí 2024 10:42 Það væsir ekki um Ratcliffe og vini. vísir Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe er duglegur að bjóða vinum sínum í veiði á Norðausturlandi. Til þess að komast þangað notast þeir við einkaþotur í eigu fyrirtækis hans Ineos, sem flogið er á Egilsstaði. Í gær voru sex einkaþotur staddar á Egilsstaðaflugvelli, þar af fjórar í eigu Ratcliffe. Austurfrétt greinir frá því að þotur á vegum Ineos hafi flogið víða að frá Evrópu og til Egilsstaða. Fram og til baka. Í gærmorgun hafi ein flogið frá Manchester í Bretlandi, önnur frá Nice í Frakklandi og enn önnur frá Brac í Króatíu, samkvæmt upplýsingum af FlightRadar. Ratcliffe hefur sjálfur verið hér á landi undanfarna daga og sendi enska landsliðinu í knattspyrnu kveðju á samfélagsmiðlum fyrir úrslitaleikinn á EM sem fór fram á sunnudag. Allar líkur eru á því að kveðjan hafi verið send úr veiðihúsi í Vopnafirði. Vélarnar merktar Ineos.Unnar erlingsson Sjá einnig: Sir Jim Ratcliffe sendi enska landsliðinu kveðju frá Íslandi Ratcliffe hefur um nokkurt skeið ásælst jarðir í Vopnafirði og Norðausturlandi ásamt viðskiptafélögum sínum. Þær eru flestar í umsjón Six Rivers Iceland, félags sem hann stendur að baki og hefur það að markmiði að vernda villta laxinn í Norður-Atlantshafi. Ratcliffe virðist ekki jafn umhugað um loftslagið, enda kolefnisfótspor einnar ferðar í einkaþotu allt að fjórtan sinnum meira en ferð með farþegaþotu. Auðkýfingurinn sagði í samtali við fréttastofu árið 2021 að hann væri hættur að kaupa land á Íslandi. Þá átti Ratcliffe hlut í landi sem voru ríflega hundrað þúsund hektarar, eða um eitt prósent af öllu landsvæði Íslands. Nýjar reglur sem settu útlendingum skorður á jarðakaup urðu til þess að Ratcliffe kvaðst ekki vilja fá Íslendinga á móti sér. Á síðasta ári keypti hann 25 prósenta hlut í knattspyrnuliðinu Manchester United. Alls voru sex vélar staddar á Egilsstaðaflugvelli í gær, þar af tvær sem eru ekki í eigu Ratcliffe. Önnur þeirra N703RK, er skráð á Emergence Southwest í Flórída. Fyrirsvarsmaðurinn Alan Russel Pike á hlut í fyrirtæki sem hannaði Depla lúxushótelið í Fljótunum.Unnar erlingsson Frá Egilsstaðaflugvelli í gær.Unnar erlingsson Bílastæðið sem olli fjaðrafoki nýlega vegna gjaldtöku.Unnar erlingsson Vopnafjörður Egilsstaðaflugvöllur Fjarðabyggð Bretland Lax Umhverfismál Tengdar fréttir Ratcliffe telur ólíklegt að hægt verði að forða íslenska laxinum frá útrýmingu Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe óttast að íslenski laxastofninn sé að deyja út. Hann er ekki bjartsýnn á að hægt verði að snúa þeirri þróun við. Banna gæti þurft veiðar á honum í sjó í einhver ár. 21. september 2021 21:16 Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Í gær voru sex einkaþotur staddar á Egilsstaðaflugvelli, þar af fjórar í eigu Ratcliffe. Austurfrétt greinir frá því að þotur á vegum Ineos hafi flogið víða að frá Evrópu og til Egilsstaða. Fram og til baka. Í gærmorgun hafi ein flogið frá Manchester í Bretlandi, önnur frá Nice í Frakklandi og enn önnur frá Brac í Króatíu, samkvæmt upplýsingum af FlightRadar. Ratcliffe hefur sjálfur verið hér á landi undanfarna daga og sendi enska landsliðinu í knattspyrnu kveðju á samfélagsmiðlum fyrir úrslitaleikinn á EM sem fór fram á sunnudag. Allar líkur eru á því að kveðjan hafi verið send úr veiðihúsi í Vopnafirði. Vélarnar merktar Ineos.Unnar erlingsson Sjá einnig: Sir Jim Ratcliffe sendi enska landsliðinu kveðju frá Íslandi Ratcliffe hefur um nokkurt skeið ásælst jarðir í Vopnafirði og Norðausturlandi ásamt viðskiptafélögum sínum. Þær eru flestar í umsjón Six Rivers Iceland, félags sem hann stendur að baki og hefur það að markmiði að vernda villta laxinn í Norður-Atlantshafi. Ratcliffe virðist ekki jafn umhugað um loftslagið, enda kolefnisfótspor einnar ferðar í einkaþotu allt að fjórtan sinnum meira en ferð með farþegaþotu. Auðkýfingurinn sagði í samtali við fréttastofu árið 2021 að hann væri hættur að kaupa land á Íslandi. Þá átti Ratcliffe hlut í landi sem voru ríflega hundrað þúsund hektarar, eða um eitt prósent af öllu landsvæði Íslands. Nýjar reglur sem settu útlendingum skorður á jarðakaup urðu til þess að Ratcliffe kvaðst ekki vilja fá Íslendinga á móti sér. Á síðasta ári keypti hann 25 prósenta hlut í knattspyrnuliðinu Manchester United. Alls voru sex vélar staddar á Egilsstaðaflugvelli í gær, þar af tvær sem eru ekki í eigu Ratcliffe. Önnur þeirra N703RK, er skráð á Emergence Southwest í Flórída. Fyrirsvarsmaðurinn Alan Russel Pike á hlut í fyrirtæki sem hannaði Depla lúxushótelið í Fljótunum.Unnar erlingsson Frá Egilsstaðaflugvelli í gær.Unnar erlingsson Bílastæðið sem olli fjaðrafoki nýlega vegna gjaldtöku.Unnar erlingsson
Vopnafjörður Egilsstaðaflugvöllur Fjarðabyggð Bretland Lax Umhverfismál Tengdar fréttir Ratcliffe telur ólíklegt að hægt verði að forða íslenska laxinum frá útrýmingu Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe óttast að íslenski laxastofninn sé að deyja út. Hann er ekki bjartsýnn á að hægt verði að snúa þeirri þróun við. Banna gæti þurft veiðar á honum í sjó í einhver ár. 21. september 2021 21:16 Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Ratcliffe telur ólíklegt að hægt verði að forða íslenska laxinum frá útrýmingu Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe óttast að íslenski laxastofninn sé að deyja út. Hann er ekki bjartsýnn á að hægt verði að snúa þeirri þróun við. Banna gæti þurft veiðar á honum í sjó í einhver ár. 21. september 2021 21:16
Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35