Erlent

Íranir hafna aðild að bana­til­ræðinu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Aukin öryggisviðbúnaður hefur verið í kringum Trump síðan fréttir bárust af hugsanlegu banatilræði.
Aukin öryggisviðbúnaður hefur verið í kringum Trump síðan fréttir bárust af hugsanlegu banatilræði. EPA/Sarah Yenesel

Íranir hafnar ásökunum bandaríska embættismanna um samsæri til að ráða Trump af dögunum. Ásakanirnar tengjast þó ekki banatilræðinu gegn Trump á kosningafundi í Pennsylvaníu á laugardaginn síðasta. Íranir þvertaka fyrir aðild að því.

Fram kom að lífvarðasveit Bandaríkjaforseta og Donald Trump hefði verið gert kunnugt um samsæri Írana og að lífvarðasveitin hafi í kjölfarið aukið viðbúnað í kringum Trump. Stjórnvöld í Íran hafa í mörg ár hótað hefndum fyrir drápið á Qasem Soleimani, írönskum herforingja, í drónaárás Bandaríkjamanna í Írak árið 2020.

Sendinefnd Írana til Sameinuðu þjóðana birti yfirlýsingu á ríkismiðilinn IRNA þar sem þeir segja ásakanirnar órökstuddar og illgjarnar.

„Trump er glæpamaður sem á að sækja til saka og refsa fyrir dómstóli fyrir að hafa fyrirskipað morðið á Soleimani herforingja,“ segja írönsk yfirvöld. Þau segja þó að þau hafi farið lagalegu leiðina að því.

Soleimani var yffirmaður utanríkisála í byltingarvarðasveit Írans og hafði umsjón með hernaðaraðgerðum Írana í öðrum miðausturlöndum. Hann var drepin í bandarískri drónaárás fyrir utan flugvöllinn í Bagdad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×