Viðskipti innlent

Leggja upp laupana í Lundúnum

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Búllan í Berwickstræti í Soho hverfinu. 
Búllan í Berwickstræti í Soho hverfinu. 

Hamborgarabúllu Tómasar á Berwickstræti í Lundúnum hefur verið lokað. Endurskipulagning er í farvatninu að sögn framkvæmdastjóra.

Sigurður Bjarnason framkvæmdastjóri Hamborgarabúllunnar staðfestir lokunina í samtali við Vísi.

„Leigusamningurinn var að renna út. Við tókum ákvörðun um að halda þessum rekstri ekki áfram,“ segir Sigurður. Spurður hvernig reksturinn hafi gengið á þessum tiltekna stað segir hann:

„Þetta var þannig að við vildum ekki halda áfram á þessum stað. Þetta gekk ekkert sérstaklega vel á þessari staðsetningu. Þannig að við skipuleggjum þetta eitthvað í framhaldinu, en það getur vel verið að við finnum betri staðsetningu í þessu hverfi. Það verður bara að koma í ljós.“

Búllan rekur annan stað í London í Marylebone hverfinu. Þá eru búllur opnar í Kaupmannahöfn og Berlín.


Tengdar fréttir

Tommi boðar heimsyfirráð eða dauða

Tómas Tómasson kenndur við Hamborgarabúlluna er umfjöllunarefni greinarinnar „Maðurinn sem kom hamborgaranum til Íslands“ á vefnum the Culture Trip.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×