Vonar að árásin gegn Trump veki Bandaríkjamenn Jón Þór Stefánsson skrifar 16. júlí 2024 13:59 Halla Tómasdóttir ræddi skotárásina gegn Trump á CNN. Vísir/Vilhelm Halla Tómasdóttir, verðandi forseti Íslands, segir skotárás sem beindist að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hryggja sig. „Ofbeldi á ekki heima í stjórnmálum, eða nokkur staðar. Það mun ekki leysa djúpstæðan ágreining og sundrun sem við sjáum, ekki bara í Bandaríkjunum heldur um allan heim, en hann virðist alvarlegri hér [í Bandaríkjunum],“ sagði Halla í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN, en þar sendi hún jafnframt samúðarkveðjur á fjölskyldu manns sem lést í árásinni. Halla vísaði til orða Ians Bremmer, bandarísks stjórnmálafræðings, og sagði stærstu ógn heims um þessar mundir vera að Bandaríkin væru í stríði við sjálf sig. „Ég vona að þessi harmleikur geti verið viðvörun og vakning til allra Bandaríkjamanna og fái þá til að hugsa um hvernig þeir bregðist við þessu,“ sagði Halla. „Ég vona, ekki bara fyrir hönd Bandaríkjanna heldur fyrir hönd heimsins, að þetta verði augnablik þar sem það rennur upp fyrir okkur að við þurfum að breyta um hugarfar varðandi hvað skipti máli. Líf skiptir máli.“ Halla sagði sundrun vera að eiga sér stað á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Þó væri staðan allt önnur hér á landi en í Bandaríkjunum, en hún nefndi sem dæmi að vopnaburður lögreglu og borgara væri talsvert minni á Íslandi en vestanhafs. Að sögn Höllu þarf að gera umfangsmiklar breytingar á valdakerfi heimsins. Hún sagði að í sinni kosningabaráttu hafi sérstök áhersla verið lögð á að gefa ungu fólki tækifæri, til að mynda á samfélagsmiðlum. „Við lögðum áherslu á jákvæða baráttu. Ég gerði teymi mínu og stuðningsfólki ljóst að ef einhver myndi ekki standa við loforð um jákvæða baráttu: að veita engin neðanbeltishögg, eða vera ofbeldisfull eða hatrömm, þá myndu þau heyra frá mér samstundis. Og þau fóru ekki yfir línuna. Á tímum sem þessum þarf að sýna gott fordæmi.“ Halla Tómasdóttir Bandaríkin Donald Trump Forseti Íslands Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
„Ofbeldi á ekki heima í stjórnmálum, eða nokkur staðar. Það mun ekki leysa djúpstæðan ágreining og sundrun sem við sjáum, ekki bara í Bandaríkjunum heldur um allan heim, en hann virðist alvarlegri hér [í Bandaríkjunum],“ sagði Halla í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni CNN, en þar sendi hún jafnframt samúðarkveðjur á fjölskyldu manns sem lést í árásinni. Halla vísaði til orða Ians Bremmer, bandarísks stjórnmálafræðings, og sagði stærstu ógn heims um þessar mundir vera að Bandaríkin væru í stríði við sjálf sig. „Ég vona að þessi harmleikur geti verið viðvörun og vakning til allra Bandaríkjamanna og fái þá til að hugsa um hvernig þeir bregðist við þessu,“ sagði Halla. „Ég vona, ekki bara fyrir hönd Bandaríkjanna heldur fyrir hönd heimsins, að þetta verði augnablik þar sem það rennur upp fyrir okkur að við þurfum að breyta um hugarfar varðandi hvað skipti máli. Líf skiptir máli.“ Halla sagði sundrun vera að eiga sér stað á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Þó væri staðan allt önnur hér á landi en í Bandaríkjunum, en hún nefndi sem dæmi að vopnaburður lögreglu og borgara væri talsvert minni á Íslandi en vestanhafs. Að sögn Höllu þarf að gera umfangsmiklar breytingar á valdakerfi heimsins. Hún sagði að í sinni kosningabaráttu hafi sérstök áhersla verið lögð á að gefa ungu fólki tækifæri, til að mynda á samfélagsmiðlum. „Við lögðum áherslu á jákvæða baráttu. Ég gerði teymi mínu og stuðningsfólki ljóst að ef einhver myndi ekki standa við loforð um jákvæða baráttu: að veita engin neðanbeltishögg, eða vera ofbeldisfull eða hatrömm, þá myndu þau heyra frá mér samstundis. Og þau fóru ekki yfir línuna. Á tímum sem þessum þarf að sýna gott fordæmi.“
Halla Tómasdóttir Bandaríkin Donald Trump Forseti Íslands Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira