Fasískir tilburðir í fagnaðarlátum spænska landsliðsins í Madríd Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júlí 2024 13:45 Alvaro Morata fagnaði með látum í Madríd í gær. Gonzalo Arroyo Moreno/Getty Images Rodri og Alvara Morata leiddu níðsöngva um sjálfstjórnarríkið sunnan Spánar, Gíbraltar, þegar spænska landsliðið fagnaði Evrópumeistaratitlinum í höfuðborginni Madríd í gær. Forsætisráðherra Gíbraltar segir svívirðilegt að blanda fótboltafögnuði saman við fasistapólitík. Gíbraltar er sjálfsstjórnarríki innan breska konungsríkisins, rétt sunnan Spánar og var áður innan landamæra spænska ríkisins en hefur verið hluti af Bretlandi síðan 1703. Spánn hefur lengi viljað endurheimta Gíbraltar og gert fjölda tilrauna til. Íbúar Gíbraltar hafa tvisvar gengið til atkvæðagreiðslu og hafnað því að verða hluti af Spáni. Viðræður voru milli Spánar og Bretlands um sameiginlega stjórn yfir Gíbraltar en íbúar greiddu einnig atkvæði gegn því og Bretland ákvað að stöðva viðræður í kjölfarið. Ríkisstjórn Gíbraltar hefur fundað með ríkisstjórn Spánar um önnur mál en lýst því yfir að allar hugmyndir um að verða hluti af spænska konungsríkinu séu algjörlega úr myndinni. Eðlilega var það því umdeild ákvörðun að syngja lag sem segir „Gíbraltar er Spánn“ og var samið þegar Spánn var undir stjórn einræðisherrans Francisco Franco. Myndskeið af söngnum má sjá hér fyrir neðan. Besti leikmaður EM, Rodri, hóf sönginn og fyrirliðinn Alvaro Morata fylgdi honum síðan eftir. rodri cantando "GIBRALTAR ES ESPAÑOL" cuando él juega en inglaterra por favor a este lo deportan #EuroRTVE pic.twitter.com/0T11FdOJCw— bambino 🇪🇸 (@_bambinx_) July 15, 2024 When 2 Madrid-born players urge the crowd to sing political statement “Gibraltar is Spanish” this isn’t football, celebration or the signs of a New Spain. As role-models it sends a clear message to young people that old Franco-style views that ignore our rights as a 🇬🇮people are… https://t.co/CNXJj7cu8n pic.twitter.com/dyEYMmsiQB— Keith Azopardi (@keith_azopardi) July 16, 2024 UEFA barst kvörtun vegna málsins frá gíbralska knattspyrnusambandinu þar sem sagði að leikmenn Spánar hefðu leitt „níðsöngva gerða til þess að ögra og vanvirða“. Fabian Picardo, forsætisráðherra Gíbraltar, tjáði sig um málið á Twitter (X). Þar segir hann svívirðilegt að blanda saman fótboltafögnuði og fasistalegum tilburðum sem þekktust undir stjórn einvaldsins Franco. Málinu verði fylgt eftir og ríkisstjórnin muni veita knattspyrnusambandinu fullan stuðning. „Steinninn [Gíbraltarhöfði] er OKKAR!“ skrifaði hann að lokum. Mixing a sporting victory and the chant that glorifies the dictatorial politics of a mass murderer like Franco and his fascist regime's attempt to usurp a neighbouring territory, that is also a UEFA nation, is worse than disgusting. It sullies the sport of football and the win… pic.twitter.com/xrnFCqWZ26— Fabian Picardo (@FabianPicardo) July 16, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Sjá meira
Gíbraltar er sjálfsstjórnarríki innan breska konungsríkisins, rétt sunnan Spánar og var áður innan landamæra spænska ríkisins en hefur verið hluti af Bretlandi síðan 1703. Spánn hefur lengi viljað endurheimta Gíbraltar og gert fjölda tilrauna til. Íbúar Gíbraltar hafa tvisvar gengið til atkvæðagreiðslu og hafnað því að verða hluti af Spáni. Viðræður voru milli Spánar og Bretlands um sameiginlega stjórn yfir Gíbraltar en íbúar greiddu einnig atkvæði gegn því og Bretland ákvað að stöðva viðræður í kjölfarið. Ríkisstjórn Gíbraltar hefur fundað með ríkisstjórn Spánar um önnur mál en lýst því yfir að allar hugmyndir um að verða hluti af spænska konungsríkinu séu algjörlega úr myndinni. Eðlilega var það því umdeild ákvörðun að syngja lag sem segir „Gíbraltar er Spánn“ og var samið þegar Spánn var undir stjórn einræðisherrans Francisco Franco. Myndskeið af söngnum má sjá hér fyrir neðan. Besti leikmaður EM, Rodri, hóf sönginn og fyrirliðinn Alvaro Morata fylgdi honum síðan eftir. rodri cantando "GIBRALTAR ES ESPAÑOL" cuando él juega en inglaterra por favor a este lo deportan #EuroRTVE pic.twitter.com/0T11FdOJCw— bambino 🇪🇸 (@_bambinx_) July 15, 2024 When 2 Madrid-born players urge the crowd to sing political statement “Gibraltar is Spanish” this isn’t football, celebration or the signs of a New Spain. As role-models it sends a clear message to young people that old Franco-style views that ignore our rights as a 🇬🇮people are… https://t.co/CNXJj7cu8n pic.twitter.com/dyEYMmsiQB— Keith Azopardi (@keith_azopardi) July 16, 2024 UEFA barst kvörtun vegna málsins frá gíbralska knattspyrnusambandinu þar sem sagði að leikmenn Spánar hefðu leitt „níðsöngva gerða til þess að ögra og vanvirða“. Fabian Picardo, forsætisráðherra Gíbraltar, tjáði sig um málið á Twitter (X). Þar segir hann svívirðilegt að blanda saman fótboltafögnuði og fasistalegum tilburðum sem þekktust undir stjórn einvaldsins Franco. Málinu verði fylgt eftir og ríkisstjórnin muni veita knattspyrnusambandinu fullan stuðning. „Steinninn [Gíbraltarhöfði] er OKKAR!“ skrifaði hann að lokum. Mixing a sporting victory and the chant that glorifies the dictatorial politics of a mass murderer like Franco and his fascist regime's attempt to usurp a neighbouring territory, that is also a UEFA nation, is worse than disgusting. It sullies the sport of football and the win… pic.twitter.com/xrnFCqWZ26— Fabian Picardo (@FabianPicardo) July 16, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Sjá meira