Lífið

Stjörnulífið: Heimir Hall­gríms ást­fanginn í Suður Frakk­landi

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Það var líf og fjör hjá stjörnum landsins í síðastliðinni viku.
Það var líf og fjör hjá stjörnum landsins í síðastliðinni viku.

Íslensku stjörnurnar halda áfram að njóta sumarsins hvort sem það er erlendis, úti á landi eða gulri viðvörun á höfuðborgarsvæðinu. Fjallahlaup, útihátíðir og ástin einkenndi síðastliðna viku.

Ástfangin í Frakklandi!

Fasteignasalinn Heimir Hallgrímsson og kærastan hans Dagmar Silja Kristjönu Svavarsdóttur njóta sólarinnar í fríi í Suður Frakklandi.

Fögnuðu ástinni

Körfuboltakappinn Kristó­fer Acox og kærastan hans Guðrún Elísa­bet Björg­vins­dótt­ir fótboltakona fögnuðu ást­inni í brúðkaupi um helgina.

Laugavegur Ultra 2024

Hlaupadrottningarnar Rakel María Hjaltadóttir og Mari Järsk tóku þátt í Lauga­vegs­hlaup­inu um helg­ina.

Viðskiptatjórinn Birna María Másdóttir, þekkt sem MC Bibba, náði markmiði sínu í hlaupinu.

Ferðalög og fjölskylda

Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin birti skemmtilega myndaseríu. Hann kom fram á Kótelettunni um helgina og naut svo lífsins með fjölskyldunni á Hótel Geysi. 

Sami kjóll á Spáni og á Seyðisfirði

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra birti mynd af sér í glæsilegum kjól frá sólríku ferðalagi á Spáni.

„Í þessari júlíhaustlægð týnist maður í gömlum myndum af sól og sama kjólnum,“ skrifar Áslaug við myndina og lætur sig dreyma.

Glæsileg í Vestmannaeyjum

Fann­ey Ingvars­dótt­ir markaðsfull­trúi Bi­oef­fect klæddi sig upp í íslenska hönnun Yeoman og fagnaði ástinni í brúðkaupi í Vestmannaeyjum um helgina.

Rjómablíða á norðurlandi

Birgitta Líf Björnsdóttir, áhrifavaldur og markaðstjóri World Class, fann sumarið fyrir norðan. Birgitta skellti sér í Skógarböðin ásamt syni sínu Birni Boða.

Kótilettan á Selfossi

Poppstjarnan Páll Óskar Hjálmtýsson tróð upp á Kótilettunni á Selfossi um helgina. 

Tónlistarkonan Birgitta Haukdal lét sig ekki vanta og kom fram ásamt hljómsvetinni Írafár.

Búbblur í Básum

Ebba Katrín Finnsdóttir leikkona skálaði í kampavín eftir krefjandi fjallgöngu með góðum vinum.

Sérsaumaður kjóll fyrir Símamótið

Poppstjarnan Sigga Ózk kom fram á Símamótinu um helgina. Hún mætti í sérsaumuðum kjól sem var merktur með öllum liðum mótsins sem vakti mikla lukku meðal þáttakenda.

Fjölskydan fagnaði ástinni í þýsku brúðkaupi

Katrín Edda Þorteinsdóttir, verkfræðingur og áhrifavaldur, fagnaði ástinni í brúðkaupi í Þýskalandi.

Nýr áhrifavalda ís

Áhrifavaldarnir Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir fögnuðu nýjum ís sem kom á markað í vikunni.


Tengdar fréttir

Stjörnulífið: Dauð mús og djamm í Mykonos

Síðastliðin vika var viðburðarík að vanda en veðrið stendur sannarlega upp úr hjá samfélagsmiðlastjörnunum, hvort sem það hafi verið í bongó blíðu á höfuðborgarsvæðinu, í kulda fyrir norðan eða í suðrænni sól. 

Stjörnubrúðkaup á Siglufirði: „Partý sem fór hálfpartinn úr böndunum“

Snorri Másson fjölmiðlamaður og Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play giftu sig við hátíðlega athöfn á Siglufirði liðna helgi þar sem þjóðlegt þema einkenndi herlegheitin í ljósi áttatíu ára lýðveldisafmælisins. Um hundrað og fimmtíu gestir mættu í gleðskapinn. Lúðrasveit, skrúðganga og íslenski fáninn settu sterkan svip á daginn.

Stjörnulífið: Afmæli í sitthvoru lagi, 17. júní og brúðkaupsveislur

Liðin vika var með eindæmum hátíðleg. Þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga, brúðkaup og útskriftir í blíðskaparveðri báru þar hæst. Myndir frá ferðalögum eru einnig áberandi þar sem Íslendingar virðast æstir í sleikja sólina hér á landi sem og erlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×