Fótbolti

Sjáðu mörkin sem tryggðu Spán­verjum sinn fjórða Evrópu­meistara­titil

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Nico Williams og Mikel Oyarzabal sáu um markaskorun Spánverja.
Nico Williams og Mikel Oyarzabal sáu um markaskorun Spánverja. ANP via Getty Images

Spánverjar tryggðu sér í kvöld sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum.

Spænska liðið var sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins og Nico Williams braut ísinn fyrir Spánverja strax á fyrstu mínútum síðari hálfleiks eftir góðan undirbúning Lamine Yamal.

Enska liðið lagði þó ekki árar í bát og varamaðurinn Cole Plamer jafnaði metin fyrir Englendinga með hnitmiðuðu skoti á 73. mínútu, rétt rúmum tveimur mínútum eftir að hafa komið inn af bekknum.

Það voru þó Spánverjar sem átti síðasta orðið. Varamaðurinn Mikel Oyarzabal reyndist hetja liðsins þegar hann kom boltanum út á Marc Cucurella sem setti boltann í fyrsta inn á teig þar sem Oyarzabal var mættur og kláraði vel framhjá Jordan Pickford í markinu.

Niðurstaðan því 2-1 sigur Spánverja og fjórði Evrópumeistaratitill karlaliðsins kominn í hús.


Tengdar fréttir

Spánverjar Evrópumeistarar í fjórða sinn

Spánverjar tryggðu sér sinn fjórða Evrópumeistaratitil er liðið vann dramatískan 2-1 sigur gegn Englendingum í úrslitaleik EM á Ólympíuleikvanginum í Berlín í kvöld. Það var varamaðurinn Mikel Oyarzabal sem reyndist hetja Spánverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×