Fræðir áhugasama um mannát Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. júlí 2024 11:00 Dagrún segir að í raun sé hægt að nálgast mannát út frá mjög mörgum vinklum, eins og siðfræði, mannfræði, trúarbrögðum og sagnfræði. Olga Björt Þórðardóttir „Það virðist vera algengt að það sem vekur hjá okkur óhug er á sama tíma eitthvað svo spennandi,“ segir Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur. Í október næstkomandi mun hún leiða námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands og viðfangsefnið er vægast sagt óvenjulegt: mannát. „Mannát er fyrirbæri sem vekur með okkur flestum óhug, það er tabú. Á sama tíma virðist það einnig vekja með okkur forvitni,“segir meðal annars á vefsíðu námskeiðsins en sérstaklega er tekið fram að ekki sé um matreiðslunámskeið að ræða. „Það er eins með mannát og svo margt annað sem er óhugnanlegt. Það sem hræðir okkur heillar okkur á sama tíma. Við sjáum þetta til dæmis í þessum brjálæðislegu vinsældum á glæpasögum og öllum þessum „true crime“ hlaðvörpum og sömuleiðis hryllingsmyndum,“ segir Dagrún. Mannát kom við sögu í íslensku útgáfunni af Öskubusku Eins og Dagrún bendir á hefur mannát og mannakjöt verið vinsælt umfjöllunarefni í dægurmenningu samtímans og hefur birst í skáldsögum, ljóðabókum, leikhúsi, ótal sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Fræg er til að mynda kvikmyndin Lömbin þagna (Silence of the lambs) og þá má einnig nefna sjónvarpsþættina Santa Clarita Diet sem notið hafa mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. En mannát kemur einnig við sögu í ófáum goðsögum, þjóðsögum og ævintýrum, eins og Hans og Grétu og sögunni um Jóa og baunagrasið. Þegar kemur að þjóðsögum er sagan um raðmorðingjann Axlarbjörn eitt dæmi; þegar mamma Axlar-Bjarnar gengur með hann fær hún „craving“ í mannablóð, sem sýnir að hann er illmenni alveg frá upphafi. Í eldri gerðum af sögunni um Rauðhettu gerir úlfurinn pylsur úr ömmunni og gefur Rauðhettu sem borðar ömmu sína með bestu lyst. Dagrún nefnir einnig sem dæmi íslensku útgáfuna af Öskubusku, sem er vægast ógeðfelld og töluvert ólík útgáfunni sem flestir þekkja. „Þar er aðalsöguhetjan ekki kölluð Öskubuska heldur Mjaðveig Mánadóttir. Prinsinn í sögunni kemur með skipi erlendis frá, enda var ekkert konungsríki á Íslandi. Sagan endar á því að stjúpsystur Mjaðveigar eru drepnar og saltaðar í tunnur. Stjúpmóðirin étur þær og breytist síðan í ægilega tröllskessu. Þetta eru svona myrku hliðar ævintýranna sem hafa verið gerðar barnvænni í gegnum árin, enda voru ævintýrin ekkert sérstaklega hugsuð fyrir börn hér áður fyrr, heldur líka fyrir fullorðna.“ Margir sögðust vilja smakka mannakjöt Dagrún er með doktorspróf í þjóðfræði og hefur m.a. rannsakað mannát með sérstakri áherslu á birtingarmynd þess í íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. BA ritgerð hennar í þjóðfræði á sínum tíma fjallaði til að mynda um mannát í íslenskum sögnum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjóðsögum; sögum sem við segjum, af hverju við segjum þessar sögur og hvaða merkingu þær hafa. Svo hef ég líka alltaf haft áhuga á því sem er svolítið óhugnanlegt og ógeðslegt, svo ég játi það nú bara. Og þegar kom að því að velja viðfangsefni fyrir lokaritgerðina þá datt mér í hug að skoða þetta fyrirbæri, mannát og ég byrjaði á að rannsaka það í þjóðsögunum. Þegar maður er í svona ritgerðarskrifum þá er auðvitað auðvelt að verða frekar heltekinn af viðfangsefninu. Ég ræddi við ófáa á meðan ég var að skrifa ritgerðina og spurði fólk hvað það myndi gera ef það fengi tækifæri til að borða mannakjöt, það er að segja borða einhvern sem hefði sjálfviljugur boðið sig fram til átu. Flest allir svöruðu játandi. Af því að okkur finnst þetta líka forvitnilegt; hvernig smakkast manneskja? En lögum samkvæmt er auðvitað bannað að borða mannakjöt jafnvel þó svo að viðkomandi hafi gefið samþykki sitt, og ég er að sjálfsögðu ekki að hvetja neinn til að leggja sér það til munns, bara svo það á hreinu! “ segir Dagrún hlæjandi. Mannát notað til að skrímslavæða Á Íslandi er mannát algengast í tröllasögum og útileigumannasögnum að sögn Dagrúnar. „Í þjóðsagnaheiminum eru þetta ekkert endilega óskyld fyrirbæri, útilegumenn og tröll sem búa þarna einhvers staðar í óbyggðum og eru hættuleg fólki og eiga það til að ræna saklausum bændum og hakka í kássur. Það var margt áhugavert sem kom í ljós þegar ég skoðaði þetta nánar. Svo er það þannig að þegar maður er að vinna með þjóðsögurnar þá þarf maður alltaf að setja efnið í samfélagslegt samhengi. Við vitum það auðvitað að mannát hefur átt sér stað í raunveruleikanum. þó svo að það sé umdeilt hvort það hafi í raun og veru verið jafn útbreitt og sumir meina. Það kemur í ljós bæði í þjóðsögunum og í raunveruleikanum að mannát er mjög oft notað til þess að skrímslavæða tiltekna hópa; gera þá villimannslega og undirstrika illsku þeirra. Það er notað til að greina þá sem það stunda frá siðmenningunni. Þetta hefur verið sett í samhengi við það þegar landkönnuðir og nýlenduherrar taka yfir einhver ákveðin svæði og útrýma þeim sem þar eru fyrir, undir því yfirskini að þar sé um að ræða einhverjar mannætur sem séu stórhættulegar öðrum. Þetta er það sama og við sjáum í þjóðsögunum, þar sem verið er skrímslavæða útilegumenn, sem voru líka raunveruleg fyrirbæri. “ Dagrún bendir einnig á að matur er oft notaður til að framandgera ákveðna hópa. „Af því að matur er svo miðlægur í menningunni okkar. Við flokkum oft fólk og hópa eftir hvað þeir borða. Einhver sem borðar eitthvað annað en við, eins og mannakjöt, það er ákveðið tabú og á sama tíma þykir okkur það merkilegt og forvitnilegt.“ Birtist í mörgum myndum Dagrún segir að í raun sé hægt að nálgast mannát út frá mjög mörgum vinklum, eins og siðfræði, mannfræði, trúarbrögðum og sagnfræði. „Mannfræðingar sem hafa rannsakað mannát hafa skipt þessu upp í hópa eftir því hver er borðaður og í hvaða tilgangi. Hvort þú ert að borða ættingja eða vini eða óvini og hvort það er af neyð eða öðru, til dæmis göldrum. Það hefur til dæmis oft verið talað um að ef maður borði dýr þá auðnist maður eiginleika þeirra, og þá er líka talað um að ef þú borðar óvini þína þá munir þú öðlast eiginleika sem þeir höfðu, eins og styrk eða visku. Það er hægt að ræða um mannát út frá allskonar ólíkum hliðum. Það hefur til dæmis verið rætt um mannát í tengslum við umhverfismál, hvort það væri ekki frekar umhverfisvænt ef við myndum borða fólk! “ Hún bendir jafnframt á að táknmyndir mannáts séu víða í kringum okkur. „Til dæmis þegar við fermust; þá borðum við „líkama“ Krists og drekkum „blóðið“ hans.“ Líkt og fyrr segir mun námskeiðið Mannát og menning vera haldið næstkomandi haust á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Um er að ræða tvær kvöldstundir, 29. október og 5. nóvember. Fram kemur á vefsíðu námskeiðsins að efnið verði matreitt á lifandi og skemmtilegan hátt, þar sem nemendur taka virkan þátt í umræðum í námskeiðinu. Gerð verður grein fyrir flokkun fræðifólks á mannáti sem byggir yfirleitt á því hver er étinn og af hverju. Sjónum verður einnig beint að því hvernig mannát hefur verið notað sem valdatæki og til að undirstrika illsku og ómennsku tiltekinna hópa í samfélaginu, bæði í fortíðinni og samtímanum. Fjallað verður um mannát í raunveruleikanum, flokkun þess og kenningar sem því tengjast og þá verður fjallað um birtingarmyndir mannáts í goðsögum, sögnum, ævintýrum, flökkusögum í samtímanum og afþreyingarefni, bæði hérlendis og erlendis. Þá kemur fram að námskeiðið henti vel öllum þeim sem hafa áhuga á sögu og menningu, hegðun fólks, bókmenntum og þjóðfræði. Einnig þeim sem hafa sérstakan áhuga á því sem er svolítið óhugnanlegt og ógeðslegt. „Svo ætlum við líka að ræða mannát í samtímanum og dægurmenningu, út frá öllum þessum ólíku vinklum. Markmiðið er að ná breitt utan um þetta fyrirbæri út frá ólíkum sjónarhornum, og ég held að það verði mjög lifandi og skemmtilegar umræður sem munu skapast,“ segir Dagrún að lokum. Menning Háskólar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
„Mannát er fyrirbæri sem vekur með okkur flestum óhug, það er tabú. Á sama tíma virðist það einnig vekja með okkur forvitni,“segir meðal annars á vefsíðu námskeiðsins en sérstaklega er tekið fram að ekki sé um matreiðslunámskeið að ræða. „Það er eins með mannát og svo margt annað sem er óhugnanlegt. Það sem hræðir okkur heillar okkur á sama tíma. Við sjáum þetta til dæmis í þessum brjálæðislegu vinsældum á glæpasögum og öllum þessum „true crime“ hlaðvörpum og sömuleiðis hryllingsmyndum,“ segir Dagrún. Mannát kom við sögu í íslensku útgáfunni af Öskubusku Eins og Dagrún bendir á hefur mannát og mannakjöt verið vinsælt umfjöllunarefni í dægurmenningu samtímans og hefur birst í skáldsögum, ljóðabókum, leikhúsi, ótal sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Fræg er til að mynda kvikmyndin Lömbin þagna (Silence of the lambs) og þá má einnig nefna sjónvarpsþættina Santa Clarita Diet sem notið hafa mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. En mannát kemur einnig við sögu í ófáum goðsögum, þjóðsögum og ævintýrum, eins og Hans og Grétu og sögunni um Jóa og baunagrasið. Þegar kemur að þjóðsögum er sagan um raðmorðingjann Axlarbjörn eitt dæmi; þegar mamma Axlar-Bjarnar gengur með hann fær hún „craving“ í mannablóð, sem sýnir að hann er illmenni alveg frá upphafi. Í eldri gerðum af sögunni um Rauðhettu gerir úlfurinn pylsur úr ömmunni og gefur Rauðhettu sem borðar ömmu sína með bestu lyst. Dagrún nefnir einnig sem dæmi íslensku útgáfuna af Öskubusku, sem er vægast ógeðfelld og töluvert ólík útgáfunni sem flestir þekkja. „Þar er aðalsöguhetjan ekki kölluð Öskubuska heldur Mjaðveig Mánadóttir. Prinsinn í sögunni kemur með skipi erlendis frá, enda var ekkert konungsríki á Íslandi. Sagan endar á því að stjúpsystur Mjaðveigar eru drepnar og saltaðar í tunnur. Stjúpmóðirin étur þær og breytist síðan í ægilega tröllskessu. Þetta eru svona myrku hliðar ævintýranna sem hafa verið gerðar barnvænni í gegnum árin, enda voru ævintýrin ekkert sérstaklega hugsuð fyrir börn hér áður fyrr, heldur líka fyrir fullorðna.“ Margir sögðust vilja smakka mannakjöt Dagrún er með doktorspróf í þjóðfræði og hefur m.a. rannsakað mannát með sérstakri áherslu á birtingarmynd þess í íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. BA ritgerð hennar í þjóðfræði á sínum tíma fjallaði til að mynda um mannát í íslenskum sögnum. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þjóðsögum; sögum sem við segjum, af hverju við segjum þessar sögur og hvaða merkingu þær hafa. Svo hef ég líka alltaf haft áhuga á því sem er svolítið óhugnanlegt og ógeðslegt, svo ég játi það nú bara. Og þegar kom að því að velja viðfangsefni fyrir lokaritgerðina þá datt mér í hug að skoða þetta fyrirbæri, mannát og ég byrjaði á að rannsaka það í þjóðsögunum. Þegar maður er í svona ritgerðarskrifum þá er auðvitað auðvelt að verða frekar heltekinn af viðfangsefninu. Ég ræddi við ófáa á meðan ég var að skrifa ritgerðina og spurði fólk hvað það myndi gera ef það fengi tækifæri til að borða mannakjöt, það er að segja borða einhvern sem hefði sjálfviljugur boðið sig fram til átu. Flest allir svöruðu játandi. Af því að okkur finnst þetta líka forvitnilegt; hvernig smakkast manneskja? En lögum samkvæmt er auðvitað bannað að borða mannakjöt jafnvel þó svo að viðkomandi hafi gefið samþykki sitt, og ég er að sjálfsögðu ekki að hvetja neinn til að leggja sér það til munns, bara svo það á hreinu! “ segir Dagrún hlæjandi. Mannát notað til að skrímslavæða Á Íslandi er mannát algengast í tröllasögum og útileigumannasögnum að sögn Dagrúnar. „Í þjóðsagnaheiminum eru þetta ekkert endilega óskyld fyrirbæri, útilegumenn og tröll sem búa þarna einhvers staðar í óbyggðum og eru hættuleg fólki og eiga það til að ræna saklausum bændum og hakka í kássur. Það var margt áhugavert sem kom í ljós þegar ég skoðaði þetta nánar. Svo er það þannig að þegar maður er að vinna með þjóðsögurnar þá þarf maður alltaf að setja efnið í samfélagslegt samhengi. Við vitum það auðvitað að mannát hefur átt sér stað í raunveruleikanum. þó svo að það sé umdeilt hvort það hafi í raun og veru verið jafn útbreitt og sumir meina. Það kemur í ljós bæði í þjóðsögunum og í raunveruleikanum að mannát er mjög oft notað til þess að skrímslavæða tiltekna hópa; gera þá villimannslega og undirstrika illsku þeirra. Það er notað til að greina þá sem það stunda frá siðmenningunni. Þetta hefur verið sett í samhengi við það þegar landkönnuðir og nýlenduherrar taka yfir einhver ákveðin svæði og útrýma þeim sem þar eru fyrir, undir því yfirskini að þar sé um að ræða einhverjar mannætur sem séu stórhættulegar öðrum. Þetta er það sama og við sjáum í þjóðsögunum, þar sem verið er skrímslavæða útilegumenn, sem voru líka raunveruleg fyrirbæri. “ Dagrún bendir einnig á að matur er oft notaður til að framandgera ákveðna hópa. „Af því að matur er svo miðlægur í menningunni okkar. Við flokkum oft fólk og hópa eftir hvað þeir borða. Einhver sem borðar eitthvað annað en við, eins og mannakjöt, það er ákveðið tabú og á sama tíma þykir okkur það merkilegt og forvitnilegt.“ Birtist í mörgum myndum Dagrún segir að í raun sé hægt að nálgast mannát út frá mjög mörgum vinklum, eins og siðfræði, mannfræði, trúarbrögðum og sagnfræði. „Mannfræðingar sem hafa rannsakað mannát hafa skipt þessu upp í hópa eftir því hver er borðaður og í hvaða tilgangi. Hvort þú ert að borða ættingja eða vini eða óvini og hvort það er af neyð eða öðru, til dæmis göldrum. Það hefur til dæmis oft verið talað um að ef maður borði dýr þá auðnist maður eiginleika þeirra, og þá er líka talað um að ef þú borðar óvini þína þá munir þú öðlast eiginleika sem þeir höfðu, eins og styrk eða visku. Það er hægt að ræða um mannát út frá allskonar ólíkum hliðum. Það hefur til dæmis verið rætt um mannát í tengslum við umhverfismál, hvort það væri ekki frekar umhverfisvænt ef við myndum borða fólk! “ Hún bendir jafnframt á að táknmyndir mannáts séu víða í kringum okkur. „Til dæmis þegar við fermust; þá borðum við „líkama“ Krists og drekkum „blóðið“ hans.“ Líkt og fyrr segir mun námskeiðið Mannát og menning vera haldið næstkomandi haust á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. Um er að ræða tvær kvöldstundir, 29. október og 5. nóvember. Fram kemur á vefsíðu námskeiðsins að efnið verði matreitt á lifandi og skemmtilegan hátt, þar sem nemendur taka virkan þátt í umræðum í námskeiðinu. Gerð verður grein fyrir flokkun fræðifólks á mannáti sem byggir yfirleitt á því hver er étinn og af hverju. Sjónum verður einnig beint að því hvernig mannát hefur verið notað sem valdatæki og til að undirstrika illsku og ómennsku tiltekinna hópa í samfélaginu, bæði í fortíðinni og samtímanum. Fjallað verður um mannát í raunveruleikanum, flokkun þess og kenningar sem því tengjast og þá verður fjallað um birtingarmyndir mannáts í goðsögum, sögnum, ævintýrum, flökkusögum í samtímanum og afþreyingarefni, bæði hérlendis og erlendis. Þá kemur fram að námskeiðið henti vel öllum þeim sem hafa áhuga á sögu og menningu, hegðun fólks, bókmenntum og þjóðfræði. Einnig þeim sem hafa sérstakan áhuga á því sem er svolítið óhugnanlegt og ógeðslegt. „Svo ætlum við líka að ræða mannát í samtímanum og dægurmenningu, út frá öllum þessum ólíku vinklum. Markmiðið er að ná breitt utan um þetta fyrirbæri út frá ólíkum sjónarhornum, og ég held að það verði mjög lifandi og skemmtilegar umræður sem munu skapast,“ segir Dagrún að lokum.
Menning Háskólar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira