Fótbolti

Brasilísk goð­sögn flutt á sjúkra­hús eftir bíl­slys

Smári Jökull Jónsson skrifar
Dunga fagnar heimsmeistaratitlinum sem Brasilía vann á HM í Bandaríkjunum árið 1994. Hann var þá fyrirliði liðsins.
Dunga fagnar heimsmeistaratitlinum sem Brasilía vann á HM í Bandaríkjunum árið 1994. Hann var þá fyrirliði liðsins. Vísir/Getty

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Dunga var fluttur á sjúkrahús fyrr í dag eftir að hafa velt bíl sínum. Dunga vann gullverðlaun sem fyrirliði Brasilíu á heimsmeistaramótinu árið 1994.

Slysið varð um hádegisbil í dag að brasilískum tíma fyrir utan stórborgina Curitiba í Brasilíu. 

Eiginkona Dunga var með honum í bílnum en samkvæmt fréttum hlutu þau bæði minniháttar meiðsl en voru flutt á sjúkrahús. Á myndum frá slysstað sést illa farinn bíllinn sem liggur á hvolfi á veginum. 

Bíll Dunga er illa farinn eftir slysið.Policia Rodoviaria Federal

Dunga er 60 ára gamall en hann spilaði á þremur heimsmeistaramótum fyrir brasilíska landsliðsins og var fyrirliði þegar Brasilía varð heimsmeistari árið 1994. Eftir að hann hætti að spila gerðist hann knattspyrnustjóri og hefur stýrt brasilíska landsliðinu í tvígang, fyrst frá 2006-2010 og aftur frá 2014-2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×