Freista þess að spá um sólstorma með loftbelgnum yfir Íslandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 12:06 Stjörnu-Sævar fór yfir spennandi rannsóknarverkefni sem má sjá á sveimi yfir Íslandi í formi loftbelgs. Vísir/Samsett Loftbelgurinn sem sást á sveimi yfir Austurlandi í gær er á vegum samstarfsverkefnis bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA og hinnar þýsku Max Planck-stofnunar. Sævar Helgi Bragason, eða Stjörnu-Sævar eins og hann er iðulega kallaður, segir belginn vera tilraun til að skilja betur hvernig sólin okkar virkar og hvernig hægt sé að spá fyrir um svokallaða sólstorma. Eitthvað sem gæti verið gífurlega dýrmætt. Stjörnu-Sævar upplýsti fréttamann aðeins um eðli verkefnisins vegna þess að lýsingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar voru eins og gefur að skilja á útlensku og þar að auki á flóknu vísindamáli. Freista þess að gera geimveðurspár Sævar segir að hangandi í loftbelgnum hangi sólarsjónauki. „Hann er sendur svona hátt upp í heiðhvolfið af því að þá er hann kominn yfir ósónlagið því þá á hann að nema útfjólubláa ljós sem ósónlagið myndi annars gleypa. Þetta útfjólubláa ljós berst frá brjálæðislega heitu gasi úr sólinni sem er fast í segulsviði sólarinnar. Með því að rannsaka þetta allt saman þá lærum við meira um geimveður. Hvernig það virkar, og erum að reyna að læra það betur hvernig við getum gert geimveðurspár,“ segir Sævar. Blaðamaður hnýtur þá um orðið geimveður og biður Sævar um hæl um að útleggja það á leikmannamáli. „Geimveður er það þegar sólin sendir frá sér sólvind. Þegar sólvindurinn skellur á jörðinni verður stundum stormasamt í geimnum í kringum okkur. Sú birtingarmynd sem flestir kannast við eru norðurljós en í sólvindinum er líka segulsvið og það víxlverkar á okkar eigið segulsvið. Það getur spanað upp strauma í iðrum jarðar sem getur leitt til rafmagnsleysis og getur slegið út gervitungl og truflað fjarskipti og svo framvegis,“ segir hann þá til útskýringar. „Þannig það er rosalega dýrmætt fyrir okkur að skilja það betur. Þetta er bara einn liður í því að skilja sólina okkar betur,“ bætir hann við. Annar loftbelgur á leiðinni Þá snýr Stjörnu-Sævar sér að því að útskýra það hvers vegna slíkar rannsóknir krefjist loftbelgs en ekki einhvers annars búnaðar. „Það er best að gera þetta auðvitað úr geimnum en það er miklu miklu dýrara. Með því að senda loftbelg upp í loft er hægt að afla gagna yfir langt tímabil, sérstaklega yfir norðurskautinu þar sem sólin sést allan sólarhringinn. Belgurinn þenst brjálæðislega mikið út þegar hann er kominn svona hátt þannig hann verður svipað stór eins og fótboltavöllur og svo hangir sjónaukinn niður úr honum,“ segir Stjörnu-Sævar. Þá segir Stjörnu-Sævar að loftbelgurinn eigi eftir að lenda í Kanada eftir nokkra daga og að þá verði gögnin sótt. Vonandi komi flott og mikilvægt rannsóknarverkefni úr þeim. Hann bendir einnig á að enn annar loftbelgur sé að fara á loft sem gæti svifið yfir Ísland á næstu dögum. Þar sem heiðríkja er má kannski sjá hann á sveimi. Vísindi Geimurinn Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Stjörnu-Sævar upplýsti fréttamann aðeins um eðli verkefnisins vegna þess að lýsingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar voru eins og gefur að skilja á útlensku og þar að auki á flóknu vísindamáli. Freista þess að gera geimveðurspár Sævar segir að hangandi í loftbelgnum hangi sólarsjónauki. „Hann er sendur svona hátt upp í heiðhvolfið af því að þá er hann kominn yfir ósónlagið því þá á hann að nema útfjólubláa ljós sem ósónlagið myndi annars gleypa. Þetta útfjólubláa ljós berst frá brjálæðislega heitu gasi úr sólinni sem er fast í segulsviði sólarinnar. Með því að rannsaka þetta allt saman þá lærum við meira um geimveður. Hvernig það virkar, og erum að reyna að læra það betur hvernig við getum gert geimveðurspár,“ segir Sævar. Blaðamaður hnýtur þá um orðið geimveður og biður Sævar um hæl um að útleggja það á leikmannamáli. „Geimveður er það þegar sólin sendir frá sér sólvind. Þegar sólvindurinn skellur á jörðinni verður stundum stormasamt í geimnum í kringum okkur. Sú birtingarmynd sem flestir kannast við eru norðurljós en í sólvindinum er líka segulsvið og það víxlverkar á okkar eigið segulsvið. Það getur spanað upp strauma í iðrum jarðar sem getur leitt til rafmagnsleysis og getur slegið út gervitungl og truflað fjarskipti og svo framvegis,“ segir hann þá til útskýringar. „Þannig það er rosalega dýrmætt fyrir okkur að skilja það betur. Þetta er bara einn liður í því að skilja sólina okkar betur,“ bætir hann við. Annar loftbelgur á leiðinni Þá snýr Stjörnu-Sævar sér að því að útskýra það hvers vegna slíkar rannsóknir krefjist loftbelgs en ekki einhvers annars búnaðar. „Það er best að gera þetta auðvitað úr geimnum en það er miklu miklu dýrara. Með því að senda loftbelg upp í loft er hægt að afla gagna yfir langt tímabil, sérstaklega yfir norðurskautinu þar sem sólin sést allan sólarhringinn. Belgurinn þenst brjálæðislega mikið út þegar hann er kominn svona hátt þannig hann verður svipað stór eins og fótboltavöllur og svo hangir sjónaukinn niður úr honum,“ segir Stjörnu-Sævar. Þá segir Stjörnu-Sævar að loftbelgurinn eigi eftir að lenda í Kanada eftir nokkra daga og að þá verði gögnin sótt. Vonandi komi flott og mikilvægt rannsóknarverkefni úr þeim. Hann bendir einnig á að enn annar loftbelgur sé að fara á loft sem gæti svifið yfir Ísland á næstu dögum. Þar sem heiðríkja er má kannski sjá hann á sveimi.
Vísindi Geimurinn Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira