Fótbolti

Vilja halda Southgate sama hvernig úr­slita­leikurinn fer

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrátt fyrir að hafa fengið mikla gagnrýni undanfarnar vikur er Gareth Southgate búinn að koma enska landsliðinu í úrslit á EM.
Þrátt fyrir að hafa fengið mikla gagnrýni undanfarnar vikur er Gareth Southgate búinn að koma enska landsliðinu í úrslit á EM. getty/Daniela Porcelli

Enska knattspyrnusambandið vill halda Gareth Southgate í starfi þjálfara karlalandsliðsins sama hvernig úrslitaleikur EM fer.

Strákarnir hans Southgates mæta Spánverjum í úrslitaleik EM á Ólympíuleikvanginum í Berlín á sunnudaginn. Þetta er annað Evrópumótið í röð þar sem Englendingar eru í úrslitum en þeir töpuðu fyrir Ítölum í vítaspyrnukeppni fyrir þremur árum.

Mikil ánægja er með störf Southgates hjá enska knattspyrnusambandinu og forkólfar þess vilja samkvæmt enskum fjölmiðlum ólmir halda landsliðsþjálfaranum. Skiptir þá engu hvernig úrslitaleikurinn á sunnudaginn fer.

Samningur Southgates við enska knattspyrnusambandið rennur út í desember en enska knattspyrnusambandið vill að hann stýri enska liðinu á HM 2026.

Southgate tók við enska liðinu 2016. Undir hans stjórn komst England í undanúrslit á HM 2018, úrslit á EM 2021, átta liða úrslit á HM 2022 og er öruggt með allavega silfurverðlaun á EM í ár.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×