„Ég er í sjokki eftir þennan leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. júlí 2024 22:00 Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var ósáttur eftir leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR tapaði 1-0 gegn Fram á Lambhagavellinum. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var verulega ósáttur út í dómgæsluna. „Fyrir utan fyrstu fimmtán mínúturnar stýrðum við leiknum frá a-ö en svo lengi sem við skorum ekki þá vinnum við ekki,“ sagði Pálmi Rafn í viðtali eftir sitt fyrsta tap sem þjálfari KR. Guðmundur Magnússon, leikmaður Fram, skoraði eina markið og að mati Pálma var það gegn gangi leiksins. „Eftir fyrstu fimmtán mínúturnar stjórnuðum við þessum leik. Það er ótrúlega vont að fara héðan með núll stig og við áttum það ekki skilið.“ Það var mikill hiti í uppbótartímanum þar sem Tryggvi Snær Geirsson, leikmaður Fram, og Alex Þór Hauksson, leikmaður KR, fengu báðir rautt spjald fyrir aðra áminningu. Pálmi var mjög ósáttur út í Twana Khalid Ahmed, dómara leiksins, en reyndi að halda aftur af sér. „Ég er löngu hættur að skilja þetta. Við vorum með þennan dómara fyrir norðan og vorum aftur með hann í dag. Það er rosalega margt sem mig langar að segja en ætla að einbeita mér að mínu liði. Ég vissi ekki til þess að þetta mætti í fótbolta og ég er í sjokki eftir þennan leik.“ Pálmi var einnig verulega ósáttur að hafa ekki fengið vítaspyrnu skömmu síðar þar sem Magnús Þórðarson, leikmaður Fram, rak fótinn út og felldi Aron Sigurðarson niður inni í vítateig. „Þetta var ótrúlegt. Það virðist vera auðvelt fyrir hann að sleppa öllu sem átti að vera fyrir okkur en það var ekki á hinn veginn og ef hann var að dýfa sér þá átti Aron að fá gult fyrir leikaraskap. Ég hélt að það væri þannig en ég veit ekki eftir hvaða línu hann var að fara.“ Þetta var fyrsta tap Pálma Rafns sem þjálfari KR en hann hafði gert þrjú jafntefli fram að þessum leik. Aðspurður hvort þetta sé erfiðara verkefni en hann átti von á sagði Pálmi að svo væri ekki. „Nei, ég vissi nákvæmlega hvernig þetta yrði og það hefur frekar komið mér á óvart hvað þetta er skemmtilegt og krefjandi en ég vissi að þetta yrði erfitt,“ sagði Pálmi Rafn að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Sjá meira
„Fyrir utan fyrstu fimmtán mínúturnar stýrðum við leiknum frá a-ö en svo lengi sem við skorum ekki þá vinnum við ekki,“ sagði Pálmi Rafn í viðtali eftir sitt fyrsta tap sem þjálfari KR. Guðmundur Magnússon, leikmaður Fram, skoraði eina markið og að mati Pálma var það gegn gangi leiksins. „Eftir fyrstu fimmtán mínúturnar stjórnuðum við þessum leik. Það er ótrúlega vont að fara héðan með núll stig og við áttum það ekki skilið.“ Það var mikill hiti í uppbótartímanum þar sem Tryggvi Snær Geirsson, leikmaður Fram, og Alex Þór Hauksson, leikmaður KR, fengu báðir rautt spjald fyrir aðra áminningu. Pálmi var mjög ósáttur út í Twana Khalid Ahmed, dómara leiksins, en reyndi að halda aftur af sér. „Ég er löngu hættur að skilja þetta. Við vorum með þennan dómara fyrir norðan og vorum aftur með hann í dag. Það er rosalega margt sem mig langar að segja en ætla að einbeita mér að mínu liði. Ég vissi ekki til þess að þetta mætti í fótbolta og ég er í sjokki eftir þennan leik.“ Pálmi var einnig verulega ósáttur að hafa ekki fengið vítaspyrnu skömmu síðar þar sem Magnús Þórðarson, leikmaður Fram, rak fótinn út og felldi Aron Sigurðarson niður inni í vítateig. „Þetta var ótrúlegt. Það virðist vera auðvelt fyrir hann að sleppa öllu sem átti að vera fyrir okkur en það var ekki á hinn veginn og ef hann var að dýfa sér þá átti Aron að fá gult fyrir leikaraskap. Ég hélt að það væri þannig en ég veit ekki eftir hvaða línu hann var að fara.“ Þetta var fyrsta tap Pálma Rafns sem þjálfari KR en hann hafði gert þrjú jafntefli fram að þessum leik. Aðspurður hvort þetta sé erfiðara verkefni en hann átti von á sagði Pálmi að svo væri ekki. „Nei, ég vissi nákvæmlega hvernig þetta yrði og það hefur frekar komið mér á óvart hvað þetta er skemmtilegt og krefjandi en ég vissi að þetta yrði erfitt,“ sagði Pálmi Rafn að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Sjá meira