Neytendur

Ó­lög­legt bleiki­efni í hveitinu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hveitið sem um ræðir.
Hveitið sem um ræðir.

Fyrirtækið Lagsmaður, sem heldur úti vefheildsölunni fiska.is, hefur innkallað Kite-hveiti. Ástæðan er sú að hveiti inniheldur ólöglega aukaefnið benzólý peroxíð.

Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar, en fyrirtækið kallar vöruna inn í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes.

Hér að neðan má sjá upplýsingar um vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: United hveiti

Vöruheiti: Kite hveiti 1 kg

Framleiðandi: United Flour MillPublic Co. Ltd

Innflytjandi: Fiska - Lagsmaður

Framleiðsluland: Tæland

Best fyrir dagsetning: 10.12.2025

Geymsluskilyrði: Þurrvara

Dreifing: Fiska.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×