„Rasísk“ ummæli foreldrafulltrúa vekja reiði íbúa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. júlí 2024 15:07 Móttökustöðin umdeilda veðrur starfræktur í Breiðagerðisskóla. vísir Til stendur að starfrækja móttökuúrræði fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd í Breiðagerðisskóla í Reykjavík frá og með næsta hausti. Fulltrúi foreldra í skólaráði telur úrræðið slæmt fyrir börn í skólanum, sem eigi ekki „blandast“ með börnum í neyð. Aðrir íbúar hneykslast á þessum ummælum foreldrafulltrúans. Í frétt RÚV í gær er haft eftir Tómasi Hilmari Ragnarssyni fyrrnefndum foreldrafulltrúa sem segir áform um móttökuúrræðið vanhugsuð. Tómas Hilmar Ragnarsson. „Við viljum hafa þetta bara sér, að þetta sé ekki að blandast með krökkunum sem eru í skólanum nú þegar. Þetta er ekki gott fyrir þau, og vitandi það að þetta sé tímabundið úrræði og að börnin fara að tengjast og þetta verður alltaf erfitt fyrir krakkana sem eru að koma þarna í skólann tímabundið og fyrir krakkana sem eru þarna allt árið,“ sagði Tómas Hilmar í samtali við RÚV. Um er að ræða úrræði sem starfrækt hefur verið í Seljaskóla í Reykjavík undanfarin tvö ár, með góðum árangri að sögn skólastjóra. Nú stendur hins vegar til að skipta úrræðinu upp þannig að móttaka fyrsta til fimmta bekkjar verði í Breiðagerðisskóla og sjöunda til tíunda áfram í Seljaskóla. Ekki þurfi að þagga börn á flótta niður Ummæli Tómasar Hilmars hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð meðal annarra íbúa á svæðinu. Meðal annars hjá Ingibjörgu Ottesen, fyrrverandi kennara. Hún segir ummælin rasísk. „Mér finnst þetta bara svo ljótt að ég á ekki til eitt einasta orð. Ég skil ekki hvað hann meinar með því að þetta sé vont fyrir börnin sem koma, þar sem þau fari hvort eð er. Hann gerir þá ráð fyrir því að þau fái enga vernd, og síðan sé þetta vont fyrir börnin að vita af þessu,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. „Börn á flótta er ekki eitthvað ljótt sem þarf að þagga niður,“ bætir hún við. Ingibjörg skrifaði stuttan pistil á hverfahóp 108 á Facebook. Fleiri íbúar taka undir sjónarmið Ingibjargar í hópnum sem segja Tómas Hilmar ekki tala fyrir hönd allra foreldra. Eins og í Bandaríkjunum á 20. öld Hilmar Hildar Magnúsar verkefnastjóri atvinnu- og borgarþróunar hjá Reykjavíkurborg tjáir sig sömuleiðis um ummælin. Honum svelgdist á við það að heyra ummælin fyrrngreind. „Við viljum hafa þetta bara sér, að þetta sé ekki að blandast með krökkunum sem eru í skólanum nú þegar,” er setningin sem Hilmar tekur sérstaklega fyrir. „„Þetta?“ Einmitt. „Þetta” verður að vera aðskilið. Svona kannski eins og í Bandaríkjunum fram eftir 20. öldinni? S-Afríku? Ísrael? Frá börnunum hans? Eða hvað á maðurinn eiginlega við?“ Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
Í frétt RÚV í gær er haft eftir Tómasi Hilmari Ragnarssyni fyrrnefndum foreldrafulltrúa sem segir áform um móttökuúrræðið vanhugsuð. Tómas Hilmar Ragnarsson. „Við viljum hafa þetta bara sér, að þetta sé ekki að blandast með krökkunum sem eru í skólanum nú þegar. Þetta er ekki gott fyrir þau, og vitandi það að þetta sé tímabundið úrræði og að börnin fara að tengjast og þetta verður alltaf erfitt fyrir krakkana sem eru að koma þarna í skólann tímabundið og fyrir krakkana sem eru þarna allt árið,“ sagði Tómas Hilmar í samtali við RÚV. Um er að ræða úrræði sem starfrækt hefur verið í Seljaskóla í Reykjavík undanfarin tvö ár, með góðum árangri að sögn skólastjóra. Nú stendur hins vegar til að skipta úrræðinu upp þannig að móttaka fyrsta til fimmta bekkjar verði í Breiðagerðisskóla og sjöunda til tíunda áfram í Seljaskóla. Ekki þurfi að þagga börn á flótta niður Ummæli Tómasar Hilmars hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð meðal annarra íbúa á svæðinu. Meðal annars hjá Ingibjörgu Ottesen, fyrrverandi kennara. Hún segir ummælin rasísk. „Mér finnst þetta bara svo ljótt að ég á ekki til eitt einasta orð. Ég skil ekki hvað hann meinar með því að þetta sé vont fyrir börnin sem koma, þar sem þau fari hvort eð er. Hann gerir þá ráð fyrir því að þau fái enga vernd, og síðan sé þetta vont fyrir börnin að vita af þessu,“ segir Ingibjörg í samtali við Vísi. „Börn á flótta er ekki eitthvað ljótt sem þarf að þagga niður,“ bætir hún við. Ingibjörg skrifaði stuttan pistil á hverfahóp 108 á Facebook. Fleiri íbúar taka undir sjónarmið Ingibjargar í hópnum sem segja Tómas Hilmar ekki tala fyrir hönd allra foreldra. Eins og í Bandaríkjunum á 20. öld Hilmar Hildar Magnúsar verkefnastjóri atvinnu- og borgarþróunar hjá Reykjavíkurborg tjáir sig sömuleiðis um ummælin. Honum svelgdist á við það að heyra ummælin fyrrngreind. „Við viljum hafa þetta bara sér, að þetta sé ekki að blandast með krökkunum sem eru í skólanum nú þegar,” er setningin sem Hilmar tekur sérstaklega fyrir. „„Þetta?“ Einmitt. „Þetta” verður að vera aðskilið. Svona kannski eins og í Bandaríkjunum fram eftir 20. öldinni? S-Afríku? Ísrael? Frá börnunum hans? Eða hvað á maðurinn eiginlega við?“
Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira