Land, borgir og samgöngur Guðjón Sigurbjartsson skrifar 11. júlí 2024 14:00 Mikilvægt er að skipuleggja þróun byggðar og samgangna á landinu áratugi fram í tímann í stað þess að láta reka á reiðanum. Með góðu framsýnu skipulagi og markvissri framkvæmd má bæta líf fólksins í landinu svo um munar. Þróun þéttbýlis Á stór höfuðborgarsvæðinu búa um 300.000 manns, eða um 80% landsmanna sem segir að Ísland er borgríki. Höfuðborgarsvæðið er vafalaust heppilegasta staðsetning borgar á Íslandi. En það sneiðist um góð byggingarsvæði og hættur leynast í nágrenninu. Vissulega getur höfuðborgarsvæðið tekið við talsverðri fjölgun enn, ekki síst ef miðstöð innanlandsflugsins flyst úr Vatnsmýrinni. Eldsumbrotin á Reykjanesi hafa varpað ljósi á að sum hverfi Höfuðborgarsvæðisins kunna að vera í meiri hættu en almennt hefur verið haldið. Til frambúðar er varhugavert að hafa flesta landsmenn á sama svæði og aðeins eina raunhæfa gátt til og frá landinu. Flutningur miðstöðvar innanlandsflugsins, fluglest o.fl. Samfélagslegur ábati af flutningi miðstöðvar innanlandsflugsins í Hvassahraun var af Hagfræðistofunun metin á um 100 milljarða króna á núvirði. Í ljósi eldsumbrotanna á Reykjanesi verður vart af þeim flutningi. Því kemur sér vel að væntanlega er enn meiri ábati af flutningi til KEF. Til að það gangi vel þarf helst þetta: Háhraða fluglest REY-KEF. Björgunarþyrlur staðsettar í öllum landsfjórðungum til að annast brýnasta sjúkraflug og fleira. Nýjan varaflugvelli fyrir alþjóðaflugið í KEF, í hæfilegri fjarlægð. Samfélagslegur ábati af háhraða fluglest REY-KEF hefur verið metinn á um 100 milljarða króna á núvirði. Fluglestin er hagkvæm sem PPP framkvæmd, umhverfisvæn, þægileg, ódýr og góð aðkoma að landinu. Staðsetning björgunarþyrlna á nokkrum stöðum á landinu, ásamt tilheyrandi mannskap, mun stórbæta þjónustu við veika og slasaða vítt og breytt um landið. Ábatinn af meiri og skjótari bata mun gera meira en að jafna aukinn kostnað vegna þyrlnanna. Þar á ofan er löngu tímabært að koma á fót heilsárs launuðum björgunarsveigum um landið til að taka þunga af Landsbjörgu og þeim sem hafa lagt fram ólaunaða vinnu og fjármagnað björgunarstarfið. Nýr vel staðsettur varaflugvöllur fyrir alþjóðaflugið í KEF sem þyrfti að vera transit völlur og ný gátt inn í landið, er einmitt vel staðsettur á Suðurlandi nálægt eða í Árborg og vinsælustu ferðamanna stöðum landsins. Það er sem sagt bæði hagkvæmt og heppilegt að gera það sem gera þarf til að flytja miðstöð innanlandsflugsins til KEF og opna nýja gátt inn í landið á Suðurlandi sem mun byggja undir sjálfbæran vöxt þéttbýlis á Suðurlandi og víðar. Nýr alþjóðaflugvöllur á Suðurlandi Því er spáð að árið 2024 muni um 2,4 milljónir erlendra ferðamanna gista á Íslandi og að heildarfjöldi farþega um KEF verði um 8,5 milljónir. Næstu ár er spáð talsverðri fjölgun. Þessi fjöldi stendur undir uppbyggingu og rekstri KEF og hann og fjölgun næstu ára getur fjármagnað vara transit alþjóðaflugvöll á Suðurlandi af lendingargjöldum svipað og KEF nú. Varaflugvöllur fyrir KEF má ekki vera of langt frá því að fjarlægð kallar á að flugvélar beri meira vara eldsneyti sem þyngir þær og minnkar burðgargetu og þar með arðsemi sem kallar á hærra flugmiðaverð. Tilkoma SUD mun draga úr þörf fyrir stækkun KEF, fjölga ferðafólki og dreifa því betur um landið. Fjöldi ferðafólks mun velja SUD vegna nálægðar við vinsæl ferðamanna staði Gullna hringsins. SUD mun gera ferðafólki kleift að ferðast lengra til austurs og norðurs, sérstaklega ef til koma uppbyggðir heilsárs hálendisvegir. Tilkoma SUD mun örva atvinnustarfsemi á Suðurlandi og styrkja vaxandi þéttbýli og borgarmyndun í Árborg. SUD verður því lyftistöng fyrir Suðurland og landið allt. Hálendisvegir Heilsárs hálendisvegir milli Suður-, Norður- og Austurlands munu stytta ferðatíma milli landshluta og opna dásemdir hálendisins fyrir landsmönnum og ferðafólki. Þá má láta gera með veggjöldum, í PPP framkvæmd með litlum kostnaði fyrir skattgreiðendur. Vegirnir munu mynda nýjar hringleiðir með áhugaverðum upplifunum sem mun verða aðdráttarafl og dreifa ferðamönnum betur um landið. Hálendisvegirnir munu því styrkja landið allt verulega. Árborg – Næst borg Í Árborg (Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri) búa nú um 12.000 og fer fjölgandi. Ýmislegt hefur stuðlað að hröðum vexti á svæðinu. Veðurfar á Suðurlandi er tiltölulega milt og svæðið fallegt. Enda hafa þar myndast stórar orlofshúsabyggðir og náttúrufegurð Gullna hringsins dregur að nánast alla erlenda ferðamenn sem hingað koma. Með ákvörðun um nýjan alþjóðaflugvöll á Suðurlandi og uppbyggingu hálendisvega geta stjórnvöld stuðlað að borgarmyndun í Árborg og styrkt byggðir á Norður- og Austurlandi með greiðari samgöngum og fleiri ferðamönnum sem þá munu nýta. Kostnaðurinn mun greiðast af notkunargjöldum. Áfram veginn Stjórnmálaflokkar ættu að móta sér stefnu um þessi málefni. Ef nægur samhljómur næst geta næstu stjórnvöld látið gera stefnumótun um af færu fagfólki og hafið framkvæmdir. Þar þarf að horfa á stóru myndina til langs tíma fyrir fólkið, landið og loftslagið. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skipulag Sveitarstjórnarmál Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að skipuleggja þróun byggðar og samgangna á landinu áratugi fram í tímann í stað þess að láta reka á reiðanum. Með góðu framsýnu skipulagi og markvissri framkvæmd má bæta líf fólksins í landinu svo um munar. Þróun þéttbýlis Á stór höfuðborgarsvæðinu búa um 300.000 manns, eða um 80% landsmanna sem segir að Ísland er borgríki. Höfuðborgarsvæðið er vafalaust heppilegasta staðsetning borgar á Íslandi. En það sneiðist um góð byggingarsvæði og hættur leynast í nágrenninu. Vissulega getur höfuðborgarsvæðið tekið við talsverðri fjölgun enn, ekki síst ef miðstöð innanlandsflugsins flyst úr Vatnsmýrinni. Eldsumbrotin á Reykjanesi hafa varpað ljósi á að sum hverfi Höfuðborgarsvæðisins kunna að vera í meiri hættu en almennt hefur verið haldið. Til frambúðar er varhugavert að hafa flesta landsmenn á sama svæði og aðeins eina raunhæfa gátt til og frá landinu. Flutningur miðstöðvar innanlandsflugsins, fluglest o.fl. Samfélagslegur ábati af flutningi miðstöðvar innanlandsflugsins í Hvassahraun var af Hagfræðistofunun metin á um 100 milljarða króna á núvirði. Í ljósi eldsumbrotanna á Reykjanesi verður vart af þeim flutningi. Því kemur sér vel að væntanlega er enn meiri ábati af flutningi til KEF. Til að það gangi vel þarf helst þetta: Háhraða fluglest REY-KEF. Björgunarþyrlur staðsettar í öllum landsfjórðungum til að annast brýnasta sjúkraflug og fleira. Nýjan varaflugvelli fyrir alþjóðaflugið í KEF, í hæfilegri fjarlægð. Samfélagslegur ábati af háhraða fluglest REY-KEF hefur verið metinn á um 100 milljarða króna á núvirði. Fluglestin er hagkvæm sem PPP framkvæmd, umhverfisvæn, þægileg, ódýr og góð aðkoma að landinu. Staðsetning björgunarþyrlna á nokkrum stöðum á landinu, ásamt tilheyrandi mannskap, mun stórbæta þjónustu við veika og slasaða vítt og breytt um landið. Ábatinn af meiri og skjótari bata mun gera meira en að jafna aukinn kostnað vegna þyrlnanna. Þar á ofan er löngu tímabært að koma á fót heilsárs launuðum björgunarsveigum um landið til að taka þunga af Landsbjörgu og þeim sem hafa lagt fram ólaunaða vinnu og fjármagnað björgunarstarfið. Nýr vel staðsettur varaflugvöllur fyrir alþjóðaflugið í KEF sem þyrfti að vera transit völlur og ný gátt inn í landið, er einmitt vel staðsettur á Suðurlandi nálægt eða í Árborg og vinsælustu ferðamanna stöðum landsins. Það er sem sagt bæði hagkvæmt og heppilegt að gera það sem gera þarf til að flytja miðstöð innanlandsflugsins til KEF og opna nýja gátt inn í landið á Suðurlandi sem mun byggja undir sjálfbæran vöxt þéttbýlis á Suðurlandi og víðar. Nýr alþjóðaflugvöllur á Suðurlandi Því er spáð að árið 2024 muni um 2,4 milljónir erlendra ferðamanna gista á Íslandi og að heildarfjöldi farþega um KEF verði um 8,5 milljónir. Næstu ár er spáð talsverðri fjölgun. Þessi fjöldi stendur undir uppbyggingu og rekstri KEF og hann og fjölgun næstu ára getur fjármagnað vara transit alþjóðaflugvöll á Suðurlandi af lendingargjöldum svipað og KEF nú. Varaflugvöllur fyrir KEF má ekki vera of langt frá því að fjarlægð kallar á að flugvélar beri meira vara eldsneyti sem þyngir þær og minnkar burðgargetu og þar með arðsemi sem kallar á hærra flugmiðaverð. Tilkoma SUD mun draga úr þörf fyrir stækkun KEF, fjölga ferðafólki og dreifa því betur um landið. Fjöldi ferðafólks mun velja SUD vegna nálægðar við vinsæl ferðamanna staði Gullna hringsins. SUD mun gera ferðafólki kleift að ferðast lengra til austurs og norðurs, sérstaklega ef til koma uppbyggðir heilsárs hálendisvegir. Tilkoma SUD mun örva atvinnustarfsemi á Suðurlandi og styrkja vaxandi þéttbýli og borgarmyndun í Árborg. SUD verður því lyftistöng fyrir Suðurland og landið allt. Hálendisvegir Heilsárs hálendisvegir milli Suður-, Norður- og Austurlands munu stytta ferðatíma milli landshluta og opna dásemdir hálendisins fyrir landsmönnum og ferðafólki. Þá má láta gera með veggjöldum, í PPP framkvæmd með litlum kostnaði fyrir skattgreiðendur. Vegirnir munu mynda nýjar hringleiðir með áhugaverðum upplifunum sem mun verða aðdráttarafl og dreifa ferðamönnum betur um landið. Hálendisvegirnir munu því styrkja landið allt verulega. Árborg – Næst borg Í Árborg (Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri) búa nú um 12.000 og fer fjölgandi. Ýmislegt hefur stuðlað að hröðum vexti á svæðinu. Veðurfar á Suðurlandi er tiltölulega milt og svæðið fallegt. Enda hafa þar myndast stórar orlofshúsabyggðir og náttúrufegurð Gullna hringsins dregur að nánast alla erlenda ferðamenn sem hingað koma. Með ákvörðun um nýjan alþjóðaflugvöll á Suðurlandi og uppbyggingu hálendisvega geta stjórnvöld stuðlað að borgarmyndun í Árborg og styrkt byggðir á Norður- og Austurlandi með greiðari samgöngum og fleiri ferðamönnum sem þá munu nýta. Kostnaðurinn mun greiðast af notkunargjöldum. Áfram veginn Stjórnmálaflokkar ættu að móta sér stefnu um þessi málefni. Ef nægur samhljómur næst geta næstu stjórnvöld látið gera stefnumótun um af færu fagfólki og hafið framkvæmdir. Þar þarf að horfa á stóru myndina til langs tíma fyrir fólkið, landið og loftslagið. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun