Land, borgir og samgöngur Guðjón Sigurbjartsson skrifar 11. júlí 2024 14:00 Mikilvægt er að skipuleggja þróun byggðar og samgangna á landinu áratugi fram í tímann í stað þess að láta reka á reiðanum. Með góðu framsýnu skipulagi og markvissri framkvæmd má bæta líf fólksins í landinu svo um munar. Þróun þéttbýlis Á stór höfuðborgarsvæðinu búa um 300.000 manns, eða um 80% landsmanna sem segir að Ísland er borgríki. Höfuðborgarsvæðið er vafalaust heppilegasta staðsetning borgar á Íslandi. En það sneiðist um góð byggingarsvæði og hættur leynast í nágrenninu. Vissulega getur höfuðborgarsvæðið tekið við talsverðri fjölgun enn, ekki síst ef miðstöð innanlandsflugsins flyst úr Vatnsmýrinni. Eldsumbrotin á Reykjanesi hafa varpað ljósi á að sum hverfi Höfuðborgarsvæðisins kunna að vera í meiri hættu en almennt hefur verið haldið. Til frambúðar er varhugavert að hafa flesta landsmenn á sama svæði og aðeins eina raunhæfa gátt til og frá landinu. Flutningur miðstöðvar innanlandsflugsins, fluglest o.fl. Samfélagslegur ábati af flutningi miðstöðvar innanlandsflugsins í Hvassahraun var af Hagfræðistofunun metin á um 100 milljarða króna á núvirði. Í ljósi eldsumbrotanna á Reykjanesi verður vart af þeim flutningi. Því kemur sér vel að væntanlega er enn meiri ábati af flutningi til KEF. Til að það gangi vel þarf helst þetta: Háhraða fluglest REY-KEF. Björgunarþyrlur staðsettar í öllum landsfjórðungum til að annast brýnasta sjúkraflug og fleira. Nýjan varaflugvelli fyrir alþjóðaflugið í KEF, í hæfilegri fjarlægð. Samfélagslegur ábati af háhraða fluglest REY-KEF hefur verið metinn á um 100 milljarða króna á núvirði. Fluglestin er hagkvæm sem PPP framkvæmd, umhverfisvæn, þægileg, ódýr og góð aðkoma að landinu. Staðsetning björgunarþyrlna á nokkrum stöðum á landinu, ásamt tilheyrandi mannskap, mun stórbæta þjónustu við veika og slasaða vítt og breytt um landið. Ábatinn af meiri og skjótari bata mun gera meira en að jafna aukinn kostnað vegna þyrlnanna. Þar á ofan er löngu tímabært að koma á fót heilsárs launuðum björgunarsveigum um landið til að taka þunga af Landsbjörgu og þeim sem hafa lagt fram ólaunaða vinnu og fjármagnað björgunarstarfið. Nýr vel staðsettur varaflugvöllur fyrir alþjóðaflugið í KEF sem þyrfti að vera transit völlur og ný gátt inn í landið, er einmitt vel staðsettur á Suðurlandi nálægt eða í Árborg og vinsælustu ferðamanna stöðum landsins. Það er sem sagt bæði hagkvæmt og heppilegt að gera það sem gera þarf til að flytja miðstöð innanlandsflugsins til KEF og opna nýja gátt inn í landið á Suðurlandi sem mun byggja undir sjálfbæran vöxt þéttbýlis á Suðurlandi og víðar. Nýr alþjóðaflugvöllur á Suðurlandi Því er spáð að árið 2024 muni um 2,4 milljónir erlendra ferðamanna gista á Íslandi og að heildarfjöldi farþega um KEF verði um 8,5 milljónir. Næstu ár er spáð talsverðri fjölgun. Þessi fjöldi stendur undir uppbyggingu og rekstri KEF og hann og fjölgun næstu ára getur fjármagnað vara transit alþjóðaflugvöll á Suðurlandi af lendingargjöldum svipað og KEF nú. Varaflugvöllur fyrir KEF má ekki vera of langt frá því að fjarlægð kallar á að flugvélar beri meira vara eldsneyti sem þyngir þær og minnkar burðgargetu og þar með arðsemi sem kallar á hærra flugmiðaverð. Tilkoma SUD mun draga úr þörf fyrir stækkun KEF, fjölga ferðafólki og dreifa því betur um landið. Fjöldi ferðafólks mun velja SUD vegna nálægðar við vinsæl ferðamanna staði Gullna hringsins. SUD mun gera ferðafólki kleift að ferðast lengra til austurs og norðurs, sérstaklega ef til koma uppbyggðir heilsárs hálendisvegir. Tilkoma SUD mun örva atvinnustarfsemi á Suðurlandi og styrkja vaxandi þéttbýli og borgarmyndun í Árborg. SUD verður því lyftistöng fyrir Suðurland og landið allt. Hálendisvegir Heilsárs hálendisvegir milli Suður-, Norður- og Austurlands munu stytta ferðatíma milli landshluta og opna dásemdir hálendisins fyrir landsmönnum og ferðafólki. Þá má láta gera með veggjöldum, í PPP framkvæmd með litlum kostnaði fyrir skattgreiðendur. Vegirnir munu mynda nýjar hringleiðir með áhugaverðum upplifunum sem mun verða aðdráttarafl og dreifa ferðamönnum betur um landið. Hálendisvegirnir munu því styrkja landið allt verulega. Árborg – Næst borg Í Árborg (Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri) búa nú um 12.000 og fer fjölgandi. Ýmislegt hefur stuðlað að hröðum vexti á svæðinu. Veðurfar á Suðurlandi er tiltölulega milt og svæðið fallegt. Enda hafa þar myndast stórar orlofshúsabyggðir og náttúrufegurð Gullna hringsins dregur að nánast alla erlenda ferðamenn sem hingað koma. Með ákvörðun um nýjan alþjóðaflugvöll á Suðurlandi og uppbyggingu hálendisvega geta stjórnvöld stuðlað að borgarmyndun í Árborg og styrkt byggðir á Norður- og Austurlandi með greiðari samgöngum og fleiri ferðamönnum sem þá munu nýta. Kostnaðurinn mun greiðast af notkunargjöldum. Áfram veginn Stjórnmálaflokkar ættu að móta sér stefnu um þessi málefni. Ef nægur samhljómur næst geta næstu stjórnvöld látið gera stefnumótun um af færu fagfólki og hafið framkvæmdir. Þar þarf að horfa á stóru myndina til langs tíma fyrir fólkið, landið og loftslagið. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skipulag Sveitarstjórnarmál Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Mikilvægt er að skipuleggja þróun byggðar og samgangna á landinu áratugi fram í tímann í stað þess að láta reka á reiðanum. Með góðu framsýnu skipulagi og markvissri framkvæmd má bæta líf fólksins í landinu svo um munar. Þróun þéttbýlis Á stór höfuðborgarsvæðinu búa um 300.000 manns, eða um 80% landsmanna sem segir að Ísland er borgríki. Höfuðborgarsvæðið er vafalaust heppilegasta staðsetning borgar á Íslandi. En það sneiðist um góð byggingarsvæði og hættur leynast í nágrenninu. Vissulega getur höfuðborgarsvæðið tekið við talsverðri fjölgun enn, ekki síst ef miðstöð innanlandsflugsins flyst úr Vatnsmýrinni. Eldsumbrotin á Reykjanesi hafa varpað ljósi á að sum hverfi Höfuðborgarsvæðisins kunna að vera í meiri hættu en almennt hefur verið haldið. Til frambúðar er varhugavert að hafa flesta landsmenn á sama svæði og aðeins eina raunhæfa gátt til og frá landinu. Flutningur miðstöðvar innanlandsflugsins, fluglest o.fl. Samfélagslegur ábati af flutningi miðstöðvar innanlandsflugsins í Hvassahraun var af Hagfræðistofunun metin á um 100 milljarða króna á núvirði. Í ljósi eldsumbrotanna á Reykjanesi verður vart af þeim flutningi. Því kemur sér vel að væntanlega er enn meiri ábati af flutningi til KEF. Til að það gangi vel þarf helst þetta: Háhraða fluglest REY-KEF. Björgunarþyrlur staðsettar í öllum landsfjórðungum til að annast brýnasta sjúkraflug og fleira. Nýjan varaflugvelli fyrir alþjóðaflugið í KEF, í hæfilegri fjarlægð. Samfélagslegur ábati af háhraða fluglest REY-KEF hefur verið metinn á um 100 milljarða króna á núvirði. Fluglestin er hagkvæm sem PPP framkvæmd, umhverfisvæn, þægileg, ódýr og góð aðkoma að landinu. Staðsetning björgunarþyrlna á nokkrum stöðum á landinu, ásamt tilheyrandi mannskap, mun stórbæta þjónustu við veika og slasaða vítt og breytt um landið. Ábatinn af meiri og skjótari bata mun gera meira en að jafna aukinn kostnað vegna þyrlnanna. Þar á ofan er löngu tímabært að koma á fót heilsárs launuðum björgunarsveigum um landið til að taka þunga af Landsbjörgu og þeim sem hafa lagt fram ólaunaða vinnu og fjármagnað björgunarstarfið. Nýr vel staðsettur varaflugvöllur fyrir alþjóðaflugið í KEF sem þyrfti að vera transit völlur og ný gátt inn í landið, er einmitt vel staðsettur á Suðurlandi nálægt eða í Árborg og vinsælustu ferðamanna stöðum landsins. Það er sem sagt bæði hagkvæmt og heppilegt að gera það sem gera þarf til að flytja miðstöð innanlandsflugsins til KEF og opna nýja gátt inn í landið á Suðurlandi sem mun byggja undir sjálfbæran vöxt þéttbýlis á Suðurlandi og víðar. Nýr alþjóðaflugvöllur á Suðurlandi Því er spáð að árið 2024 muni um 2,4 milljónir erlendra ferðamanna gista á Íslandi og að heildarfjöldi farþega um KEF verði um 8,5 milljónir. Næstu ár er spáð talsverðri fjölgun. Þessi fjöldi stendur undir uppbyggingu og rekstri KEF og hann og fjölgun næstu ára getur fjármagnað vara transit alþjóðaflugvöll á Suðurlandi af lendingargjöldum svipað og KEF nú. Varaflugvöllur fyrir KEF má ekki vera of langt frá því að fjarlægð kallar á að flugvélar beri meira vara eldsneyti sem þyngir þær og minnkar burðgargetu og þar með arðsemi sem kallar á hærra flugmiðaverð. Tilkoma SUD mun draga úr þörf fyrir stækkun KEF, fjölga ferðafólki og dreifa því betur um landið. Fjöldi ferðafólks mun velja SUD vegna nálægðar við vinsæl ferðamanna staði Gullna hringsins. SUD mun gera ferðafólki kleift að ferðast lengra til austurs og norðurs, sérstaklega ef til koma uppbyggðir heilsárs hálendisvegir. Tilkoma SUD mun örva atvinnustarfsemi á Suðurlandi og styrkja vaxandi þéttbýli og borgarmyndun í Árborg. SUD verður því lyftistöng fyrir Suðurland og landið allt. Hálendisvegir Heilsárs hálendisvegir milli Suður-, Norður- og Austurlands munu stytta ferðatíma milli landshluta og opna dásemdir hálendisins fyrir landsmönnum og ferðafólki. Þá má láta gera með veggjöldum, í PPP framkvæmd með litlum kostnaði fyrir skattgreiðendur. Vegirnir munu mynda nýjar hringleiðir með áhugaverðum upplifunum sem mun verða aðdráttarafl og dreifa ferðamönnum betur um landið. Hálendisvegirnir munu því styrkja landið allt verulega. Árborg – Næst borg Í Árborg (Selfoss, Eyrarbakki og Stokkseyri) búa nú um 12.000 og fer fjölgandi. Ýmislegt hefur stuðlað að hröðum vexti á svæðinu. Veðurfar á Suðurlandi er tiltölulega milt og svæðið fallegt. Enda hafa þar myndast stórar orlofshúsabyggðir og náttúrufegurð Gullna hringsins dregur að nánast alla erlenda ferðamenn sem hingað koma. Með ákvörðun um nýjan alþjóðaflugvöll á Suðurlandi og uppbyggingu hálendisvega geta stjórnvöld stuðlað að borgarmyndun í Árborg og styrkt byggðir á Norður- og Austurlandi með greiðari samgöngum og fleiri ferðamönnum sem þá munu nýta. Kostnaðurinn mun greiðast af notkunargjöldum. Áfram veginn Stjórnmálaflokkar ættu að móta sér stefnu um þessi málefni. Ef nægur samhljómur næst geta næstu stjórnvöld látið gera stefnumótun um af færu fagfólki og hafið framkvæmdir. Þar þarf að horfa á stóru myndina til langs tíma fyrir fólkið, landið og loftslagið. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun