„Ekki segja þjálfaranum það“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2024 08:30 Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar. Vísir/Einar Hilmar Árni Halldórsson segir mikla spennu á meðal Stjörnumanna fyrir leik kvöldsins við Linfield í Sambandsdeildinni í fótbolta. Leikmenn hafa verið í yfirvinnu að fara yfir greiningarvinnu þjálfarans. „Það er gríðarleg tilhlökkun. Þetta er öðruvísi verkefni, það er ótrúlega gaman að takast á við lið sem eru með öðruvísi stíl, kúltúr, Evrópukvöldin verða öðruvísi inni á vellinum. Við erum ótrúlega spenntir,“ segir Hilmar um leik kvöldsins en hvernig er þá stíll og kúltúr þessa andstæðings? „Þetta er breskt lið. Þeir eru aggressívir, massívir og vilja fara í krossana. Við erum búnir að fara yfir það og eigum von á öflugu liði.“ Klippa: „Ég var ekkert að grínast með það“ Heimavinnan ekkert grín Á blaðamannafundi í gær nefndi Hilmar að Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, hefði farið í djúpa greiningarvinnu á norður-írska liðinu. Leikmenn hafi fengið mikla heimavinnu. „Ég var ekkert að grínast með það að ég held að þetta hafi verið 300 klippur. Við áttum bara að sigta í gegnum þær, hver og einn,“ segir Hilmar. Fór hann yfir allar 300? „Ég tók örugglega svona 150 eða eitthvað. Ekki segja þjálfaranum það,“ segir Hilmar og hlær. Heimaleikurinn kemur ekki aftur Búast má við því að Stjörnumenn verði töluvert meira með boltann í leiknum og að þeir bresku setjist aftar. Garðbæingar sækja því til sigurs. „Það á að vera aggressívir. Mín reynsla af þessum heimi er að þú færð heimaleikinn ekki aftur. Þeir munu mögulega koma til með að verða sáttir við jafntefli á morgun. Við ætlum að sækja sigur,“ segir Hilmar. Markalaust jafntefli Víkings við Shamrock Rovers í fyrrakvöld, þar sem þeir síðarnefndu pökkuðu í vörn, sé víti til varnaðar. „Klárlega. Víkingarnir reyndu hvað þeir gátu en það er erfitt þegar lið gera þetta. Mögulega mætum við svipuðu á morgun svo við verðum að vera aggressívir,“ segir Hilmar Árni. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Stjarnan og Linfield eigast við klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Tveir aðrir leikir íslenskra liða í Sambandsdeildinni eru á dagskrá. Breiðablik mætir Tikvesh frá Norður-Makedóníu klukkan 18:30 á Stöð 2 Besta deildin 2. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira
„Það er gríðarleg tilhlökkun. Þetta er öðruvísi verkefni, það er ótrúlega gaman að takast á við lið sem eru með öðruvísi stíl, kúltúr, Evrópukvöldin verða öðruvísi inni á vellinum. Við erum ótrúlega spenntir,“ segir Hilmar um leik kvöldsins en hvernig er þá stíll og kúltúr þessa andstæðings? „Þetta er breskt lið. Þeir eru aggressívir, massívir og vilja fara í krossana. Við erum búnir að fara yfir það og eigum von á öflugu liði.“ Klippa: „Ég var ekkert að grínast með það“ Heimavinnan ekkert grín Á blaðamannafundi í gær nefndi Hilmar að Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, hefði farið í djúpa greiningarvinnu á norður-írska liðinu. Leikmenn hafi fengið mikla heimavinnu. „Ég var ekkert að grínast með það að ég held að þetta hafi verið 300 klippur. Við áttum bara að sigta í gegnum þær, hver og einn,“ segir Hilmar. Fór hann yfir allar 300? „Ég tók örugglega svona 150 eða eitthvað. Ekki segja þjálfaranum það,“ segir Hilmar og hlær. Heimaleikurinn kemur ekki aftur Búast má við því að Stjörnumenn verði töluvert meira með boltann í leiknum og að þeir bresku setjist aftar. Garðbæingar sækja því til sigurs. „Það á að vera aggressívir. Mín reynsla af þessum heimi er að þú færð heimaleikinn ekki aftur. Þeir munu mögulega koma til með að verða sáttir við jafntefli á morgun. Við ætlum að sækja sigur,“ segir Hilmar. Markalaust jafntefli Víkings við Shamrock Rovers í fyrrakvöld, þar sem þeir síðarnefndu pökkuðu í vörn, sé víti til varnaðar. „Klárlega. Víkingarnir reyndu hvað þeir gátu en það er erfitt þegar lið gera þetta. Mögulega mætum við svipuðu á morgun svo við verðum að vera aggressívir,“ segir Hilmar Árni. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Stjarnan og Linfield eigast við klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Tveir aðrir leikir íslenskra liða í Sambandsdeildinni eru á dagskrá. Breiðablik mætir Tikvesh frá Norður-Makedóníu klukkan 18:30 á Stöð 2 Besta deildin 2. Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Hlíðarenda. Sá leikur klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport.
Stjarnan Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sjá meira