Fótbolti

Yamal setti met með stór­kost­legu marki

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lamine Yamal fagnar með Jesús Navas sem er 22 árum eldri en hann.
Lamine Yamal fagnar með Jesús Navas sem er 22 árum eldri en hann. getty/Alex Pantling

Spænska ungstirnið Lamine Yamal heldur áfram að skrifa nafn sitt í sögubækurnar.

Yamal jafnaði metin fyrir Spánverja í leiknum gegn Frökkum í undanúrslitum EM með stórkostlegu marki. Frakkland komst yfir með marki Randals Kolo Muani á 9. mínútu en á 21. mínútu skoraði Yamal jöfnunarmark Spánar með frábæru skoti fyrir utan vítateig í stöng og inn.

Yamal varð yngsti leikmaður í sögu EM þegar hann spilaði fyrsta leik Spánverja á mótinu í Þýskalandi, gegn Króötum. Og núna er hann orðinn yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins.

Yamal er sextán ára og 362 daga gamall. Hann verður sautján ára á laugardaginn, daginn fyrir úrslitaleikinn á EM. Seinna í kvöld kemur í ljós hvort Yamal og félagar í spænska liðinu komast þangað.

Gamla metið átti Svisslendingurinn Yohann Vonlanthen en hann var átján ára og 141 dags gamall þegar hann skoraði gegn Frakklandi á EM 2008.

Auk þess að hafa skorað á EM í Þýskalandi hefur Yamal lagt upp þrjú mörk á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×