Staða drengja kolsvört og versnar enn Jakob Bjarnar skrifar 9. júlí 2024 15:54 Tryggvi Hjaltason hugsar með hrolli til næstu PISA-könnunar. Ekkert bendir til að neitt sé að lagast meðal drengja nema síður sé. Við erum aftarlega á merinni í vesturheimi sé litið til menntunarstigs drengja. vísir Tryggvi Hjaltason, greinandi hjá CCP var fenginn til að vinna skýrslu um stöðu drengja í skólakerfinu fyrir barna- og menntamálaráðuneytið. Niðurstöður skýrslunnar eru sláandi. „Við eigum ekkert að vera að sykurhúða stöðuna. Hún er bara slæm. Og það sem að er mesta áhyggjuefnið er að hún er að versna og versna mjög hratt.“ Þetta kemur fram í nýjum þætti hlaðvarpsins Ein Pæling þar sem rætt var við Tryggva. Tryggvi segir hina ískyggilegu stöðu ekki einskorðast við eitt fag eða einn skóla heldur sé staðan slæm á flestum sviðum. „Á nær allan máta er staða drengja í menntakerfinu að versna þegar það kemur að árangri sérstaklega. Hún er eilítið skárri þegar það kemur að líðan, en þar höfum við meiri áhyggjur af stúlkum.“ Næsta PISA-könnun ekkert tilhlökkunarefni Tryggvi segir sama hvar drepið er niður fæti – staðan sé slæm hvernig sem á er litið. Þetta eigi við um allar raungreinar, getu drengja til að tjá sig, að lesa sér til gangs og að almennt sjái drengir í raun lítinn tilgang í því að sinna námi. Síðasta PISA könnun sú versta sem hefur mælst á eftir þeirri síðustu sem var sú næstversta. Tryggvi segir að það hefði mátt vera ljóst að PISA-könnunin fyrir árið 2022 yrði afar slæm, enda hafi sú orðið raunin. Að óbreyttu muni sú þróun halda áfram og að næsta PISA-könnun verði líklega „einhver katastrófa“ eins og hann orðar það; „líklega sú versta í allri Evrópu.“ Staðan á Íslandi er skrýtin að sögn Tryggva: „Á sama tíma og gríðarlega úrbóta er þörf þá erum við á sama tíma með alveg frábær kerfi og vel fjárfest, ég meina, íslenska menntakerfið er þriðja best fjármagnaða kerfi í heimi á hvern nemanda. Það er ekki eins og ástæðan fyrir þessu sé að þetta sé svo vanfjármagnað.“ Breytingar á samfélagskipan hafa leikið skólakerfið grátt Ljóst má því vera að þetta eru verulega miklar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag. „Erfitt og flókið fyrir þá sem starfa innan kerfisins er hvað breytingarhraðinn er mikill. Dæmi um þetta sem að ég var ekki meðvitaður um áður en ég byrjaði í þessari vinnu er tungumálaþróunin. Hún er alveg að breytast geigvænlega hratt. Það hefur orðið hrun í tungumálagetu og tungumála þroska barna.“ Þá segir hann sprengingu hafa orðið í fjölda barna sem að þurfa aðstoð og að yfir 2000 börn bíði nú á biðlista eftir talmeinafræðingi. Yfirgnæfandi fjöldi þeirra drengir. „Mælingar sýna að í fjórða bekk er kominn áberandi kynjamunur þegar það kemur að tungumáli. Hann eykst síðan í gegnum skólagönguna.“ Tryggvi leggur sérstaklega áherslu á að vandinn aukist því að á meðan geta drengja fellur þá eykst geta stúlkna. Kerfið sé ekki nægilega gott í að greina þá sem eru hjálparþurfi og fá þá margir ekki aðstoð fyrr en þeir eru komnir á unglingastig. Það er of seint að mati Tryggva. Reynsla Vestmannaeyja á breytingu skólastarfs gefið góða raun Í Vestmannaeyjum er skólakerfið mótað á annan hátt en annarstaðar á landinu. Þórarinn Hjartarson, umsjónarmaður hlaðvarpsins, spurði Tryggva hvort að það væri ekki athugavert að á meðan Eyjamenn geti boðið upp á kerfi sem hefur bætt stöðu drengja virðist vera lítill áhugi skólayfirvalda um að breyta um kúrs. Tryggvi sagðist ekki vera tilbúinn að segja nákvæmlega hvað valdi því að börn í Vestmannaeyjum standi sig betur í grunnskóla heldur en annarstaðar á landinu. Hann bendir á sama hvaða stefna sé tekin sé mikilvægt að fá alla að borðinu. Árangur í Vestmannaeyjum hafi þó verið töluverður og að viðsnúningur til betra skólakerfis, bæði fyrir drengi og stúlkur hafi gerst hratt. Þetta hafi verið árangur sem ætti einnig rætur sínar að rekja í að allt samfélagið fór að taka þátt í það að efla skólastarfið. Hvað ætla Ásmundur Einar og Áslaug Arna að gera? Tryggvi segir að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra hafi sýnt niðurstöðum rannsókna og tillögum Tryggva áhuga. Við lok kynningar skýrslunnar hafi þau lýst því yfir að nú þyrfti að fara í breytingar. Tryggvi segist vera spenntur að sjá það gerast enda tekur hann það mikilvægt. Tryggvi segir mikilvægt að muna að það sé ekki bara skólakerfisins að sinna börnunum heldur þurfi allir að leggja hönd á plóg. „Þetta er ekki bara hvað ætla Ásmundur eða Áslaug að gera. Spurningin er hvað ætlar þú að gera, hvað ætla ég að gera? Við getum öll gert eitthvað. Og ef þú skoðar tillögurnar í skýrslunni þá sérðu að það er alveg sama hver þú ert þá getur þú fundið þér verkefni. Tryggvi hefur verið fenginn til að vinna skýrslu um stöðu drengja í skólakerfinu. Niðurstöður hans eru kolsvartar.vísir Ef þú ert foreldri, þú bara hefur heilmikið af verkfærum úr að moða. Lestu fyrir börnin þín á kvöldin. Allar rannsóknir sýna að þú gefur því stórkostlegt forskot inn í lífið ef þú tekur tíma í að gera það. Fylgstu með heimanáminu og taktu þér hálftíma á dag, ekki í einhverju stressi heldur ó ró og næði.“ Símanotkun mikil böl Telur Tryggvi að þetta geti verið til batnaðar og auki tengsl milli foreldris og barna ásamt því að gefa því gott veganesti út í lífið. Tryggvi bendir jafnframt á að rannsóknir bendi til að aukin símanotkun hafi valdið skertari tengslamyndun milli barna og foreldra. Um rannsókn sem að skoðaði það þegar truflanir á borð við síma var beitt í hefðbundnum samskiptum við börn og mæðra hafi verið sláandi. „Truflunin sem að þetta olli í eðlilegum málþroska hjá barninu var margfalt það sem að haldið var í fyrstu. Kostnaðurinn og skaðinn af þessu var vart hægt að mæla hversu gígantískur hann er. Ef að barn er á bakvið símann og sér ekki andlitið á þér ertu að svipta barnið getu á þessu sviði.“ En hver er lausnin? Það er engin töfralausn að mati Tryggva. Hann segir þó að menntakerfið þurfi aðföng og getu til þess að veita börnum nauðsynleg gögn og kerfi til þess að koma þeim til aðstoðar sem fyrst. Í skýrslunni nefnir hann tillögur sem meðal annars snúa að aukinni hreyfingu, verkefni og mælingar til þess að koma til móts við sveitarfélög eða skóla sem standa höllum fæti og styrkja kennarastéttina til þess að bæta starfið. Skóla- og menntamál PISA-könnun Íslensk tunga Tækni Tengdar fréttir Íslenskir unglingar undir pari í skapandi hugsun hins daglega lífs Hæfni 15 ára nemenda á Íslandi í skapandi hugsun var undir meðaltali OECD og var frammistaða drengja lakari en stúlkna. Þetta eru meðal niðurstaðna úr könnun PISA á skapandi hugsun sem birtar voru í dag. Íslenskir nemendur hafa þó góða trú á eigin getu. 18. júní 2024 13:59 Á að hundsa öll viðvörunarljós? „Botninum líklega ekki náð“ sagði höfundur nýrrar skýrslu um stöðu drengja í skólakerfinu. 11. júní 2024 10:30 „Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
„Við eigum ekkert að vera að sykurhúða stöðuna. Hún er bara slæm. Og það sem að er mesta áhyggjuefnið er að hún er að versna og versna mjög hratt.“ Þetta kemur fram í nýjum þætti hlaðvarpsins Ein Pæling þar sem rætt var við Tryggva. Tryggvi segir hina ískyggilegu stöðu ekki einskorðast við eitt fag eða einn skóla heldur sé staðan slæm á flestum sviðum. „Á nær allan máta er staða drengja í menntakerfinu að versna þegar það kemur að árangri sérstaklega. Hún er eilítið skárri þegar það kemur að líðan, en þar höfum við meiri áhyggjur af stúlkum.“ Næsta PISA-könnun ekkert tilhlökkunarefni Tryggvi segir sama hvar drepið er niður fæti – staðan sé slæm hvernig sem á er litið. Þetta eigi við um allar raungreinar, getu drengja til að tjá sig, að lesa sér til gangs og að almennt sjái drengir í raun lítinn tilgang í því að sinna námi. Síðasta PISA könnun sú versta sem hefur mælst á eftir þeirri síðustu sem var sú næstversta. Tryggvi segir að það hefði mátt vera ljóst að PISA-könnunin fyrir árið 2022 yrði afar slæm, enda hafi sú orðið raunin. Að óbreyttu muni sú þróun halda áfram og að næsta PISA-könnun verði líklega „einhver katastrófa“ eins og hann orðar það; „líklega sú versta í allri Evrópu.“ Staðan á Íslandi er skrýtin að sögn Tryggva: „Á sama tíma og gríðarlega úrbóta er þörf þá erum við á sama tíma með alveg frábær kerfi og vel fjárfest, ég meina, íslenska menntakerfið er þriðja best fjármagnaða kerfi í heimi á hvern nemanda. Það er ekki eins og ástæðan fyrir þessu sé að þetta sé svo vanfjármagnað.“ Breytingar á samfélagskipan hafa leikið skólakerfið grátt Ljóst má því vera að þetta eru verulega miklar áskoranir sem við stöndum frammi fyrir sem samfélag. „Erfitt og flókið fyrir þá sem starfa innan kerfisins er hvað breytingarhraðinn er mikill. Dæmi um þetta sem að ég var ekki meðvitaður um áður en ég byrjaði í þessari vinnu er tungumálaþróunin. Hún er alveg að breytast geigvænlega hratt. Það hefur orðið hrun í tungumálagetu og tungumála þroska barna.“ Þá segir hann sprengingu hafa orðið í fjölda barna sem að þurfa aðstoð og að yfir 2000 börn bíði nú á biðlista eftir talmeinafræðingi. Yfirgnæfandi fjöldi þeirra drengir. „Mælingar sýna að í fjórða bekk er kominn áberandi kynjamunur þegar það kemur að tungumáli. Hann eykst síðan í gegnum skólagönguna.“ Tryggvi leggur sérstaklega áherslu á að vandinn aukist því að á meðan geta drengja fellur þá eykst geta stúlkna. Kerfið sé ekki nægilega gott í að greina þá sem eru hjálparþurfi og fá þá margir ekki aðstoð fyrr en þeir eru komnir á unglingastig. Það er of seint að mati Tryggva. Reynsla Vestmannaeyja á breytingu skólastarfs gefið góða raun Í Vestmannaeyjum er skólakerfið mótað á annan hátt en annarstaðar á landinu. Þórarinn Hjartarson, umsjónarmaður hlaðvarpsins, spurði Tryggva hvort að það væri ekki athugavert að á meðan Eyjamenn geti boðið upp á kerfi sem hefur bætt stöðu drengja virðist vera lítill áhugi skólayfirvalda um að breyta um kúrs. Tryggvi sagðist ekki vera tilbúinn að segja nákvæmlega hvað valdi því að börn í Vestmannaeyjum standi sig betur í grunnskóla heldur en annarstaðar á landinu. Hann bendir á sama hvaða stefna sé tekin sé mikilvægt að fá alla að borðinu. Árangur í Vestmannaeyjum hafi þó verið töluverður og að viðsnúningur til betra skólakerfis, bæði fyrir drengi og stúlkur hafi gerst hratt. Þetta hafi verið árangur sem ætti einnig rætur sínar að rekja í að allt samfélagið fór að taka þátt í það að efla skólastarfið. Hvað ætla Ásmundur Einar og Áslaug Arna að gera? Tryggvi segir að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra hafi sýnt niðurstöðum rannsókna og tillögum Tryggva áhuga. Við lok kynningar skýrslunnar hafi þau lýst því yfir að nú þyrfti að fara í breytingar. Tryggvi segist vera spenntur að sjá það gerast enda tekur hann það mikilvægt. Tryggvi segir mikilvægt að muna að það sé ekki bara skólakerfisins að sinna börnunum heldur þurfi allir að leggja hönd á plóg. „Þetta er ekki bara hvað ætla Ásmundur eða Áslaug að gera. Spurningin er hvað ætlar þú að gera, hvað ætla ég að gera? Við getum öll gert eitthvað. Og ef þú skoðar tillögurnar í skýrslunni þá sérðu að það er alveg sama hver þú ert þá getur þú fundið þér verkefni. Tryggvi hefur verið fenginn til að vinna skýrslu um stöðu drengja í skólakerfinu. Niðurstöður hans eru kolsvartar.vísir Ef þú ert foreldri, þú bara hefur heilmikið af verkfærum úr að moða. Lestu fyrir börnin þín á kvöldin. Allar rannsóknir sýna að þú gefur því stórkostlegt forskot inn í lífið ef þú tekur tíma í að gera það. Fylgstu með heimanáminu og taktu þér hálftíma á dag, ekki í einhverju stressi heldur ó ró og næði.“ Símanotkun mikil böl Telur Tryggvi að þetta geti verið til batnaðar og auki tengsl milli foreldris og barna ásamt því að gefa því gott veganesti út í lífið. Tryggvi bendir jafnframt á að rannsóknir bendi til að aukin símanotkun hafi valdið skertari tengslamyndun milli barna og foreldra. Um rannsókn sem að skoðaði það þegar truflanir á borð við síma var beitt í hefðbundnum samskiptum við börn og mæðra hafi verið sláandi. „Truflunin sem að þetta olli í eðlilegum málþroska hjá barninu var margfalt það sem að haldið var í fyrstu. Kostnaðurinn og skaðinn af þessu var vart hægt að mæla hversu gígantískur hann er. Ef að barn er á bakvið símann og sér ekki andlitið á þér ertu að svipta barnið getu á þessu sviði.“ En hver er lausnin? Það er engin töfralausn að mati Tryggva. Hann segir þó að menntakerfið þurfi aðföng og getu til þess að veita börnum nauðsynleg gögn og kerfi til þess að koma þeim til aðstoðar sem fyrst. Í skýrslunni nefnir hann tillögur sem meðal annars snúa að aukinni hreyfingu, verkefni og mælingar til þess að koma til móts við sveitarfélög eða skóla sem standa höllum fæti og styrkja kennarastéttina til þess að bæta starfið.
Skóla- og menntamál PISA-könnun Íslensk tunga Tækni Tengdar fréttir Íslenskir unglingar undir pari í skapandi hugsun hins daglega lífs Hæfni 15 ára nemenda á Íslandi í skapandi hugsun var undir meðaltali OECD og var frammistaða drengja lakari en stúlkna. Þetta eru meðal niðurstaðna úr könnun PISA á skapandi hugsun sem birtar voru í dag. Íslenskir nemendur hafa þó góða trú á eigin getu. 18. júní 2024 13:59 Á að hundsa öll viðvörunarljós? „Botninum líklega ekki náð“ sagði höfundur nýrrar skýrslu um stöðu drengja í skólakerfinu. 11. júní 2024 10:30 „Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Íslenskir unglingar undir pari í skapandi hugsun hins daglega lífs Hæfni 15 ára nemenda á Íslandi í skapandi hugsun var undir meðaltali OECD og var frammistaða drengja lakari en stúlkna. Þetta eru meðal niðurstaðna úr könnun PISA á skapandi hugsun sem birtar voru í dag. Íslenskir nemendur hafa þó góða trú á eigin getu. 18. júní 2024 13:59
Á að hundsa öll viðvörunarljós? „Botninum líklega ekki náð“ sagði höfundur nýrrar skýrslu um stöðu drengja í skólakerfinu. 11. júní 2024 10:30
„Ótrúlegt að menn horfist ekki í augu við þetta og axli ábyrgð“ „Það molnar stanslaust undan okkur. Hversu miklum lífsgæðum þurfum við að fórna og hversu mörgum tækifærum nemenda okkar þurfum við að fórna þar til við grípum í taumana og vöknum?“ 6. desember 2023 15:27
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent