Innlent

Rann­saka bein sem fundust í mið­borginni

Árni Sæberg skrifar
Beinin sem fundust á framkvæmdasvæðinu eru nú komin til rannsóknar.
Beinin sem fundust á framkvæmdasvæðinu eru nú komin til rannsóknar. Mynd/Vilhelm

Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur nú til rannsóknar bein sem fundust á framkvæmdasvæði í miðborg Reykjavíkur í dag.

Lögregla hafði talsvert viðbragð við Egilsgötu í miðborg Reykjavíkur í morgun eftir að bein fundust þegar unnið var að framkvæmdum á svæðinu.

Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, segir í samtali við Vísi að beinin séu nú komin til tæknideildar, sem vinni að því að skera úr um hvort beinin hafi tilheyrt manni eða dýri.

Hann segir ómögulegt að segja til um það að svo stöddu hvort um mannabein sé að ræða.

Unnið er að framkvæmdum á Egilsgötu.Mynd/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×