„Gott veður alls staðar á sunnudag og mánudag“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júlí 2024 12:57 Egilsstaðir í blíðviðri, en slíku er einmitt spáð þar um helgina. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir talsverða vætu á vesturhluta landsins næstu daga. Á Norðaustur- og Austurlandi verður hins vegar þurrt, bjart og hlýtt. Um og eftir helgi er útlit fyrir prýðisveður víðast hvar um landið. Um helgina er spáð 25 stiga hita á Egilsstöðum. Það er fátt sem á hug og hjörtu Íslendinga á sumrin eins og veðrið. Í veðurmálum næstu daga er það helst að frétta að sunnan- og suðvestanáttir munu færa íbúum á vesturhluta landsins talsverða úrkomu. „En bara þurrt, bjart og hlýtt á Norðaustur- og Austurhluta landsins,“ segir Kristín Hermannsdóttir, fagstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands. Úrkoman fylgi hlýja loftinu sem komi að sunnan til að byrja með. „Sérstaklega á fimmtudag og föstudag á vesturhluta landsins, en hlýja landið fer svo yfir allt land. Þannig að það verður hlýtt um allt land um helgina.“ Dæmigert sumar Ef fólk líti svo á að hlýjasta veðrið sé besta veðrið, þá verði það að finna á Norðaustur- og Austurlandi, en 25 gráðu hita er spáð á Egilsstöðum á laugardag. „Sérstaklega núna á laugardag og sunnudag, en það verður gott veður alls staðar á sunnudag og mánudag, sýnist mér á öllu,“ segir Kristín. Án þess að fara í beinan samanburð við fyrri ár segir Kristín veðrið nokkuð dæmigert. „Sumrin á Íslandi hafa nú alltaf verið svona. Einhver væta og svo hafa komið einhver góðir kaflar inni á milli. Ég held að þetta verði nú ekkert öðruvísi en það.“ Lítið þýði að líta til langtímaveðurspár, til að mynda fyrir ágústmánuð. „Við erum bara að fylgjast með frá degi til dags, og spáin næstu fimm daga er yfirleitt nóg fyrir veðurfræðing á vakt eða veðurfræðing í sjónvarpi.“ Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Það er fátt sem á hug og hjörtu Íslendinga á sumrin eins og veðrið. Í veðurmálum næstu daga er það helst að frétta að sunnan- og suðvestanáttir munu færa íbúum á vesturhluta landsins talsverða úrkomu. „En bara þurrt, bjart og hlýtt á Norðaustur- og Austurhluta landsins,“ segir Kristín Hermannsdóttir, fagstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands. Úrkoman fylgi hlýja loftinu sem komi að sunnan til að byrja með. „Sérstaklega á fimmtudag og föstudag á vesturhluta landsins, en hlýja landið fer svo yfir allt land. Þannig að það verður hlýtt um allt land um helgina.“ Dæmigert sumar Ef fólk líti svo á að hlýjasta veðrið sé besta veðrið, þá verði það að finna á Norðaustur- og Austurlandi, en 25 gráðu hita er spáð á Egilsstöðum á laugardag. „Sérstaklega núna á laugardag og sunnudag, en það verður gott veður alls staðar á sunnudag og mánudag, sýnist mér á öllu,“ segir Kristín. Án þess að fara í beinan samanburð við fyrri ár segir Kristín veðrið nokkuð dæmigert. „Sumrin á Íslandi hafa nú alltaf verið svona. Einhver væta og svo hafa komið einhver góðir kaflar inni á milli. Ég held að þetta verði nú ekkert öðruvísi en það.“ Lítið þýði að líta til langtímaveðurspár, til að mynda fyrir ágústmánuð. „Við erum bara að fylgjast með frá degi til dags, og spáin næstu fimm daga er yfirleitt nóg fyrir veðurfræðing á vakt eða veðurfræðing í sjónvarpi.“
Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira