Einn rekinn heim vegna rasisma og tveir handteknir fyrir kynferðisbrot Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júlí 2024 11:30 Hugo Auradou (t.h.) lék sinn fyrsta landsleik um helgina. Hann hefur nú verið handtekinn, grunaður um kynferðisbrot. Rodrigo Valle/Getty Images Keppnisferðalag franska ruðningslandsliðsins er fljótt að breytast úr draumi í martröð. Um helgina var einn leikmaður liðsins rekinn heim fyrir að láta rasísk ummæli falla á samfélagsmiðlum sínum og nú hafa tveir verið handteknir fyrir kynferðisbrot. Franska landsliðið í ruðningi er um þessar mundir statt á keppnisferðalagi um Suður-Ameríku. Liðið vann 28-13 sigur gegn Argentínu síðastliðinn laugardag, en síðan þá hefur fækkað í landsliðshópnum um þrjá. Í gær, mánudag, var sagt frá því hér á Vísi að Melvin Jaminet hafi verið tekinn út úr franska landsliðinu vegna kynþáttafordóma. Jaminet kom inn á sem varamaður í sigri Frakklands gegn Argentínu, en eftir leikinn birti hann myndband á Instagram þar sem hann lét rasísk ummæli falla. Í morgun birtust svo fréttir af því að tveir leikmenn liðsins hafi verið handteknir. Þeir Hugo Auradou og Oscar Jegou, sem voru báðir að leika sinn fyrsta landsleik, voru handteknir, grunaðir um kynferðisbrot, í Buenos Aires í gær. Auradou og Jegou verða fluttir til borgarinnar Mendoza þar sem brotið á að hafa átt sér stað. „Ef ásakanirnar reynast sannar er þetta ótrúlega alvarlegt mál,“ segir Florian Grill, forseti franska ruðningssambandsins. „Við munum una niðurstöðu rannsóknarinnar.“ 🚨🇫🇷 FLASH | Deux joueurs de l'équipe de France de rugby ont été arrêtés par la police en Argentine suite à une plainte pour agression sexuelle.— Cerfia (@CerfiaFR) July 9, 2024 Rugby Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira
Franska landsliðið í ruðningi er um þessar mundir statt á keppnisferðalagi um Suður-Ameríku. Liðið vann 28-13 sigur gegn Argentínu síðastliðinn laugardag, en síðan þá hefur fækkað í landsliðshópnum um þrjá. Í gær, mánudag, var sagt frá því hér á Vísi að Melvin Jaminet hafi verið tekinn út úr franska landsliðinu vegna kynþáttafordóma. Jaminet kom inn á sem varamaður í sigri Frakklands gegn Argentínu, en eftir leikinn birti hann myndband á Instagram þar sem hann lét rasísk ummæli falla. Í morgun birtust svo fréttir af því að tveir leikmenn liðsins hafi verið handteknir. Þeir Hugo Auradou og Oscar Jegou, sem voru báðir að leika sinn fyrsta landsleik, voru handteknir, grunaðir um kynferðisbrot, í Buenos Aires í gær. Auradou og Jegou verða fluttir til borgarinnar Mendoza þar sem brotið á að hafa átt sér stað. „Ef ásakanirnar reynast sannar er þetta ótrúlega alvarlegt mál,“ segir Florian Grill, forseti franska ruðningssambandsins. „Við munum una niðurstöðu rannsóknarinnar.“ 🚨🇫🇷 FLASH | Deux joueurs de l'équipe de France de rugby ont été arrêtés par la police en Argentine suite à une plainte pour agression sexuelle.— Cerfia (@CerfiaFR) July 9, 2024
Rugby Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira