Vaxandi vanskil merki um víðtækari vanda framundan Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. júlí 2024 22:07 Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus. Vísir/Einar Merki eru um að vanskil heimila og fyrirtækja fari vaxandi. Alvarleg vanskil fyrirtækja hafa aukist á þessu ári samkvæmt gögnum frá innheimtufyrirtækinu Motus. Þróunin er möguleg vísbending um að víðtækari fjárhagsvandi sé framundan. Forstjóri segir þetta merki um að nú séu langvarandi verðbólga og háir vextir farnir að segja til sín. Innheimtufyrirtækið Motus hefur tekið saman gögn um vanskil bæði heimila og fyrirtækja. Í heimsfaraldrinum drógust vanskil töluvert saman, en nú er þróunin önnur. „Vanskil hafa bara verið nokkuð stöðug og lág síðustu ár. En núna eftir áramótin sjáum við að þetta er að aukast töluvert hratt, og hraðar heldur en við höfum séð á síðustu árum,“ segir Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus. Vanskil í þessu sambandi vísa til þess þegar kröfur eru ógreiddar á eindaga. Alvarleg vanskil aftur á móti vísa til þess þegar krafa er enn ógreidd 45 dögum eftir eindaga, og þá er næsta skref í flestum tilfellum lögfræðiinnheimta. Gögnin sýna að kröfum sem greiddar eru eftir eindaga hefur fjölgað marktækt frá því á sama tíma í fyrra. „Við erum að horfa svolítið á þetta í rauntíma, hvaða kröfur eru að greiðast og síðustu mánuði sjáum við að vanskil eru marktækt að aukast.“ segir Brynja. „Til dæmis með einstaklinga, við sjáum það að þeir byrja að forgangsraða kröfunum sínum. Þannig að vanskil eru að aukast kannski í svona smærri kröfum, áskriftum og öðru slíku á meðan að fólk er ennþá að greiða til dæmis af húsnæðislánunum sínum og stærri kröfum sem að kannski bankarnir sjá þá,“ segir Brynja. Þetta gefi vísbendingu um að alvarlegri vanskil séu í vændum og geti haft forspárgildi um víðtækari fjárhagsvanda framundan í efnahagslífinu. „Þróunin er svo sannarlega byrjuð.“ Þá fjölgaði alvarlegum vanskilum fyrirtækja í fyrra í fyrsta sinn síðan árið 2020 og hefur sú þróun haldið áfram það sem af þessu ári. Alvarleg vanskil fyrirtækja eru nú um 2,5%, sem er nokkuð undir því sem var 2020 þegar þau voru ríflega 3,4%. Alvarleg vanskil einstaklinga virðast þó hafa staðið nokkurn veginn í stað síðasta árið, en Brynja segir þróunina benda til þess að sú staða gæti snúist við. „Þetta gæti verið vísbending um það að það sé farið að síga í núna, langvarandi verðbólga og háir vextir. Þannig að við sjáum það að það er aðeins að snúast við," segir Brynja. Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira
Innheimtufyrirtækið Motus hefur tekið saman gögn um vanskil bæði heimila og fyrirtækja. Í heimsfaraldrinum drógust vanskil töluvert saman, en nú er þróunin önnur. „Vanskil hafa bara verið nokkuð stöðug og lág síðustu ár. En núna eftir áramótin sjáum við að þetta er að aukast töluvert hratt, og hraðar heldur en við höfum séð á síðustu árum,“ segir Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus. Vanskil í þessu sambandi vísa til þess þegar kröfur eru ógreiddar á eindaga. Alvarleg vanskil aftur á móti vísa til þess þegar krafa er enn ógreidd 45 dögum eftir eindaga, og þá er næsta skref í flestum tilfellum lögfræðiinnheimta. Gögnin sýna að kröfum sem greiddar eru eftir eindaga hefur fjölgað marktækt frá því á sama tíma í fyrra. „Við erum að horfa svolítið á þetta í rauntíma, hvaða kröfur eru að greiðast og síðustu mánuði sjáum við að vanskil eru marktækt að aukast.“ segir Brynja. „Til dæmis með einstaklinga, við sjáum það að þeir byrja að forgangsraða kröfunum sínum. Þannig að vanskil eru að aukast kannski í svona smærri kröfum, áskriftum og öðru slíku á meðan að fólk er ennþá að greiða til dæmis af húsnæðislánunum sínum og stærri kröfum sem að kannski bankarnir sjá þá,“ segir Brynja. Þetta gefi vísbendingu um að alvarlegri vanskil séu í vændum og geti haft forspárgildi um víðtækari fjárhagsvanda framundan í efnahagslífinu. „Þróunin er svo sannarlega byrjuð.“ Þá fjölgaði alvarlegum vanskilum fyrirtækja í fyrra í fyrsta sinn síðan árið 2020 og hefur sú þróun haldið áfram það sem af þessu ári. Alvarleg vanskil fyrirtækja eru nú um 2,5%, sem er nokkuð undir því sem var 2020 þegar þau voru ríflega 3,4%. Alvarleg vanskil einstaklinga virðast þó hafa staðið nokkurn veginn í stað síðasta árið, en Brynja segir þróunina benda til þess að sú staða gæti snúist við. „Þetta gæti verið vísbending um það að það sé farið að síga í núna, langvarandi verðbólga og háir vextir. Þannig að við sjáum það að það er aðeins að snúast við," segir Brynja.
Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Sjá meira