Læknirinn sem varð fyrir árásinni ætlar lengra með málið Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2024 15:56 Heilsugæslan á Höfuðborgarsvæðinu i miðbænum. Vísir/Vilhelm Heimilislæknir sem varð fyrir árás sjúklings á heilsugæslu í Reykjavík en fær ekki bætur frá ríkinu vegna málsins hyggst áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Þetta staðfestir Snorri Stefánsson, lögmaður læknisins, í samtali við fréttastofu. Snorri hefur heyrt að það sé tilfinningin hjá læknum almennt að kjarasamningsákvæði ætti að vernda þá betur en þessi dómur gefur til kynna, enda séu þeir oft að vinna við erfiðar aðstæður. „Mönnum líður auðvitað betur ef þeir eru tryggðir.“ Atvik málsins áttu sér stað árið 2021 þegar sjúklingur sem vildi fá morfínlyf, sem læknirinn hafði neitað honum um, réðst á hann. Læknirinn höfðaði mál á hendur gerði kröfu um að ríkið myndi viðurkenna skaðabótaskyldu á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu læknisins. Dómurinn leit svo á að til þess að ríkið sé bótaskylt hafi sjúklingurinn þurft að hafa takmarkaða eða enga stjórn á gjörðum sínum. Að mati dómsins var ekkert í málinu sem benti til þess, en árásarmaðurinn hlaut sextíu daga fangelsisdóm vegna málsins. Ríkið hafi þar að auki ekki valdið tjóni læknisins með öðrum saknæmum hætti og bæri því ekki ábyrgð á tjóninu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn föstudag var fjallað um að málum þar sem heilbrigðistarfsfólki er hótað eða beitt ofbeldi væri að fjölga. ' Fram kom að mál heimilislæknisins hefði vakið ugg meðal starfsfólks heilsugæslunnar, og að síðan hefði öryggisvörður alla jafna staðið vakt við heilsugæsluna. „Þetta hefur auðvitað gefið okkur tilefni til að hugsa um öryggismál og þessi dómur hefur verið til skoðunar hjá okkur, hann er visst áhyggjuefni,“ sagði Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Dómsmál Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Þetta staðfestir Snorri Stefánsson, lögmaður læknisins, í samtali við fréttastofu. Snorri hefur heyrt að það sé tilfinningin hjá læknum almennt að kjarasamningsákvæði ætti að vernda þá betur en þessi dómur gefur til kynna, enda séu þeir oft að vinna við erfiðar aðstæður. „Mönnum líður auðvitað betur ef þeir eru tryggðir.“ Atvik málsins áttu sér stað árið 2021 þegar sjúklingur sem vildi fá morfínlyf, sem læknirinn hafði neitað honum um, réðst á hann. Læknirinn höfðaði mál á hendur gerði kröfu um að ríkið myndi viðurkenna skaðabótaskyldu á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands. Hins vegar hafnaði dómurinn kröfu læknisins. Dómurinn leit svo á að til þess að ríkið sé bótaskylt hafi sjúklingurinn þurft að hafa takmarkaða eða enga stjórn á gjörðum sínum. Að mati dómsins var ekkert í málinu sem benti til þess, en árásarmaðurinn hlaut sextíu daga fangelsisdóm vegna málsins. Ríkið hafi þar að auki ekki valdið tjóni læknisins með öðrum saknæmum hætti og bæri því ekki ábyrgð á tjóninu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðinn föstudag var fjallað um að málum þar sem heilbrigðistarfsfólki er hótað eða beitt ofbeldi væri að fjölga. ' Fram kom að mál heimilislæknisins hefði vakið ugg meðal starfsfólks heilsugæslunnar, og að síðan hefði öryggisvörður alla jafna staðið vakt við heilsugæsluna. „Þetta hefur auðvitað gefið okkur tilefni til að hugsa um öryggismál og þessi dómur hefur verið til skoðunar hjá okkur, hann er visst áhyggjuefni,“ sagði Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Dómsmál Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira