Innlent

Út­kall vegna skútu sem strandaði í Eyja­firði

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
. Útkallsboðin fóru á Björgunarskipið Sigurvin á Siglufirði, Súlur Björgunarsveitina á Akureyri og Björgunarsveitina Dalvík.
. Útkallsboðin fóru á Björgunarskipið Sigurvin á Siglufirði, Súlur Björgunarsveitina á Akureyri og Björgunarsveitina Dalvík. landsbjörg

Landhelgisgæslan og Landsbjörg hafa sent nokkur skip til þess að aðstoða skútu sem er strand fyrir Gása í Eyjafirði.   

Þetta staðfestir stjórnstöð Landhelgisgæslunnar við fréttastofu en mbl.is greindi fyrst frá Strandinu. 

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslu lekur skútan ekki og tveir skipverjar eru óhultir. Skip af Eyjafjarðarsvæðinu voru send til aðstoðar, meðal annars frá Dalvík og Siglufirði. 

Uppfært kl. 20:11

Samkvæmt tilkynningu frá Landsbjörg var skútan laus um klukkan 19:30.

„Bjargir eru nú á leið heim en Sigurvin fylgdi skútunni á sinn næsta áfangastað áður en heim var haldið. Veðrið á vettvangi var gott, um 9 gráður, 3 m/s og bjart.“

Sigurvin frá Siglufirði.landsbjörg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×