Kinds of Kindness: Þríréttað hjá listakokknum Yorgos Heiðar Sumarliðason skrifar 14. júlí 2024 11:23 Emma Stone og Jessie Plemons í þriðju myndinni R.M.F. Eats a Sandwich. Bíddu, skrifaði ég ekki pistil um kvikmynd eftir Grikkjann Yorgos Lanthimos fyrir innan við hálfu ári? Tekur þessi maður sér ekki frí? Þurfum við áhorfendur ekki líka frí? Svarið við báðum þessum spurningum er nei. Bíó Paradís sýnir nú Kinds of Kindness, nýjustu kvikmynd Yorgos, sjö mánuðum eftir að Óskarstilnefnd kvikmynd hans Poor Things var tekin til sýningar hér á landi. Grikkinn virðist hafa næga starfsorku og ber hann hér fram þrjár myndir í einni á 164 mínútum. Sömu leikararnir eru í öllum þremur, en túlka þó aldrei sömu persónuna. Sumir leikaranna eru kunnugleg andlit úr fyrri myndum Yorgosar; Emma Stone og Willem Dafoe, en meðal nýrra samstarfsmanna eru Jesse Plemons og Margaret Qualley. Myndirnar þrjár eru ólíkar að ýmsu leyti, en líkar að öðru. Allar hafa þær þessa óvægnu súrrealísku Yorgos Lanthimos stemningu, en eru þó einnig brenndar öðru marki sem einkennir hann sem höfund, þær eru æði misjafnar og brokkgengar. En fyrst að öðrum hugleiðingum... Að láta dóma og einkunnir ekki hafa áhrif Heimurinn er orðinn allt annar en á árum áður með tilkomu Internetsins, allar upplýsingar eru handan hornsins, þar á meðal dómar helstu gagnrýnenda, sem og skoðanir Péturs og Páls, Gunnars og Njáls. Þar má glöggt sjá að ekki eru allir á eitt sáttir með Kinds of Kindness, einkunnir hennar eru lægri en á öðrum myndum Yorgos. Áhorfendur og gagnrýnendur virðast ekki jafn hrifnir af Kinds of Kindness og fyrri myndum Yorgos. Nú orðið hafa þessar tölur raunveruleg áhrif á aðsókn kvikmynda. Það þekkja allir fólk sem horfir aldrei á neitt sem fær lægri einkunn en 7,0 á Imdb.com. Ég viðurkenni alveg að sjálfur er ég hikandi þegar kvikmyndir og sjónvarpsþættir fá lága einkunn. Hins vegar hef ég oft látið vaða og horft á efni með lægri einkunn, sem hefur svo komið skemmtilega á óvart. Það er nefnilega ekki alltaf að marka einkunnir og dóma, alls kyns hlutir geta haft áhrif á viðbrögð fólks, með öllu ótengt því sem raunverulega er borið fram. Helst virðast það vera vonir og væntingar sem hafa áhrif og var ég vel meðvitaður um þessa væntingaskekkju þegar ég gekk inn í bíósalinn. Yorgos er nýbúinn að senda frá sér sína (mögulega) bestu kvikmynd. Hvernig er hægt að fylgja því eftir, og það hálfu ári síðar? Emma Stone hlaut verðskuldaða Óskarsstyttu fyrir frammistöðu sína í Poor Things. Vegna þess að tölurnar á Imdb.com og Metacritic voru ekki með Kinds of Kindness í liði , ákvað ég að koma alveg kaldur inn, reyndar svo kaldur að ég mundi ekki einu sinni nafn myndarinnar þegar ég sótti miðann, ásamt því að hafa ekki horft á stikluna, eða lesið stakt orð um söguþráðinn. Ég vissi ekki einu sinni að þetta væru þrjár stuttmyndir og hélt að leikaralistinn sem birtist eftir fyrstu myndina væri brandari. Ekki þematískt samstæðar Eftir að hafa séð Kinds of Kindness og myndað mér mína eigin skoðun ákvað ég að rýna í hvað stuðaði marga áhorfendur og gagnrýnendur. Gagnrýni margra rýna snýr að því að sögunar þrjár séu ekki nægilega vel tengdar saman þematískt. Því get ég verið sammála, því það er hreinlega rétt. Minnugur þess sem oft er tönnlast á varðandi gagnrýni, að gaumgæfa hvað listamaðurinn ætlaði sér að gera og hvernig það tókst, skoðaði ég viðtal við Yorgos tengt myndinni. Þar kom í ljós að hann ætlaði sér aldrei að hafa myndirnar þrjár þematískt tengdar, hann tekur það m.a.s. sérstaklega fram: It’s not like, OK, the theme of faith or the theme of control or whatever. It never starts like that. And I think even by the time we finish, we don’t even think about that.” Er hægt að gagnrýna listamann fyrir að gera ekki eitthvað sem hann ætlaði sér alls ekki? Ef Yorgos ætlaði sér aldrei að gera þrjár myndir sem eru þematískt samstæðar, hver er ég að segja að honum hafi mistekist vegna þess að þær eru það ekki? Það er ekki hægt að gagnrýna grænmetispizzu af því hún er ekki Meat & Cheese. Þú hengir ekki bakara fyrir smið, þú hengir bakara ef hann segist ætla að gera grænmetispizzu, gerir slíka og hún er vond. Brokkgengur meistari Yorgos er sniðugur, en brokkgengur kvikmyndagerðarmaður, þó myndirnar hans séu ávallt flottar og sniðugar tekst honum misvel að draga áhorfandann inn í framvinduna og örlög persónanna (jafnvel innan einnar og sömu myndarinnar). Sniðugheit og glæsileiki eru aðeins hluti uppskriftar heildstæðs réttar, en á stundum eru kvikmyndir Yorgos eins og humarsúpa sem gleymdist að setja humarinn í. Súpubragðið er þarna, en fyllinguna skortir. Það á t.d. við um kvikmynd hans The Lobster (já, það var ástæðan fyrir humarsúpudæminu). Hún var eina mynd Yorgos sem ég hafði ekki séð áður en ég horfði á Kinds of Kindness. Ég mundi að Netflix var sífellt að ota henni að mér í „Your next watch“ dálkinum og setti mig því í stellingar og horfði. The Lobster er fyrir margar sakir áhugaverð, en er þó eins og reykvíska sumarið, erfitt að njóta. Hún er dæmi um Yorgos-mynd sem heldur manni oftast í of mikilli fjarlægð, og aðeins öðru hvoru upplifði ég þá fyllingu sem samkennd með aðalpersónu skapar. Það er oft eins og samkennd sé meðlæti í þeim réttum sem Grikkinn sniðugi ber fram. Hann er svo mikill listakokkur að það virðist stundum fyrir neðan hans virðingu að bera fram saðsamar máltíðir. T.d. þegar áhorfandinn er loks farinn að fjárfesta í örlögum aðalpersóna The Lobster er teppinu kippt undan fótum hans með vendingum sem slíta þann streng sem Yorgos er loks farinn að mynda. Kaldhæðnin ber því söguna ofurliði og maður ypptir öxlum þegar myndin er búin. Enn fleiri matarsamlíkingar En þá að myndinni sjálfri. Fyrst ég er byrjaður í matarsamlíkingunum, þá er Kinds of Kindness þriggja rétta máltíð (allt smækkaðir aðalréttir), þrjár myndir, líkar að einhverju leyti, ólíkar að öðru. Þær eru mikið til speglun á feril Yorgos; sumar fráhrindandi, aðrar með opinn faðminn. Fyrsta myndin The Death of R.M.F. ber einkenni alls þess versta í vopnabúri Yorgos; köld, fráhrindandi og ruglingsleg. Hún fjallar um mann sem lifir lífi sínu eftir pöntun frá einhvers konar yfirmanni. Þetta er sá Yorgos sem er meira annt um að skemmta skrattanum í sjálfum sér heldur en áhorfendum. Eftir að henni lauk hugsaði ég að hér væri komin ástæða þessara miðlungs viðtakna. Satt best að segja fór aðeins um mig á þessum tímapunkti, ég leit á klukkuna og hugsaði: „100 mínútur í viðbót af þessu,“ og andvarpaði. Willem Dafoe og Margaret Qualley í hlutverkum sínum í fyrstu stuttmyndinni. Önnur myndin R.M.F. is Flying, ber nafn með rentu og nær mun meira flugi. Eiginkona lögreglumanns hverfur en þegar hún skilar sér aftur er hann þess viss að þetta sé tvífari hennar. Hægt og rólega verður atferli hans óútreiknanlegra og endar í algjörri sturlun. Hér er Yorgos í essinu sínu og Eyjólfur heldur tekinn að hressast. Yorgos stimplar sig svo út með annarri mjög vel heppnaðri stuttmynd, R.M.F. Eats a Sandwich. Þar fjallar hann um mann og konu sem eru í stórfurðulegu költi. Þau eru send út af örkinni til að finna konu sem getur endurlífgað látið fólk. Inn í þetta blandast svo fyrrum eiginmaður konunnar og brengluð samskipti þeirra. Í þessum tveimur síðari myndum nær Yorgos að malla saman hinn fullkomna rétt, þar sem öll innihaldsefnin er að finna, og það í réttum hlutföllum. Kuldi, hlýja, samhygð, súrrealismi, kaldhæðni, húmor og drama, öllu blandað saman á fyrsta flokks máta. Leikararnir sýna allir stórkostlega takta, þó er enginn betri en Jesse Plemons. Hann bregður sér hér í allra kvikinda líki, og toppar sig í lokamyndinni, ég er ekki frá því að hann sé orðinn einn allra fremsti leikari heims. Niðurstaða: Ef The Death of R.M.F. er hreinlega tekin út úr jöfnunni fær Kinds of Kindness mín bestu meðmæli, en með þessum heldur bragðlausa forrétti fær hún aðeins mín næst bestu. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó Paradís sýnir nú Kinds of Kindness, nýjustu kvikmynd Yorgos, sjö mánuðum eftir að Óskarstilnefnd kvikmynd hans Poor Things var tekin til sýningar hér á landi. Grikkinn virðist hafa næga starfsorku og ber hann hér fram þrjár myndir í einni á 164 mínútum. Sömu leikararnir eru í öllum þremur, en túlka þó aldrei sömu persónuna. Sumir leikaranna eru kunnugleg andlit úr fyrri myndum Yorgosar; Emma Stone og Willem Dafoe, en meðal nýrra samstarfsmanna eru Jesse Plemons og Margaret Qualley. Myndirnar þrjár eru ólíkar að ýmsu leyti, en líkar að öðru. Allar hafa þær þessa óvægnu súrrealísku Yorgos Lanthimos stemningu, en eru þó einnig brenndar öðru marki sem einkennir hann sem höfund, þær eru æði misjafnar og brokkgengar. En fyrst að öðrum hugleiðingum... Að láta dóma og einkunnir ekki hafa áhrif Heimurinn er orðinn allt annar en á árum áður með tilkomu Internetsins, allar upplýsingar eru handan hornsins, þar á meðal dómar helstu gagnrýnenda, sem og skoðanir Péturs og Páls, Gunnars og Njáls. Þar má glöggt sjá að ekki eru allir á eitt sáttir með Kinds of Kindness, einkunnir hennar eru lægri en á öðrum myndum Yorgos. Áhorfendur og gagnrýnendur virðast ekki jafn hrifnir af Kinds of Kindness og fyrri myndum Yorgos. Nú orðið hafa þessar tölur raunveruleg áhrif á aðsókn kvikmynda. Það þekkja allir fólk sem horfir aldrei á neitt sem fær lægri einkunn en 7,0 á Imdb.com. Ég viðurkenni alveg að sjálfur er ég hikandi þegar kvikmyndir og sjónvarpsþættir fá lága einkunn. Hins vegar hef ég oft látið vaða og horft á efni með lægri einkunn, sem hefur svo komið skemmtilega á óvart. Það er nefnilega ekki alltaf að marka einkunnir og dóma, alls kyns hlutir geta haft áhrif á viðbrögð fólks, með öllu ótengt því sem raunverulega er borið fram. Helst virðast það vera vonir og væntingar sem hafa áhrif og var ég vel meðvitaður um þessa væntingaskekkju þegar ég gekk inn í bíósalinn. Yorgos er nýbúinn að senda frá sér sína (mögulega) bestu kvikmynd. Hvernig er hægt að fylgja því eftir, og það hálfu ári síðar? Emma Stone hlaut verðskuldaða Óskarsstyttu fyrir frammistöðu sína í Poor Things. Vegna þess að tölurnar á Imdb.com og Metacritic voru ekki með Kinds of Kindness í liði , ákvað ég að koma alveg kaldur inn, reyndar svo kaldur að ég mundi ekki einu sinni nafn myndarinnar þegar ég sótti miðann, ásamt því að hafa ekki horft á stikluna, eða lesið stakt orð um söguþráðinn. Ég vissi ekki einu sinni að þetta væru þrjár stuttmyndir og hélt að leikaralistinn sem birtist eftir fyrstu myndina væri brandari. Ekki þematískt samstæðar Eftir að hafa séð Kinds of Kindness og myndað mér mína eigin skoðun ákvað ég að rýna í hvað stuðaði marga áhorfendur og gagnrýnendur. Gagnrýni margra rýna snýr að því að sögunar þrjár séu ekki nægilega vel tengdar saman þematískt. Því get ég verið sammála, því það er hreinlega rétt. Minnugur þess sem oft er tönnlast á varðandi gagnrýni, að gaumgæfa hvað listamaðurinn ætlaði sér að gera og hvernig það tókst, skoðaði ég viðtal við Yorgos tengt myndinni. Þar kom í ljós að hann ætlaði sér aldrei að hafa myndirnar þrjár þematískt tengdar, hann tekur það m.a.s. sérstaklega fram: It’s not like, OK, the theme of faith or the theme of control or whatever. It never starts like that. And I think even by the time we finish, we don’t even think about that.” Er hægt að gagnrýna listamann fyrir að gera ekki eitthvað sem hann ætlaði sér alls ekki? Ef Yorgos ætlaði sér aldrei að gera þrjár myndir sem eru þematískt samstæðar, hver er ég að segja að honum hafi mistekist vegna þess að þær eru það ekki? Það er ekki hægt að gagnrýna grænmetispizzu af því hún er ekki Meat & Cheese. Þú hengir ekki bakara fyrir smið, þú hengir bakara ef hann segist ætla að gera grænmetispizzu, gerir slíka og hún er vond. Brokkgengur meistari Yorgos er sniðugur, en brokkgengur kvikmyndagerðarmaður, þó myndirnar hans séu ávallt flottar og sniðugar tekst honum misvel að draga áhorfandann inn í framvinduna og örlög persónanna (jafnvel innan einnar og sömu myndarinnar). Sniðugheit og glæsileiki eru aðeins hluti uppskriftar heildstæðs réttar, en á stundum eru kvikmyndir Yorgos eins og humarsúpa sem gleymdist að setja humarinn í. Súpubragðið er þarna, en fyllinguna skortir. Það á t.d. við um kvikmynd hans The Lobster (já, það var ástæðan fyrir humarsúpudæminu). Hún var eina mynd Yorgos sem ég hafði ekki séð áður en ég horfði á Kinds of Kindness. Ég mundi að Netflix var sífellt að ota henni að mér í „Your next watch“ dálkinum og setti mig því í stellingar og horfði. The Lobster er fyrir margar sakir áhugaverð, en er þó eins og reykvíska sumarið, erfitt að njóta. Hún er dæmi um Yorgos-mynd sem heldur manni oftast í of mikilli fjarlægð, og aðeins öðru hvoru upplifði ég þá fyllingu sem samkennd með aðalpersónu skapar. Það er oft eins og samkennd sé meðlæti í þeim réttum sem Grikkinn sniðugi ber fram. Hann er svo mikill listakokkur að það virðist stundum fyrir neðan hans virðingu að bera fram saðsamar máltíðir. T.d. þegar áhorfandinn er loks farinn að fjárfesta í örlögum aðalpersóna The Lobster er teppinu kippt undan fótum hans með vendingum sem slíta þann streng sem Yorgos er loks farinn að mynda. Kaldhæðnin ber því söguna ofurliði og maður ypptir öxlum þegar myndin er búin. Enn fleiri matarsamlíkingar En þá að myndinni sjálfri. Fyrst ég er byrjaður í matarsamlíkingunum, þá er Kinds of Kindness þriggja rétta máltíð (allt smækkaðir aðalréttir), þrjár myndir, líkar að einhverju leyti, ólíkar að öðru. Þær eru mikið til speglun á feril Yorgos; sumar fráhrindandi, aðrar með opinn faðminn. Fyrsta myndin The Death of R.M.F. ber einkenni alls þess versta í vopnabúri Yorgos; köld, fráhrindandi og ruglingsleg. Hún fjallar um mann sem lifir lífi sínu eftir pöntun frá einhvers konar yfirmanni. Þetta er sá Yorgos sem er meira annt um að skemmta skrattanum í sjálfum sér heldur en áhorfendum. Eftir að henni lauk hugsaði ég að hér væri komin ástæða þessara miðlungs viðtakna. Satt best að segja fór aðeins um mig á þessum tímapunkti, ég leit á klukkuna og hugsaði: „100 mínútur í viðbót af þessu,“ og andvarpaði. Willem Dafoe og Margaret Qualley í hlutverkum sínum í fyrstu stuttmyndinni. Önnur myndin R.M.F. is Flying, ber nafn með rentu og nær mun meira flugi. Eiginkona lögreglumanns hverfur en þegar hún skilar sér aftur er hann þess viss að þetta sé tvífari hennar. Hægt og rólega verður atferli hans óútreiknanlegra og endar í algjörri sturlun. Hér er Yorgos í essinu sínu og Eyjólfur heldur tekinn að hressast. Yorgos stimplar sig svo út með annarri mjög vel heppnaðri stuttmynd, R.M.F. Eats a Sandwich. Þar fjallar hann um mann og konu sem eru í stórfurðulegu költi. Þau eru send út af örkinni til að finna konu sem getur endurlífgað látið fólk. Inn í þetta blandast svo fyrrum eiginmaður konunnar og brengluð samskipti þeirra. Í þessum tveimur síðari myndum nær Yorgos að malla saman hinn fullkomna rétt, þar sem öll innihaldsefnin er að finna, og það í réttum hlutföllum. Kuldi, hlýja, samhygð, súrrealismi, kaldhæðni, húmor og drama, öllu blandað saman á fyrsta flokks máta. Leikararnir sýna allir stórkostlega takta, þó er enginn betri en Jesse Plemons. Hann bregður sér hér í allra kvikinda líki, og toppar sig í lokamyndinni, ég er ekki frá því að hann sé orðinn einn allra fremsti leikari heims. Niðurstaða: Ef The Death of R.M.F. er hreinlega tekin út úr jöfnunni fær Kinds of Kindness mín bestu meðmæli, en með þessum heldur bragðlausa forrétti fær hún aðeins mín næst bestu.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira