Innlent

Hafa á­hyggjur af göngumanni á Skálafellsjökli

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var kölluð út í mestum forgangi.
Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar var kölluð út í mestum forgangi. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar er farin í loftið með tvo björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu að grennslast eftir göngumanni á Skálafellsjökli í Vatnajökli.

Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi í samtali við fréttastofu. Fólki hafi farið að lengja eftir göngumanninum og því ákveðið að hefja eftirgrennslan.

Þá er björgunarsveitarfólk í Björgunarfélagi Hornafjarðar í startholunum. 

Þyrlan fór frá Reykjavík á ellefta tímanum og mun fljúga yfir jökulinn.Grafík/Sara Rut



Fleiri fréttir

Sjá meira


×