Sport

Rod­gers sektaður fyrir að missa af æfinga­búðum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skellti sér til Egyptalands.
Skellti sér til Egyptalands. AP Photo/Adam Hunger

Aaron Rodgers nældi sér í sekt upp á rétt rúmlega 100 þúsund Bandaríkjadali þegar hann skellti sér til Egyptalands og missti í kjölfarið af æfingabúðum New York Jets í síðasta mánuði.

Hinn fertugi Rodgers sleit hásin í upphafi síðasta NFL-tímabils en á að vera klár frá byrjun í ár. Hann missti hins vegar af æfingabúðum liðsins í síðasta mánuði þar sem hann skellti sér til Egyptalands.

Robert Saleh, þjálfari Jets, sagði í viðtali að Rodgers hefði farið til Egyptalands til að vera viðstaddur atburð sem skipti hann miklu máli. Ekki kemur fram um hvaða atburð var að ræða.

Í frétt Sports Illustrated segir að Rodgers hafi skipulagt ferðina þegar hann var meiddur en hann taldi dagsetningarnar ekki skarast á við undirbúningstímabil Jets. Var hann sektaður um 101,716 Bandaríkjadali fyrir að missa af æfingabúðunum. Samsvarar það rúmlega 14 milljónum íslenskum.

Rodgers er á leið inn í sitt 20. tímabil í deildinni og vonast til að koma Jets í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2010. Frá 2005-2022 spilaði Rodgers með Green Bay Packers og vann Ofurskálina árið 2011 ásamt því að hann var fjórum sinnum valinn verðmætasti leikmaður NFL-deildarinnar.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×