Aukin útgáfa ríkisbréfa kom markaðnum í „opna skjöldu“ sem taldi árið tryggt
Fyrirhuguð aukin útgáfa á ríkisbréfum í ár kom markaðnum í „opna skjöldu“ og markaðsvextir ríkisbréfa hækkuðu því skarpt við tíðindin. Sjóðstjórar töldu að ríkið væri búið að fjármagna útgjöld vegna kjarasamninga og jarðhræringa á Reykjanesi að minnsta kosti fram á næsta ár. Spurningin „hver á að fjármagna ríkissjóð í þetta skiptið?“ veldur mörgum skuldabréfafjárfestum áhyggjum.
Tengdar fréttir
Gullhúðun gerir óverðtryggð lán með föstum vöxtum dýrari
Gullhúðun, sem átti að verja neytendur, gerir það að verkum að óverðtryggð lán með föstum vöxtum eru dýrari en annars væri, segir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka. Þegar reglur séu settar þurfi að fylgja þeim vel eftir, horfa á stóru myndina og meta heildaráhrifin til lengri tíma. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa sagt að fyrirkomulagið smitist yfir í skuldabréfamarkað því bankar geti fyrir vikið ekki fjármagnað sig með löngum sértryggðum skuldabréfum á móti fastvaxtaíbúðalánum.
Minni hömlur á afleiður og aukin markaðssetning myndi auka áhuga erlendis
Verði dregið úr takmörkunum á afleiðuviðskiptum með krónu, samhliða markvissri markaðssetningu og aukinni upplýsingagjöf til fjárfesta, má ætla að áhugi erlendra fjárfesta á innlendum skuldabréfamarkaði fari vaxandi, segir fjármálaráðuneytið.
AGS: Gæti þurft að auka aðhald í ríkifjármálum en raunvextir hæfilegir
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir að aðhald opinberra fjármála á árunum 2025 til 2029 gæti orðið að aukast til að ná markmiðum um verðbólgu. Núverandi raunvaxtastig er talið hæfilegt en eftir því sem verðbólga og verðbólguvæntingar hjaðna skapast svigrúm til lækkunar meginvaxta. Þá ættu stjórnvöld að endurskoða takmarkanir á afleiðuviðskiptum banka með gjaldeyri með það fyrir augum að dýpka þann markað.