Ísböð á nóttunni og alltaf tilbúinn að gefa góð ráð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 16:30 Ronaldo hefur skorað 130 mörk í 210 leikjum fyrir Portúgal. Dan Mullan/Getty Images Það eru fáir knattspyrnumenn ýktari og Cristiano Ronaldo. Þá eru fáir sem eru tilbúnir að leggja meira á sig til að ná árangri. Þetta staðfesti José Fonte, fyrrverandi samherji hans í portúgalska landsliðinu. Hinn fertugi Fonte var á mála hjá Braga í heimalandinu á síðustu leiktíð en spilaði í áratug á Englandi með Crystal Palace, Southampton og West Ham United. Á meðan EM fer fram starfar hann sem sparkspekingur fyrir breska ríkisútvarpið enda þekkir hann lið Portúgal út og inn eftir að hafa spilað 50 A-landsleiki frá 2014 til 2022. Var Fonte hluti af liðinu sem varð Evrópumeistari í Frakklandi sumarið 2016. „Ég hlæ alltaf þegar ég heyri sögusagnir af því að Ronaldo hafi slæm áhrif á landslið Portúgal því þetta er eingöngu sögusagnir,“ segir Fonte í löngum pistli á vef BBC. „Ég var með honum í landsliðinu til fjölda ára og varð aldrei var við nein vandamál. Eina sem ég veit er að hann er fyrirmyndar atvinnumaður og alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum í hópnum,“ segir Fonte einnig. Fonte, Ronaldo og aðrir leikmenn Portúgals fagna því að vinna Þjóðadeildina árið 2019.VI Images/Getty Images Leiðir með fordæmi „Hann er fyrirliði svo hann talar mikið í klefanum en hann er einnig fordæmi utan vallar. Hvort það er að fara fyrr í ræktina en aðrir, fara til sjúkraþjálfarans svo hann sé tilbúinn bæði á líkama og sál þegar leikur hefst. Það gefur öllum byr undir báða vængi.“ „Hann leiðir og við fylgjum. Ég man þegar við vorum að fara í ísböð og gufubað klukkan tvö um nóttina til að auðvelda endurheimt. Það sem var einnig mikilvægt var að við vorum að gera þetta saman, sem lið.“ Þá hrósaði Fonte fyrrum samherja sínum fyrir að vera ávallt tilbúinn að gefa ungum leikmönnum ráð og deila öllu því sem hann hefur lagt á sig með þeim í von um að það geri þá að betri leikmönnum. Það verður athyglisvert að sjá hvort Ronaldo verði í byrjunarliði Portúgal þegar liðið mætir Slóveníu í 16-liða úrslitum EM klukkan 19.00 en hann á enn eftir að skora á mótinu. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira
Hinn fertugi Fonte var á mála hjá Braga í heimalandinu á síðustu leiktíð en spilaði í áratug á Englandi með Crystal Palace, Southampton og West Ham United. Á meðan EM fer fram starfar hann sem sparkspekingur fyrir breska ríkisútvarpið enda þekkir hann lið Portúgal út og inn eftir að hafa spilað 50 A-landsleiki frá 2014 til 2022. Var Fonte hluti af liðinu sem varð Evrópumeistari í Frakklandi sumarið 2016. „Ég hlæ alltaf þegar ég heyri sögusagnir af því að Ronaldo hafi slæm áhrif á landslið Portúgal því þetta er eingöngu sögusagnir,“ segir Fonte í löngum pistli á vef BBC. „Ég var með honum í landsliðinu til fjölda ára og varð aldrei var við nein vandamál. Eina sem ég veit er að hann er fyrirmyndar atvinnumaður og alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum í hópnum,“ segir Fonte einnig. Fonte, Ronaldo og aðrir leikmenn Portúgals fagna því að vinna Þjóðadeildina árið 2019.VI Images/Getty Images Leiðir með fordæmi „Hann er fyrirliði svo hann talar mikið í klefanum en hann er einnig fordæmi utan vallar. Hvort það er að fara fyrr í ræktina en aðrir, fara til sjúkraþjálfarans svo hann sé tilbúinn bæði á líkama og sál þegar leikur hefst. Það gefur öllum byr undir báða vængi.“ „Hann leiðir og við fylgjum. Ég man þegar við vorum að fara í ísböð og gufubað klukkan tvö um nóttina til að auðvelda endurheimt. Það sem var einnig mikilvægt var að við vorum að gera þetta saman, sem lið.“ Þá hrósaði Fonte fyrrum samherja sínum fyrir að vera ávallt tilbúinn að gefa ungum leikmönnum ráð og deila öllu því sem hann hefur lagt á sig með þeim í von um að það geri þá að betri leikmönnum. Það verður athyglisvert að sjá hvort Ronaldo verði í byrjunarliði Portúgal þegar liðið mætir Slóveníu í 16-liða úrslitum EM klukkan 19.00 en hann á enn eftir að skora á mótinu. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Sjá meira