Bestun Seðlabankastjóra Karl Guðlaugsson skrifar 30. júní 2024 10:00 Stór hluti af starfi verkefnastjóra er að reyna að besta ferla verkefnis, til að skila verðmætari afurð. Ef Seðlabankastjóri er verkefnastjórinn og afurðin er skilgreind sem lækkun á verðbólgu í 2,5% og minnka eigi þenslu í hagkerfinu verður líka að TÍMASETJA afurðina; skilgreina hvaða dag, mánuð eða ár afurðin á að vera tilbúin. Ef vörður ferlisins eru vaxtaákvörðunardagar og afurðin ótímasett, er endalaust hægt að halda áfram með vitleysuna! Þess vegna eru verkefnastjórar stanslaust að reyna að besta ferla verkefnis til að tryggja að skilgreind afurð sé tilbúin á réttum tíma og ekki er verra ef virði afurðarinnar eykst. Það eru liðin þrjú ár síðan ungt fólk í blóma lífsins og þar með talin þrjú af börnum mínum fjórum með mökum, tóku lán vegna húsnæðiskaupa eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Vaxtaákvörðunardagana, vörður Seðlabankastjóra í þessu ferli, hafa stýrivextir verið ákveðnir9,25% í tæpt ár og hafa alls ekki skilað þeim árangri sem til afurðarinnar var ætlast, auk þess sem tímasetningin er í algjörri ÓVISSU. Á tæpu ári hafa lántakendur flutt sig yfir í verðtryggð lán fyrir meira en 25 milljarða króna, sem þýðir á mannamáli að lengja í hengingarólinni. Greiðslubyrði hefur aukist um 200 þúsund krónur á mánuði af 40 milljóna króna óverðtryggðu láni með breytilegum vöxtum. Þá hefur mörgum milljörðum af gjaldeyrisvaraforðanum verið eytt í að reyna að halda aumum nanó-gjaldmiðli einhvers virði á sama tíma og 42% fyrirtækja fá að gera upp í evru. Þar að auki hafa kjarasamningar verið undirritaðir með loforði um lækkun vaxta. Til að bæta gráu ofan á svart er allt sem bendir til þess að við stefnum hraðbyri í kyrrstöðuverðbólgu (e. stagflation). Ég spyr, er ekki augljóst að Seðlabankastjóri hefur fallið á prófinu að besta ferlið þegar honum dettur ekki einu sinni í hug að lækka stýrivexti? Þegar skipstjórinn/verkefnastjórinn í brúnni er ekki að standa sig er hann stundum látinn fjúka. Því miður hefur Seðlabankastjóri aukið á óvissuna með ótímasettri afurð og komið með taktlaus og klaufaleg ummæli sem eru börnum mínum, sem berjast í bökkum við að borga af sínum íbúðarlánum, óboðleg. Ég tel ráðlegast að Seðlabankastjóri láti af störfum um næstu áramót með varaseðlabankastjóra peningastefnu, sem hefur stutt hann dyggilega í þessu ferli og helst fyrr, svo nýr skipstjóri/verkefnastjóri geti komið þjóðarskútunni á réttan kjöl. Höfundur er faðir fjögurra barna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Stór hluti af starfi verkefnastjóra er að reyna að besta ferla verkefnis, til að skila verðmætari afurð. Ef Seðlabankastjóri er verkefnastjórinn og afurðin er skilgreind sem lækkun á verðbólgu í 2,5% og minnka eigi þenslu í hagkerfinu verður líka að TÍMASETJA afurðina; skilgreina hvaða dag, mánuð eða ár afurðin á að vera tilbúin. Ef vörður ferlisins eru vaxtaákvörðunardagar og afurðin ótímasett, er endalaust hægt að halda áfram með vitleysuna! Þess vegna eru verkefnastjórar stanslaust að reyna að besta ferla verkefnis til að tryggja að skilgreind afurð sé tilbúin á réttum tíma og ekki er verra ef virði afurðarinnar eykst. Það eru liðin þrjú ár síðan ungt fólk í blóma lífsins og þar með talin þrjú af börnum mínum fjórum með mökum, tóku lán vegna húsnæðiskaupa eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Vaxtaákvörðunardagana, vörður Seðlabankastjóra í þessu ferli, hafa stýrivextir verið ákveðnir9,25% í tæpt ár og hafa alls ekki skilað þeim árangri sem til afurðarinnar var ætlast, auk þess sem tímasetningin er í algjörri ÓVISSU. Á tæpu ári hafa lántakendur flutt sig yfir í verðtryggð lán fyrir meira en 25 milljarða króna, sem þýðir á mannamáli að lengja í hengingarólinni. Greiðslubyrði hefur aukist um 200 þúsund krónur á mánuði af 40 milljóna króna óverðtryggðu láni með breytilegum vöxtum. Þá hefur mörgum milljörðum af gjaldeyrisvaraforðanum verið eytt í að reyna að halda aumum nanó-gjaldmiðli einhvers virði á sama tíma og 42% fyrirtækja fá að gera upp í evru. Þar að auki hafa kjarasamningar verið undirritaðir með loforði um lækkun vaxta. Til að bæta gráu ofan á svart er allt sem bendir til þess að við stefnum hraðbyri í kyrrstöðuverðbólgu (e. stagflation). Ég spyr, er ekki augljóst að Seðlabankastjóri hefur fallið á prófinu að besta ferlið þegar honum dettur ekki einu sinni í hug að lækka stýrivexti? Þegar skipstjórinn/verkefnastjórinn í brúnni er ekki að standa sig er hann stundum látinn fjúka. Því miður hefur Seðlabankastjóri aukið á óvissuna með ótímasettri afurð og komið með taktlaus og klaufaleg ummæli sem eru börnum mínum, sem berjast í bökkum við að borga af sínum íbúðarlánum, óboðleg. Ég tel ráðlegast að Seðlabankastjóri láti af störfum um næstu áramót með varaseðlabankastjóra peningastefnu, sem hefur stutt hann dyggilega í þessu ferli og helst fyrr, svo nýr skipstjóri/verkefnastjóri geti komið þjóðarskútunni á réttan kjöl. Höfundur er faðir fjögurra barna
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun