Innlent

Ís­klumpur féll á ferða­mann

Boði Logason skrifar
Slysið varð í Rauðfeldsgjá í morgun.
Slysið varð í Rauðfeldsgjá í morgun. Vísir/Grafík

Maður lenti undir ísklumpi við Rauðfeldsgjá í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en henni hefur nú verið snúið við. Betur fór en á horfðist í fyrstu.

Viðbragðsaðilar eru á vettvangi og samkvæmt Kristjáni Inga Hjörvarssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Vesturlandi, hefur þyrlunni verið snúið við. Verið er að undirbúa flutning á manninum í sjúkrabíl. 

Tilkynningin barst lögreglu um klukkan 11. Að sögn Kristjáns er nánast örugglega um ferðamann að ræða en hvers lenskur hann er liggur ekki fyrir á þessari stundu. 

„Þetta er vinsæll staður að kíkja á en það hafa orðið óhöpp þarna áður. Ég man að þarna varð kona fyrir grjóthruni í vetur. En það fór betur en á horfðist. Það lítur þannig út núna,“ segir Kristján Ingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×