Sport

Leik­stjórnandi Cowboys ekki sóttur til saka

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Prescott í leik með Kúrekunum.
Prescott í leik með Kúrekunum. vísir/getty

Dómari í Texas hefur vísað frá máli gegn Dak Prescott, leikstjórnanda Dallas Cowboys.

Um er að ræða meint atvik frá árinu 2017 sem var kært í janúar. Kærandi hélt því fram að Prescott hefði brotið á henni á bílastæði fyrir utan nektarstað í Texas.

Dómarinn sagði að ekki væru næg sönnunargögn í málinu og vísaði því þar af leiðandi frá.

Lögmenn konunnar sendu Prescott bréf í janúar þar sem þeir buðu sátt í málinu upp á 100 milljónir dollara. Kæran yrði þá dregin til baka og allar upplýsingar málsins kæmu ekki fram.

Prescott hélt fram sakleysi sínu frá fyrsta degi og kærði konuna á móti fyrir fjárkúgun. Slíkt hið sama gerði hann við lögfræðinga hennar og það mál er enn í gangi.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×