Segir íslenskuna dauðadæmda Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. júní 2024 10:44 Kristján Hreinsson gerði íslenska tungu og kynjamálið svokallaða að umfangsefni í Bítinu í morgun. Aðsend Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson segir íslenska tungu dauðadæmda. Útlensk áhrif sótt í pólitíska rétthugsun séu að valda því að þjóðin öll verði sýkt af hvorugkynssýki. Kristján lagði á dögunum fram kæru til Lilju Daggar Alferðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Nánar tiltekið sakar hann starfsmenn Ríkisútvarpsins um að gera tilraun til að breyta íslenskri tungu með því að auka notkun hvorugkyns nafnorða á kostnað karlkyns. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun segir Kristján að draumsýn talsmanna kynjamálsins svokallaða sé falleg og vill ekki að grín sé gert að henni. En að hún eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Draumsýnin er alveg dásamleg en hún hefur ekkert með raunveruleikann að gera. Við getum ekki breytt hugsunarhætti fólks með því að koma með einhverja hvorugkynssýki,“ segir Kristján. Hvorugkynssýkin felist í því að fólk skipti karlkynsorðum út fyrir hvorugkynsorð. „Fólk skilur ekki að þegar við tölum um kynhlutleysi hins málfræðilega karlkyns þá stekkur fólk upp á nef sér og segir: Já, þá ertu að tala um karlkyn!“ Þetta er eins og maður sé að tala við amöbu. Það er engin klár samsvörun á milli kyns í tungumáli og kyns í líffræði,“ segir Kristján. „Það heldur áfram að tafsa á því að við þurfum að laga kynið að orðræðunni. Það er bara ekki þannig,“ bætir hann við. Hann segir að með þessu sé ráðist að rótum sjálfs tungumálsins. Ráðist sé á rætur kerfisins sem málið byggir á. Hann útskýrir þó ekki nánar hvað hann á við með þessu. „Mér er í sjálfu sér alveg sama hvort fólk sé að velta fyrir sér stöðugt hvað má segja og hvað ekki,“ segir Kristján. „Þegar útvarp allra landsmanna ræðst gegn rótum tungumálsins í fréttaflutningi og öðru þá er ekki hægt að segja annað en: hingað og ekki lengra. Þarna er um lögbrot að ræða. Það er það sem ég er að ráðast á. Íslenskan er dauðadæmd og þannig er það,“ segir hann. Íslensk tunga Bítið Íslensk fræði Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Kristján lagði á dögunum fram kæru til Lilju Daggar Alferðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra vegna notkunar íslenskrar tungu hjá fjölmörgum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Nánar tiltekið sakar hann starfsmenn Ríkisútvarpsins um að gera tilraun til að breyta íslenskri tungu með því að auka notkun hvorugkyns nafnorða á kostnað karlkyns. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun segir Kristján að draumsýn talsmanna kynjamálsins svokallaða sé falleg og vill ekki að grín sé gert að henni. En að hún eigi sér enga stoð í raunveruleikanum. „Draumsýnin er alveg dásamleg en hún hefur ekkert með raunveruleikann að gera. Við getum ekki breytt hugsunarhætti fólks með því að koma með einhverja hvorugkynssýki,“ segir Kristján. Hvorugkynssýkin felist í því að fólk skipti karlkynsorðum út fyrir hvorugkynsorð. „Fólk skilur ekki að þegar við tölum um kynhlutleysi hins málfræðilega karlkyns þá stekkur fólk upp á nef sér og segir: Já, þá ertu að tala um karlkyn!“ Þetta er eins og maður sé að tala við amöbu. Það er engin klár samsvörun á milli kyns í tungumáli og kyns í líffræði,“ segir Kristján. „Það heldur áfram að tafsa á því að við þurfum að laga kynið að orðræðunni. Það er bara ekki þannig,“ bætir hann við. Hann segir að með þessu sé ráðist að rótum sjálfs tungumálsins. Ráðist sé á rætur kerfisins sem málið byggir á. Hann útskýrir þó ekki nánar hvað hann á við með þessu. „Mér er í sjálfu sér alveg sama hvort fólk sé að velta fyrir sér stöðugt hvað má segja og hvað ekki,“ segir Kristján. „Þegar útvarp allra landsmanna ræðst gegn rótum tungumálsins í fréttaflutningi og öðru þá er ekki hægt að segja annað en: hingað og ekki lengra. Þarna er um lögbrot að ræða. Það er það sem ég er að ráðast á. Íslenskan er dauðadæmd og þannig er það,“ segir hann.
Íslensk tunga Bítið Íslensk fræði Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira