Endurvekja gamlan draum um heilsulind í Perlunni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. júní 2024 16:28 Hugmyndin er að heit laug verði byggð ofan á núverandi vatnstanka, og að utan á tankana verði byggðar þriggja hæða herbergisálmur. Zeppelin Zeppelin arkitektar hafa auglýst eftir samstarfsaðila til að kaupa Perluna og byggja þar hótel, heilsulind og baðlón. Orri Árnason arkitekt, segir að hugmyndin sé rúmlega tíu ára gömul, en nú sé aftur tækifæri til að láta hana raungerast. Í dag birtist heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu þar sem auglýst var eftir samstarfsaðila í til að kaupa Perluna og reisa þar heilsulind. Um áform arkitektanna má lesa á heimasíðu Zeppelin. Lúxusþjónusta og verðlagning taki mið af því „Hugmyndin er í meginatriðum sú að ofan á núverandi vatnstanka verði byggð laug sem hringi Glerhvelfinguna og að utan á vatnstankana verði byggðir nokkurs konar herbergjatankar. Útsýnispallurinn verður færður til, en Orri leggur á það ríka áherslu að aðgengi að honum verði áfram ókeypis og öllum frjáls,“ segir í tilkynningu Zeppelin. „Laugin er rúsínan í pylsuendanum, raunar yrði frekar um að ræða röð heitra potta í laug sem hringaði glerhvelfinguna. Þessi vatnagarður yrði skilgreindur sem lúxusþjónusta og myndi verðlagningin taka mið af því,“ segir enn fremur. Sjá kynningarmyndband arkitektastofunnar. Mikið útsýni yfir borgina yrði frá lauginni.Zeppelin Hafa unnið lengi að hugmyndinni Orri Árnason hjá Zeppelin, segir að hugmyndin hafi komið fram þegar Perlan var fyrst sett í söluferli fyrir rúmlega tíu árum síðan. Þá hafi Zeppelin og fjárfestar gert tilboð í Perluna sem náði ekki í gegn. Þá var hugmyndin aðeins að hafa hótelherbergi í tönkunum, en nú er búið að þróa hugmyndina lengra með viðbyggingu og baðlóni á þakinu. „En mér fannst þessi hugmynd sem við höfðum svo góð, að við ákváðum að þróa hana aðeins betur. Svo liggur þessi hugmynd bara í loftinu, þangað til borgin auglýsir Perluna aftur til sölu. Þá ákvað ég að það væri best að láta bara vaða aftur,“ segir Orri. Hann segir að til þess að þetta verði að veruleika þurfi að vera pólitískur vilji fyrir því. Hann segir að framkvæmdirnar myndu auka verðmæti Perlunnar mjög mikið, og hún myndi stækka mjög mikið að umfangi. Reykjavík Tengdar fréttir Perlan fer á sölu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. 7. september 2023 13:39 Vilja bjóða gestum í iður jarðar við Perluna Félag sem leigir Perluna hefur óskað eftir því að fá að reisa færanlegt sýningarhúsnæði undir eldfjallasýningu við bygginguna. Ætlunin er að bjóða gestum upp á ferð niður í iður jarðar á Reykjanesi með „lyftu“. 5. apríl 2024 20:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Í dag birtist heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu þar sem auglýst var eftir samstarfsaðila í til að kaupa Perluna og reisa þar heilsulind. Um áform arkitektanna má lesa á heimasíðu Zeppelin. Lúxusþjónusta og verðlagning taki mið af því „Hugmyndin er í meginatriðum sú að ofan á núverandi vatnstanka verði byggð laug sem hringi Glerhvelfinguna og að utan á vatnstankana verði byggðir nokkurs konar herbergjatankar. Útsýnispallurinn verður færður til, en Orri leggur á það ríka áherslu að aðgengi að honum verði áfram ókeypis og öllum frjáls,“ segir í tilkynningu Zeppelin. „Laugin er rúsínan í pylsuendanum, raunar yrði frekar um að ræða röð heitra potta í laug sem hringaði glerhvelfinguna. Þessi vatnagarður yrði skilgreindur sem lúxusþjónusta og myndi verðlagningin taka mið af því,“ segir enn fremur. Sjá kynningarmyndband arkitektastofunnar. Mikið útsýni yfir borgina yrði frá lauginni.Zeppelin Hafa unnið lengi að hugmyndinni Orri Árnason hjá Zeppelin, segir að hugmyndin hafi komið fram þegar Perlan var fyrst sett í söluferli fyrir rúmlega tíu árum síðan. Þá hafi Zeppelin og fjárfestar gert tilboð í Perluna sem náði ekki í gegn. Þá var hugmyndin aðeins að hafa hótelherbergi í tönkunum, en nú er búið að þróa hugmyndina lengra með viðbyggingu og baðlóni á þakinu. „En mér fannst þessi hugmynd sem við höfðum svo góð, að við ákváðum að þróa hana aðeins betur. Svo liggur þessi hugmynd bara í loftinu, þangað til borgin auglýsir Perluna aftur til sölu. Þá ákvað ég að það væri best að láta bara vaða aftur,“ segir Orri. Hann segir að til þess að þetta verði að veruleika þurfi að vera pólitískur vilji fyrir því. Hann segir að framkvæmdirnar myndu auka verðmæti Perlunnar mjög mikið, og hún myndi stækka mjög mikið að umfangi.
Reykjavík Tengdar fréttir Perlan fer á sölu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. 7. september 2023 13:39 Vilja bjóða gestum í iður jarðar við Perluna Félag sem leigir Perluna hefur óskað eftir því að fá að reisa færanlegt sýningarhúsnæði undir eldfjallasýningu við bygginguna. Ætlunin er að bjóða gestum upp á ferð niður í iður jarðar á Reykjanesi með „lyftu“. 5. apríl 2024 20:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Perlan fer á sölu Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila fjármála- og áhættustýringarsviði, eignaskrifstofu, að hefja söluferli á Perlunni auk tveggja vatnstanka í Öskjuhlíð. Fasteignamat eignanna er tæpir fjórir milljarðar. 7. september 2023 13:39
Vilja bjóða gestum í iður jarðar við Perluna Félag sem leigir Perluna hefur óskað eftir því að fá að reisa færanlegt sýningarhúsnæði undir eldfjallasýningu við bygginguna. Ætlunin er að bjóða gestum upp á ferð niður í iður jarðar á Reykjanesi með „lyftu“. 5. apríl 2024 20:24