Fyrstu kappræðurnar í fjögur ár gætu skipt sköpum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júní 2024 11:11 Búist er við að tugmilljónir manna stilli á CNN í kvöld til að fylgjast með kappræðunum. AP Fyrstu kappræður forsetaefnanna tveggja, Joe Biden, Bandaríkjaforseta fyrir Demókrataflokkinn, og Donald Trump fyrrverandi forseta fyrir Repúblikanaflokkinn, í fjögur ár fara fram í kvöld á sjónvarpsstöðinni CNN. Kappræðurnar gætu skipt sköpum fyrir baráttu frambjóðendanna tveggja og ljóst er að mikið er í húfi. Biden, sem er orðinn 81 árs, mun þurfa að sannfæra bandarísku þjóðina um að þrátt fyrir háan aldur og að hafa sýnt ummerki um heilsubrest sé hann í stakk búinn til að halda embætti. Kviðdómur í New York sakfelldi Trump í síðasta mánuði fyrir að hylma yfir greiðslur til klámstjörnunnar Stormy Daniels fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Með því varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem hefur verið sakfelldur í sakamáli. Eflaust eitthvað sem hann mun þurfa að svara fyrir. Búist er við að innflytjendamál, þungunarrof, hækkandi glæpatíðni og velferðarmál verði ofarlega á baugi í kappræðunum. Biden muni herja á Trump í tengslum við stefnur hans tengdar þungunarrofi og Trump herji á Biden í tengslum við streymi innflytjenda inn í landið, sem hann segir hafa farið fram úr öllu hófi. Samkvæmt könnun sem AP framkvæmdi eru báðir frambjóðendur óvinsælir meðal meiri hluta bandarísku þjóðarinnar og búast má við að þeir mæti miklum mótvindi úr gagnstæðum fylkingum. Þá sýna kannanir að kjósendur hafi meiri áhyggjur af háum aldri Biden, en hann er þremur árum eldri en Trump. Kappræðurnar eru einnig þær fyrstu í ríkinu þar sem fyrrverandi og núverandi forseti mætast. Frambjóðendurnir fá níutíu mínútur í kappræðurnar sem fara fram klukkan níu í kvöld að staðartíma en klukkan eitt í nótt á íslenskum tíma. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Leit Trump að varaforsetaefni að komast á skrið Kosningateymi Donald Trump hefur óskað eftir gögnum frá nokkrum einstaklingum sem miðlar vestanhafs segja tengjast leit forsetans fyrrverandi að varaforsetaefni. 6. júní 2024 10:27 Útnefna Biden rafrænt til að koma honum örugglega á kjörseðilinn Landsnefnd Demókrataflokksins undirbýr nú að útnefna Joe Biden forsetaframbjóðanda flokksins rafrænt áður en landsfundur verður haldinn í ágúst. Demókratar grípa til þessa ráðs til þess að tryggja að Biden verði á kjörseðlinum í öllum ríkjum. 29. maí 2024 09:19 Auðmaður gaf sjö milljarða í kosningasjóð Trump Milljarðamæringurinn Timothy Mellon lét 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði sjö milljarða króna, renna í einn af kosningasjóðum Donald Trump daginn eftir að síðarnefndi var dæmdur fyrir skjalafals. 21. júní 2024 08:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Biden, sem er orðinn 81 árs, mun þurfa að sannfæra bandarísku þjóðina um að þrátt fyrir háan aldur og að hafa sýnt ummerki um heilsubrest sé hann í stakk búinn til að halda embætti. Kviðdómur í New York sakfelldi Trump í síðasta mánuði fyrir að hylma yfir greiðslur til klámstjörnunnar Stormy Daniels fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Með því varð hann fyrsti fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem hefur verið sakfelldur í sakamáli. Eflaust eitthvað sem hann mun þurfa að svara fyrir. Búist er við að innflytjendamál, þungunarrof, hækkandi glæpatíðni og velferðarmál verði ofarlega á baugi í kappræðunum. Biden muni herja á Trump í tengslum við stefnur hans tengdar þungunarrofi og Trump herji á Biden í tengslum við streymi innflytjenda inn í landið, sem hann segir hafa farið fram úr öllu hófi. Samkvæmt könnun sem AP framkvæmdi eru báðir frambjóðendur óvinsælir meðal meiri hluta bandarísku þjóðarinnar og búast má við að þeir mæti miklum mótvindi úr gagnstæðum fylkingum. Þá sýna kannanir að kjósendur hafi meiri áhyggjur af háum aldri Biden, en hann er þremur árum eldri en Trump. Kappræðurnar eru einnig þær fyrstu í ríkinu þar sem fyrrverandi og núverandi forseti mætast. Frambjóðendurnir fá níutíu mínútur í kappræðurnar sem fara fram klukkan níu í kvöld að staðartíma en klukkan eitt í nótt á íslenskum tíma.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Leit Trump að varaforsetaefni að komast á skrið Kosningateymi Donald Trump hefur óskað eftir gögnum frá nokkrum einstaklingum sem miðlar vestanhafs segja tengjast leit forsetans fyrrverandi að varaforsetaefni. 6. júní 2024 10:27 Útnefna Biden rafrænt til að koma honum örugglega á kjörseðilinn Landsnefnd Demókrataflokksins undirbýr nú að útnefna Joe Biden forsetaframbjóðanda flokksins rafrænt áður en landsfundur verður haldinn í ágúst. Demókratar grípa til þessa ráðs til þess að tryggja að Biden verði á kjörseðlinum í öllum ríkjum. 29. maí 2024 09:19 Auðmaður gaf sjö milljarða í kosningasjóð Trump Milljarðamæringurinn Timothy Mellon lét 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði sjö milljarða króna, renna í einn af kosningasjóðum Donald Trump daginn eftir að síðarnefndi var dæmdur fyrir skjalafals. 21. júní 2024 08:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Leit Trump að varaforsetaefni að komast á skrið Kosningateymi Donald Trump hefur óskað eftir gögnum frá nokkrum einstaklingum sem miðlar vestanhafs segja tengjast leit forsetans fyrrverandi að varaforsetaefni. 6. júní 2024 10:27
Útnefna Biden rafrænt til að koma honum örugglega á kjörseðilinn Landsnefnd Demókrataflokksins undirbýr nú að útnefna Joe Biden forsetaframbjóðanda flokksins rafrænt áður en landsfundur verður haldinn í ágúst. Demókratar grípa til þessa ráðs til þess að tryggja að Biden verði á kjörseðlinum í öllum ríkjum. 29. maí 2024 09:19
Auðmaður gaf sjö milljarða í kosningasjóð Trump Milljarðamæringurinn Timothy Mellon lét 50 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði sjö milljarða króna, renna í einn af kosningasjóðum Donald Trump daginn eftir að síðarnefndi var dæmdur fyrir skjalafals. 21. júní 2024 08:00