Veittu leyfi fyrir umdeilda girðingu á Selfossi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júní 2024 22:01 Framkvæmdir hefjast í næstu viku á girðingu sem ekki ríkir einhugur um í bæjarstjórn. Vísir/Vilhelm Bæjarstjórn Árborgar samþykkti í dag tillögu skipulagsnefndar um veitingu framkvæmdaleyfis vegna girðingar á skipulagssvæði miðbæjarins. Áhyggjur eru uppi um að girðingin hindri aðgang að svæðum sem hafa verið notuð til hátíðarhalda á útihátíðum á sumrin. Gert er ráð fyrir því að girðingin nái utan um svæði sem notað hefur verið til brekkusöngs. Vignir Guðjónsson óskaði fyrir hönd Sigtúns Þróunarfélags ehf. eftir framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu girðingar utan um framkvæmdasvæðið, en Sigtún fer fyrir framkvæmdum á svæðinu. Með afgirðingu svæðis væri verið að tryggja athafnasvæði verktaka á svæðinu, auk þess sem verið væri að tryggja öryggi bæði verktaka og vegfarenda. Vildu að málið færi aftur fyrir skipulagsnefnd Fulltrúar minnihlutans voru andvígir áformunum. Arnar Freyr Ólafsson, bæjarfulltrúi B-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S-lista, lögðu fram bókun. Þar stóð „í ljósi inngripa þeirra sem fyrirhugað er að ráðast í og takmarkaðra gagna sem lögð hafa verið fram, þá erum við mótfallin afgreiðslu á svo viðamiklu máli í bæjarráði.“ Þau töldu að leggja þyrfti málið fram á ný í skipulagsnefnd. Bókun meirihlutans, D- og Á-lista, segir að þeim finnist miður að málið frestist fram að mánaðarmótum, þar sem um sé að ræða öryggisgirðingu sem á að setja upp í samræmi við minnisblað mannvirkja- og umhverfissviðs. Girðingunni sé aðeins ætlað að auka öryggi vegfarenda um Sigtúnsgarð á framkvæmdatíma. Ný gönguleið verði gerði úr Sigtúnsgarði að Kirkjuvegi. „Staðsetning girðingar tryggir því að hátíðarhöld sumarsins geta farið fram með hefðbundnum hætti í Sigtúnsgarði,“ segir í bókun meirihlutans. Árborg Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Vignir Guðjónsson óskaði fyrir hönd Sigtúns Þróunarfélags ehf. eftir framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu girðingar utan um framkvæmdasvæðið, en Sigtún fer fyrir framkvæmdum á svæðinu. Með afgirðingu svæðis væri verið að tryggja athafnasvæði verktaka á svæðinu, auk þess sem verið væri að tryggja öryggi bæði verktaka og vegfarenda. Vildu að málið færi aftur fyrir skipulagsnefnd Fulltrúar minnihlutans voru andvígir áformunum. Arnar Freyr Ólafsson, bæjarfulltrúi B-lista og Arna Ír Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi S-lista, lögðu fram bókun. Þar stóð „í ljósi inngripa þeirra sem fyrirhugað er að ráðast í og takmarkaðra gagna sem lögð hafa verið fram, þá erum við mótfallin afgreiðslu á svo viðamiklu máli í bæjarráði.“ Þau töldu að leggja þyrfti málið fram á ný í skipulagsnefnd. Bókun meirihlutans, D- og Á-lista, segir að þeim finnist miður að málið frestist fram að mánaðarmótum, þar sem um sé að ræða öryggisgirðingu sem á að setja upp í samræmi við minnisblað mannvirkja- og umhverfissviðs. Girðingunni sé aðeins ætlað að auka öryggi vegfarenda um Sigtúnsgarð á framkvæmdatíma. Ný gönguleið verði gerði úr Sigtúnsgarði að Kirkjuvegi. „Staðsetning girðingar tryggir því að hátíðarhöld sumarsins geta farið fram með hefðbundnum hætti í Sigtúnsgarði,“ segir í bókun meirihlutans.
Árborg Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira