Forsætisráðherra vongóður um samkomulag um stjórnarskrárbreytingar Heimir Már Pétursson skrifar 26. júní 2024 15:00 Forseti Íslands hefur ítrekað hvatt Alþingi til breytinga á stjórnarskránni. Forsætisráðherra bindur vonir við að það muni takast á yfirstandandi kjörtímabili. Grafík/Hjalti Forsætisráðherra tekur undir með forseta Íslands með að skerpa megi á ýmsum ákvæðum stjórnarskrárinnar varðandi embætti forseta. Hann geri sér vonir um að samkomulag náist milli flokka á þingi stjórnarskrárbreytinigar. Í kveðjuávarpi sínu til Alþingis aðfararnótt síðast liðins sunnudags áréttaði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands áskorun sína til þingsins um að skýra ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar varðandi forsetaembættið. Hann sagði einnig þörf á að setja sérstök lög um embættið. „Þannig er sitthvað í þjóðhöfðingjakafla stjórnarskrárinnar með öðrum brag en æskilegt er; meint vald til að veita undanþágur frá lögum og annar atbeini sem er í raun ekki í verkahring forseta, kostnaðarsöm og úrelt ákvæði um verksvið handhafa forsetavalds og er þá ekki allt talið,“ sagði Guðni í kveðjuávarpi sínu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur ábendingar forseta ágætar. Skerpa megi á ýmsum hlutum, þótt hann væri íhaldssamur varðandi breytingar á orðalagi sem lægi fyrir hvernig bæri að túlka. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra vill almennt fara hægt í sakirnar varðandi stjórnarskrárbreytingar.Stöð 2/Einar „Ég held að það sé alveg hárrétt að það er hægt að gera breytingar á forsetakaflanum sem varða ýmis praktísk atriði. Nú eru menn (handhafar forsetavalds) hættir að fylgja forsetanum til Keflavíkur þegar hann fer til útlanda. En það var gert í eina tíð að handhafar mættu til Keflavíkur með forsetanum til að kveða hann,“ segir Bjarni. Ýmis önnur framkvæmdaratriði hafi breyst í gegnum tíðina. Það breytti því ekki að sumt væri beinlínis ankanalegt í forsetakaflanum borið saman við önnur ákvæði í stjórnarskránni. Þetta og fleira hafi verið rætt allt frá lýðveldisstofnun, meðal annars í tíð ríkisstjórna Katrínar Jakobsdóttur. Hann bindi vonir við að nú takist að ná samkomulagi um breytingar. „Ég geri mér vonir um að við getum náð saman um tiltekin mál. En þetta hefur haft tilhneigingu til að fara í skotgrafir þegar kemur að þyngri pólitískum málum. Og spurning er hvort við getum lent sumum af þeim ágreiningsefnum og bundið slaufu á þessa miklu vinnu sem hefur staðið yfir núna í á hálfan annan áratug,“ segir forsætisráðherra. Hann eins og fleiri væru sammála um að fjölga beri meðmælendum vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Sumir frambjóðendur í nýafstöðnum kosningum hafi átt erfitt með að ná þeim litla lágmarksfjölds sem þyrfti nú og jafnvel fengið enn færri atkvæði í kosningunum sjálfum. Þeim sem nutu nokkurs fylgis hafi hins vegar tekist að safna meðmælendum á mjög skömmum tíma. Það væri lágmarks breyting kannski? „Við myndum kannski ekki efna til stjórnarskrárbreytinga fyrir það atriði eitt. Ég er nú með meiri metnað en það. Ég hef trú á að við getum náð árangri um fleira,“ segir Bjarni Benediktsson. Forseti Íslands Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnarskrá Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Telur kjördæmin of stór og vill jafna vægi atkvæða Forsætisráðherra telur að kjördæmi séu of stór og að jafna ætti vægi atkvæða á milli þeirra. Hann boðaði formenn flokkanna á Alþingi til fundar í dag til þess að ræða stjórnarskrárbreytingar. 7. júní 2024 23:24 Bjarni vill fjölga meðmælendum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað formenn allra flokka á fund í dag að loknum ríkisstjórnarfundi. Tilefni fundarins er að ræða hugsanlegar breytingar á stjórnarskrá. Líklegt er að þar verði breytingar á meðmælendafjölda forsetaframbjóðenda til umræðu. 7. júní 2024 07:30 Reginhneyksli sem dragi stórlega úr virðingu forsetaembættisins Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segir að það sé reginhneyksli að Alþingi hafi enn ekki breytt ákvæði um fjölda meðmælenda sem þurfi til þess að bjóða fram í forsetakosningum. Hann segir það draga stórlega úr virðingu forsetaembættisins. 7. janúar 2024 14:55 Meirihluti vill nýju stjórnarskrána Rúmlega helmingur þjóðarinnar vill að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá lýðveldisins í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs frá 2011, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup. Iðulega er vísað til þessara tillagna sem nýju stjórnarskrárinnar. 12. júlí 2021 23:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Litlaus regnbogi yfir borginni í dag Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Í kveðjuávarpi sínu til Alþingis aðfararnótt síðast liðins sunnudags áréttaði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands áskorun sína til þingsins um að skýra ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar varðandi forsetaembættið. Hann sagði einnig þörf á að setja sérstök lög um embættið. „Þannig er sitthvað í þjóðhöfðingjakafla stjórnarskrárinnar með öðrum brag en æskilegt er; meint vald til að veita undanþágur frá lögum og annar atbeini sem er í raun ekki í verkahring forseta, kostnaðarsöm og úrelt ákvæði um verksvið handhafa forsetavalds og er þá ekki allt talið,“ sagði Guðni í kveðjuávarpi sínu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur ábendingar forseta ágætar. Skerpa megi á ýmsum hlutum, þótt hann væri íhaldssamur varðandi breytingar á orðalagi sem lægi fyrir hvernig bæri að túlka. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra vill almennt fara hægt í sakirnar varðandi stjórnarskrárbreytingar.Stöð 2/Einar „Ég held að það sé alveg hárrétt að það er hægt að gera breytingar á forsetakaflanum sem varða ýmis praktísk atriði. Nú eru menn (handhafar forsetavalds) hættir að fylgja forsetanum til Keflavíkur þegar hann fer til útlanda. En það var gert í eina tíð að handhafar mættu til Keflavíkur með forsetanum til að kveða hann,“ segir Bjarni. Ýmis önnur framkvæmdaratriði hafi breyst í gegnum tíðina. Það breytti því ekki að sumt væri beinlínis ankanalegt í forsetakaflanum borið saman við önnur ákvæði í stjórnarskránni. Þetta og fleira hafi verið rætt allt frá lýðveldisstofnun, meðal annars í tíð ríkisstjórna Katrínar Jakobsdóttur. Hann bindi vonir við að nú takist að ná samkomulagi um breytingar. „Ég geri mér vonir um að við getum náð saman um tiltekin mál. En þetta hefur haft tilhneigingu til að fara í skotgrafir þegar kemur að þyngri pólitískum málum. Og spurning er hvort við getum lent sumum af þeim ágreiningsefnum og bundið slaufu á þessa miklu vinnu sem hefur staðið yfir núna í á hálfan annan áratug,“ segir forsætisráðherra. Hann eins og fleiri væru sammála um að fjölga beri meðmælendum vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Sumir frambjóðendur í nýafstöðnum kosningum hafi átt erfitt með að ná þeim litla lágmarksfjölds sem þyrfti nú og jafnvel fengið enn færri atkvæði í kosningunum sjálfum. Þeim sem nutu nokkurs fylgis hafi hins vegar tekist að safna meðmælendum á mjög skömmum tíma. Það væri lágmarks breyting kannski? „Við myndum kannski ekki efna til stjórnarskrárbreytinga fyrir það atriði eitt. Ég er nú með meiri metnað en það. Ég hef trú á að við getum náð árangri um fleira,“ segir Bjarni Benediktsson.
Forseti Íslands Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Stjórnarskrá Guðni Th. Jóhannesson Tengdar fréttir Telur kjördæmin of stór og vill jafna vægi atkvæða Forsætisráðherra telur að kjördæmi séu of stór og að jafna ætti vægi atkvæða á milli þeirra. Hann boðaði formenn flokkanna á Alþingi til fundar í dag til þess að ræða stjórnarskrárbreytingar. 7. júní 2024 23:24 Bjarni vill fjölga meðmælendum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað formenn allra flokka á fund í dag að loknum ríkisstjórnarfundi. Tilefni fundarins er að ræða hugsanlegar breytingar á stjórnarskrá. Líklegt er að þar verði breytingar á meðmælendafjölda forsetaframbjóðenda til umræðu. 7. júní 2024 07:30 Reginhneyksli sem dragi stórlega úr virðingu forsetaembættisins Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segir að það sé reginhneyksli að Alþingi hafi enn ekki breytt ákvæði um fjölda meðmælenda sem þurfi til þess að bjóða fram í forsetakosningum. Hann segir það draga stórlega úr virðingu forsetaembættisins. 7. janúar 2024 14:55 Meirihluti vill nýju stjórnarskrána Rúmlega helmingur þjóðarinnar vill að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá lýðveldisins í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs frá 2011, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup. Iðulega er vísað til þessara tillagna sem nýju stjórnarskrárinnar. 12. júlí 2021 23:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Litlaus regnbogi yfir borginni í dag Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Telur kjördæmin of stór og vill jafna vægi atkvæða Forsætisráðherra telur að kjördæmi séu of stór og að jafna ætti vægi atkvæða á milli þeirra. Hann boðaði formenn flokkanna á Alþingi til fundar í dag til þess að ræða stjórnarskrárbreytingar. 7. júní 2024 23:24
Bjarni vill fjölga meðmælendum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað formenn allra flokka á fund í dag að loknum ríkisstjórnarfundi. Tilefni fundarins er að ræða hugsanlegar breytingar á stjórnarskrá. Líklegt er að þar verði breytingar á meðmælendafjölda forsetaframbjóðenda til umræðu. 7. júní 2024 07:30
Reginhneyksli sem dragi stórlega úr virðingu forsetaembættisins Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, segir að það sé reginhneyksli að Alþingi hafi enn ekki breytt ákvæði um fjölda meðmælenda sem þurfi til þess að bjóða fram í forsetakosningum. Hann segir það draga stórlega úr virðingu forsetaembættisins. 7. janúar 2024 14:55
Meirihluti vill nýju stjórnarskrána Rúmlega helmingur þjóðarinnar vill að breytingar verði gerðar á stjórnarskrá lýðveldisins í samræmi við tillögur stjórnlagaráðs frá 2011, ef marka má nýjan þjóðarpúls Gallup. Iðulega er vísað til þessara tillagna sem nýju stjórnarskrárinnar. 12. júlí 2021 23:36