Úrskurðaður í gæsluvarðhald daginn eftir frávísun Árni Sæberg skrifar 26. júní 2024 08:09 Landsréttur vill halda Pétri Jökli í haldi. Vísir Landsréttur úrskurðaði Pétur Jökul Jónasson, sem grunaður er um aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða, í áframhaldandi gæsluvarðhald síðastliðinn föstudag. Daginn áður vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur ákæru á hendur honum frá dómi. Greint var frá því á fimmtudag síðustu vikur að ákæru á hendur Pétri Jökli hefði verið vísað frá vegna óskýrleika í ákæru. Áður hafði dómari í málinu hirt ákæruvaldið fyrir að leggja ekki fram nákvæma verknaðarlýsingu Péturs Jökuls í ákæru. Héraðssaksóknari kærði þá niðurstöðu héraðsdóms umsvifalaust til Landsréttar. Framlenging á þriðjudegi, frávísun á fimmtudegi og staðfesting á föstudegi Pétur Jökull var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til mánudagsins 15. júlí í héraðsdómi þann 18. júní síðastliðinn. Hann skaut því til Landsréttar daginn eftir. Á meðan Landsréttur var með málið til meðferðar var ákæru á hendur Pétri Jökli sem fyrr segir vísað frá. Landsréttur kvað upp úrskurð í málinu föstudaginn 21. júní, daginn eftir að ákærunni var vísað frá. Í úrskurðinum, sem var birtur í gær, segir að Héraðssaksóknari hafi skotið frávísuninni til Landsréttar og það mál bíði enn úrlausnar réttarins. Með fyrri úrskurðum Landsréttar í máli Péturs Jökuls hafi því verið slegið föstu að fullnægt væri skilyrðum til þess að hann sætti gæsluvarðhaldi með vísan til ákvæðis laga um meðferð sakamála, sem kveður á um að þótt skilyrðum sömu laga um rökstuddan grun sé ekki uppfyllt, megi úrskurða sakborning í gæsluvarðhald ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað tíu ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Í málinu sé ekkert komið fram sem haggi fyrri niðurstöðum Landsréttar. Málið enn til meðferðar Þá segir í úrskurðinum að ákvæði áðurnefndra laga, um að ekki megi úrskurða sakborning til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess, standi ekki í vegi fyrir því að Pétur Jökull sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Mál hafi verið höfðað á hendur honum sem sé enn til meðferðar fyrir dómstólum. Með vísan til þessarra athugasemda en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar var hann staðfestur. Þó segir í úrskurðinum að í ljósi aðstæðna athugist að samkvæmt nefndri grein sakamálalaga skuli sá sem krafist hefur gæsluvarðhalds láta sakborning lausan jafnskjótt og ástæður til gæslu eru ekki lengur fyrir hendi. Huldumaðurinn virðist með óljósa aðild Stóra kókaínmálið varðar innflutning á rúmlega 99 kílóum af kókaíni frá Brasilíu árið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu en uppgötvuðust áður en þau komu til landsins og því var þeim skipt út fyrir gerviefni. Fjórir menn voru dæmdir í málinu í fyrra en lögreglan taldi ljóst að fimmti maðurinn væri viðriðinn málið og taldi að Pétur Jökull væri sá maður. Lýst var eftir Pétri á vef Interpol í byrjun árs. Hann kom hingað til lands með flugi frá Evrópu í kjölfarið, sjálfviljugur. Við komuna til landsins var hann handtekinn og færður í varðhald. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Greint var frá því á fimmtudag síðustu vikur að ákæru á hendur Pétri Jökli hefði verið vísað frá vegna óskýrleika í ákæru. Áður hafði dómari í málinu hirt ákæruvaldið fyrir að leggja ekki fram nákvæma verknaðarlýsingu Péturs Jökuls í ákæru. Héraðssaksóknari kærði þá niðurstöðu héraðsdóms umsvifalaust til Landsréttar. Framlenging á þriðjudegi, frávísun á fimmtudegi og staðfesting á föstudegi Pétur Jökull var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til mánudagsins 15. júlí í héraðsdómi þann 18. júní síðastliðinn. Hann skaut því til Landsréttar daginn eftir. Á meðan Landsréttur var með málið til meðferðar var ákæru á hendur Pétri Jökli sem fyrr segir vísað frá. Landsréttur kvað upp úrskurð í málinu föstudaginn 21. júní, daginn eftir að ákærunni var vísað frá. Í úrskurðinum, sem var birtur í gær, segir að Héraðssaksóknari hafi skotið frávísuninni til Landsréttar og það mál bíði enn úrlausnar réttarins. Með fyrri úrskurðum Landsréttar í máli Péturs Jökuls hafi því verið slegið föstu að fullnægt væri skilyrðum til þess að hann sætti gæsluvarðhaldi með vísan til ákvæðis laga um meðferð sakamála, sem kveður á um að þótt skilyrðum sömu laga um rökstuddan grun sé ekki uppfyllt, megi úrskurða sakborning í gæsluvarðhald ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað tíu ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Í málinu sé ekkert komið fram sem haggi fyrri niðurstöðum Landsréttar. Málið enn til meðferðar Þá segir í úrskurðinum að ákvæði áðurnefndra laga, um að ekki megi úrskurða sakborning til að sæta gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur nema mál hafi verið höfðað gegn honum eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess, standi ekki í vegi fyrir því að Pétur Jökull sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Mál hafi verið höfðað á hendur honum sem sé enn til meðferðar fyrir dómstólum. Með vísan til þessarra athugasemda en að öðru leyti með vísan til forsendna hins kærða úrskurðar var hann staðfestur. Þó segir í úrskurðinum að í ljósi aðstæðna athugist að samkvæmt nefndri grein sakamálalaga skuli sá sem krafist hefur gæsluvarðhalds láta sakborning lausan jafnskjótt og ástæður til gæslu eru ekki lengur fyrir hendi. Huldumaðurinn virðist með óljósa aðild Stóra kókaínmálið varðar innflutning á rúmlega 99 kílóum af kókaíni frá Brasilíu árið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu en uppgötvuðust áður en þau komu til landsins og því var þeim skipt út fyrir gerviefni. Fjórir menn voru dæmdir í málinu í fyrra en lögreglan taldi ljóst að fimmti maðurinn væri viðriðinn málið og taldi að Pétur Jökull væri sá maður. Lýst var eftir Pétri á vef Interpol í byrjun árs. Hann kom hingað til lands með flugi frá Evrópu í kjölfarið, sjálfviljugur. Við komuna til landsins var hann handtekinn og færður í varðhald.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira