Kjarnorkubréf Einsteins til sölu Jón Þór Stefánsson skrifar 25. júní 2024 18:14 Albert Einstein í þungum þönkum. Getty Bréf sem Albert Einstein skrifaði til Franklíns D. Roosevelt Bandaríkjaforseta árið 1939 verður falt á uppboði. Í bréfinu hvatti Einstein forsetann til að hefja þróun á kjarnorkusprengjum þar sem að Þýskaland nasismans væri farið að gera það. Þremur árum seinna byrjuðu Bandaríkjamenn að hanna kjarnorkuvopn með hinu svokallaða Manhattan-verkefni. Bandaríkin notuðu síðan afraksturinn í stríðsrekstri undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar í Hiroshima og Nagasaki í Japan árið 1945. Bréfið var þó ekki skrifað af sjálfum Einstein, heldur var það ungverski vísindamaðurinn Leo Szilard sem hélt um pennann, en hann er sagður hafa fengið hjálp frá öðru fræðafólki við skrifin. Einstein hins vegar skrifaði undir bréfið, en það þótti líklegri til að fanga athygli Roosevelt forseta. Það var skrifað annan ágúst 1939, örfáum vikum áður en seinni heimsstyrjöldin hófst. Talið er að bréfið hafi veitt Einstein eftirsjá. „Hefði ég vitað að Þjóðverjum myndi ekki takast að framleiða kjarnorkuvopn þá hefði ég ekki lyft fingri,“ á hann aða hafa sagt árið 1947. Bréfið var í eigu Paul Allen, eins stofnanda Microsoft, sem lést 65 ára gamall árið 2018. Fleiri munir Allen verða til sölu á uppboði sem mun fara fram í New York í september. Samkvæmt BBC verður umrætt bréf þó aðalgripurinn sem verður á boðstólnum, en búist er við því að verðmat á því hlaupi á fjórum til sex milljónum Bandaríkjadala. Jafngildi þess er frá rúmlega 500 milljónum íslenskra króna upp í rúmlega 800 milljónir. Seinni heimsstyrjöldin Bandaríkin Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þremur árum seinna byrjuðu Bandaríkjamenn að hanna kjarnorkuvopn með hinu svokallaða Manhattan-verkefni. Bandaríkin notuðu síðan afraksturinn í stríðsrekstri undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar í Hiroshima og Nagasaki í Japan árið 1945. Bréfið var þó ekki skrifað af sjálfum Einstein, heldur var það ungverski vísindamaðurinn Leo Szilard sem hélt um pennann, en hann er sagður hafa fengið hjálp frá öðru fræðafólki við skrifin. Einstein hins vegar skrifaði undir bréfið, en það þótti líklegri til að fanga athygli Roosevelt forseta. Það var skrifað annan ágúst 1939, örfáum vikum áður en seinni heimsstyrjöldin hófst. Talið er að bréfið hafi veitt Einstein eftirsjá. „Hefði ég vitað að Þjóðverjum myndi ekki takast að framleiða kjarnorkuvopn þá hefði ég ekki lyft fingri,“ á hann aða hafa sagt árið 1947. Bréfið var í eigu Paul Allen, eins stofnanda Microsoft, sem lést 65 ára gamall árið 2018. Fleiri munir Allen verða til sölu á uppboði sem mun fara fram í New York í september. Samkvæmt BBC verður umrætt bréf þó aðalgripurinn sem verður á boðstólnum, en búist er við því að verðmat á því hlaupi á fjórum til sex milljónum Bandaríkjadala. Jafngildi þess er frá rúmlega 500 milljónum íslenskra króna upp í rúmlega 800 milljónir.
Seinni heimsstyrjöldin Bandaríkin Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira