Breska konungsfjölskyldan og hjón í Njarðvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. júní 2024 20:06 Guðbjörg segir í glettni sinni að hún og maður hennar séu orðin hluti af Bresku konungsfjölskyldunni eftir allar árnaðaróskirnar, sem þau hafa fengið frá þeim í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kona á tíræðisaldri í Reykjanesbæ geymir nokkur bréf, sem hún og maður hennar hafa fengið, eins og gull heima hjá þeim en það eru árnaðaróskir frá Karli Bretakonungi og Kamillu konu hans, auk bréfa frá Elísabetu annarri Bretadrottningu. Hér erum við að tala um Guðbjörgu Daníelsdóttur, 93 ára íbúa í Njarðvík í Reykjanesbæ, sem býr í sínu eigin húsi og sér alveg um sig sjálf. Maður hennar, Ólafur Magnússon, sem er 94 ára er á spítalanum í Keflavík eftir að hafa dottið heima. Þau hafa verið gift í 70 ár en þau giftu sig í Englandi á borgarskrifstofunni. Það fréttist fljótt, enda voru þau fyrstu Íslendingarnir, sem giftu sig þar og þá fóru hlutirnir að gerast. Árnaðaróskir komu fljótlega frá Elísabetu Bretadrottningu. „Vegna þess að það er siður hjá bresku konungsfjölskyldunni að senda alltaf á 10 ára fresti til brúðhjóna hamingjuósk,” segir Guðbjörg. Guðbjörg Daníelsdóttir, 93 ára íbúi í Njarðvík í Reykjanesbæ með mynd af Elísabetu annarri Bretadrottningu úr korti, sem þau hjónin fengu í eitt skiptið frá henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að það komu reglulega hamingjuóska bréf í Njarðvíkurnar frá Elísabetu og nú síðast frá Karli konungi syni hennar og Kamillu konu hans vegna 70 ára brúðkaupsafmælisins. „Þetta er svolítið sniðugt, er það ekki,” bætir Guðbjörg sposk á svip við. Ertu ekki bara montinn af þessu eða hvað? „Nei, nei, ég er ekkert hreykin af þessu, ég þekki þetta fólk ekki nokkurn hlut, ég á bara mynd af því, ég aldrei talað við það,” segir hún og hlær. En var ekki svolítið gaman að fá þessi bréf og þessar kveðjur? „Jú, mér fannst voðalega vænt um það og mér finnst voðalega fallegt af þeim að gera þetta. Dóttir mín hún hélt að þetta væri bara gabb og sagði, trúir þú þessu, það er einhver að gabba þig sagði hún bara. Ég sagði, hafðu þú þína skoðun á því en ég er komin inn í konungsfjölskylduna bresku, þú verður bara að sætta þig við það,” segir Guðbjörg og hlær enn meira. Guðbjörg og Ólafur hafa verið gift í 70 ár, gerði aðri betur og þau segjast alltaf vera jafn ástfangin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo má segja frá því að eftir að Elísabet önnur Bretadrottning dó þá var hún jörðuð á brúðkaupsdegi þeirra Guðbjargar og Ólafs, eða 19. september 2022. Þannig að allt tengist þetta einhvern veginn saman, breska konungsfjölskyldan á hjónin til 70 ára á Hólagötunni í Njarðvík. Og hér er fallegur koss í tilefni af 70 ára brúðkaupsafmælinu.Aðsend Reykjanesbær Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning England Eldri borgarar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Hér erum við að tala um Guðbjörgu Daníelsdóttur, 93 ára íbúa í Njarðvík í Reykjanesbæ, sem býr í sínu eigin húsi og sér alveg um sig sjálf. Maður hennar, Ólafur Magnússon, sem er 94 ára er á spítalanum í Keflavík eftir að hafa dottið heima. Þau hafa verið gift í 70 ár en þau giftu sig í Englandi á borgarskrifstofunni. Það fréttist fljótt, enda voru þau fyrstu Íslendingarnir, sem giftu sig þar og þá fóru hlutirnir að gerast. Árnaðaróskir komu fljótlega frá Elísabetu Bretadrottningu. „Vegna þess að það er siður hjá bresku konungsfjölskyldunni að senda alltaf á 10 ára fresti til brúðhjóna hamingjuósk,” segir Guðbjörg. Guðbjörg Daníelsdóttir, 93 ára íbúi í Njarðvík í Reykjanesbæ með mynd af Elísabetu annarri Bretadrottningu úr korti, sem þau hjónin fengu í eitt skiptið frá henni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að það komu reglulega hamingjuóska bréf í Njarðvíkurnar frá Elísabetu og nú síðast frá Karli konungi syni hennar og Kamillu konu hans vegna 70 ára brúðkaupsafmælisins. „Þetta er svolítið sniðugt, er það ekki,” bætir Guðbjörg sposk á svip við. Ertu ekki bara montinn af þessu eða hvað? „Nei, nei, ég er ekkert hreykin af þessu, ég þekki þetta fólk ekki nokkurn hlut, ég á bara mynd af því, ég aldrei talað við það,” segir hún og hlær. En var ekki svolítið gaman að fá þessi bréf og þessar kveðjur? „Jú, mér fannst voðalega vænt um það og mér finnst voðalega fallegt af þeim að gera þetta. Dóttir mín hún hélt að þetta væri bara gabb og sagði, trúir þú þessu, það er einhver að gabba þig sagði hún bara. Ég sagði, hafðu þú þína skoðun á því en ég er komin inn í konungsfjölskylduna bresku, þú verður bara að sætta þig við það,” segir Guðbjörg og hlær enn meira. Guðbjörg og Ólafur hafa verið gift í 70 ár, gerði aðri betur og þau segjast alltaf vera jafn ástfangin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo má segja frá því að eftir að Elísabet önnur Bretadrottning dó þá var hún jörðuð á brúðkaupsdegi þeirra Guðbjargar og Ólafs, eða 19. september 2022. Þannig að allt tengist þetta einhvern veginn saman, breska konungsfjölskyldan á hjónin til 70 ára á Hólagötunni í Njarðvík. Og hér er fallegur koss í tilefni af 70 ára brúðkaupsafmælinu.Aðsend
Reykjanesbær Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning England Eldri borgarar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira