Innlent

Coolbet farið að herja á menntaskólakrakka

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Átján hafa stöðu sakbornings í umfangsmiklu fíkniefnamáli þar sem kókaíni var smyglað í pottum á skemmtiferðaskipi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Tveir sluppu með skrekkinn í eldsvoða á Akranesi í dag. Tólf íbúðir urðu fyrir skemmdum. Veðmálafyrirtækið Coolbet er farið að auglýsa á viðburðum íslenskra menntaskóla. Fyrirtækið fer mikinn á samfélagsmiðlum í trássi við lög.

Við tökum stöðuna á framkvæmdum við fjölförnustu gatnamót landsins, heyrum hvað ráðamenn ætli að gera varðandi ofbeldi gegn börnum og heyrum í frumkvöðli í flugheiminum sem er hættur rekstri en alls ekki að fljúga.

Magnús Hlynur hittir konu sem liggur á bréfum frá bresku konungsfjölskyldunni eins og ormur á gulli, við förum yfir dramatíkina á Evrópumótinu í fótbolta og hittum landsliðskonu í fótbolta sem er að blómstra í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×